Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 68
56 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
MAGNÚS ÞÓR GUNNARS-
SON. Magnús Þór hefur átt
góðu gengi að fagna í bikar-
keppni Evrópu í körfuknattleik
og nýtti 51,9 % þriggja stiga
skota sinna í riðlakeppni
Evrópukeppninnar, 24 af 54
fóru rétta leið.
Fréttablaðið/Páll.
Úrslitin í bikarkeppni Evrópu hefjast í janúar og Keflvíkingar eru komnir þangað:
Mæta svissneska liðinu Fribourg
KÖRFUBOLTI Keflavík sótti portú-
galska liðið Madeira heim í bikar-
keppni Evrópu í körfuknattleik í
fyrrakvöld. Leikurinn var jafn
þangað til í lokaleikhlutanum þar
sem Madeira sigldi fram úr og
vann með tíu stigum, 92-82.
Keflvíkingar réðu lítið við bak-
verði heimamanna að þessu sinni.
Mario-Gil Fernandes skoraði 24
stig, þar af 18 úr þriggja stiga
skotum en maður vallarins var
Bobby Joe Hatton sem skoraði 21
stig og gaf 13 stoðsendingar.
Fögnuður Madeira var gríðar-
legur í lokin enda tryggði liðið sér
þriðja sætið í riðlinum og komst
þar með áfram í keppninni.
Magnús Þór Gunnarsson var
stigahæstur Keflavíkurliðsins
með 20 stig en Nick Bradford
skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og
gaf 5 stoðsendingar.
Keflvíkingar mæta svissneska
liðinu Benetton Fribourg í 8 liða
úrslitum en liðin leika tvo leiki og
gilda samanlögð úrslit úr leikjun-
um tveimur. Fyrri leikurinn fer
fram 13. janúar í Sviss en seinni
leikurinn 20. janúar í Keflavík.
Standi liðin jöfn eftir tvo leiki
verður gripið til oddaleiks og eru
Keflvíkingar með heimaleikja-
réttinn.
Fribourg hefur staðið sig ágæt-
lega í Evrópukeppninni en ekki í
svissnesku deildinni. Liðið er í 9.
sæti og er með 10 stig eftir 10 leiki.
Nick Bradford, Magnús Þór
Gunnarsson og Anthony Glover
hafa farið fyrir sínum mönnum í
bikarkeppninni til þessa og hafa
þeir samanlagt skorað 62,4 stig,
21,4 fráköst og gefið 9 stoðsend-
ingar fram til þessa.
Gunnar Einarsson byrjaði vel í
keppninni en hefur ekki gengið
heill til skógar upp á síðkastið.
Hann verður vonandi klár í slag-
inn fyrir átökin í janúar þar sem
Keflavík eygir góða von um að
gera betur en í fyrra þegar liðið
var slegið út af franska liðinu
Dijon í fyrstu umferð úrslita-
keppninnar.
- SJ
Með 13 stig á
35 sekúndum
Tracy McGrady hjá Houston fór hamförum gegn
San Antonio Spurs í NBA-deildinni í fyrrakvöld
KÖRFUBOLTI Áhorfendum á leik
Houston Rockets og San Antonio
Spurs í NBA-körfuboltanum í
fyrrinótt þótti ekki mikið til
McGradys koma þegar rúm mín-
úta var til leiksloka. Þá höfðu
gestirnir í Spurs 10 stiga forystu,
74–64, og lítið sem ekkert benti til
að það myndi breytast fyrir leiks-
lok.
Hægt og rólega tóku áhorfend-
ur að týnast út úr höllinni í þeirri
trú að þetta væri búið spil. Þá tók
Tracy McGrady, leikmaður
Rockets, til sinna ráða og skoraði
13 stig á síðustu 35 sekúndum
leiksins. Hann skoraði fjórar
þriggja stiga körfur í röð og þar
af var ein sem tryggði Rockets
eins stigs forystu þegar 1,7 sek-
úndur voru til leiksloka. „Ég
vildi frekar taka þrist heldur
en að jafna. Karfan var óvenju
stór í kvöld,“ sagði McGrady.
Áhlaup McGradys minnir um
margt á gamla rispu frá Reggie
Miller þegar hann skoraði átta
stig á 8,9 sekúndum í sigurleik
Indiana Pacers á New York
Knicks, 107-105, í undanúrslitum
Austurdeildarinnar 1995.
„Þetta er eitthvað sem ég hef
aldrei upplifað áður og er frábær
tilfinning,“ sagði McGrady. „Fyrir
alla þá sem fóru snemma; þið
misstuð af frábærum leik.“
Rockets hafði tapað sjö
leikjum í röð gegn San Ant-
onio Spurs og vann um
leið þriðja leik sinn í
röð í fyrsta sinn á
tímabilinu. Jeff
Van Gundy, þjálf-
ari Rockets, var í
skýjunum í leiks-
lok. „Stundum
þegar maður
leggur hart að
sér gerast kraftaverk,“ sagði Van
Gundy.
Tim Duncan sagði tapið hafa
verið gríðarlega svekkjandi fyrir
sína menn enda liðið með unninn
leik í höndunum þegar ein mínúta
var eftir. „Þeir spiluðu vel síðustu
50 sekúndurnar,
s é r s t a k l e g a
Tracy. Þeir
fundu leið að
körfunni og
sárt tap er
staðreynd,“
sagði Dunc-
an sem var
bestur í liði
S p u r s ,
skoraði 26 stig og tók 18 fráköst.
McGrady var besti maður vallar-
ins með 33 stig, 8 fráköst og 5
stolna bolta. smari@frettabladid.is
HEITUR
Gerði sér
lítið fyrir og
skoraði 13 stig
á rúmlega hálfri
mínútu í leik
Rockets gegn San Ant-
onio Spurs í fyrrinótt.
Evrópska mótaröðin í golfi í Suður-Afríku í gær:
Birgir Leifur er úr leik
GOLF Afríkuför Birgis Leifs Haf-
þórssonar, kylfings úr GKG, hlaut
snubbóttari endi en Birgir hafði
vonast til en hann er úr leik eftir
tvo hringi á Dunhill golfmótinu
sem fram fer í Suður-Afríku.
Birgir Leifur var einu höggi
frá því að komast í gegnum niður-
skurðinn en hann spilaði fyrstu
tvo hringina á fimm höggum yfir
pari og endaði í 80. sæti ásamt
fleiri keppendum.
Árangurinn er dapurlegur
fyrir Birgi enda tímafrekt og dýrt
að taka þátt í móti alla leið í Suður
-Afríku en þetta mót var jafn-
framt hið fyrsta sem hann tekur
þátt í á evrópsku mótaröðinni sem
hann vann sér inn takmarkaðan
þátttökurétt á fyrr í haust.
Það má gera að því skóna að
hvor hringur fyrir sig hafi kostað
nálægt 200 þúsund krónum séu út-
gjöld Birgis Leifs tekin saman.
NÁLÆGT EN ENGINN VINDILL Birgir
Leifur var einu höggi frá því að komast
gegnum niðurskurðinn á Dunhill mótinu
sem fram fór í Afríku.
68-69 (56-57) sport 10.12.2004 19:39 Page 2