Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 2
DÓMSMÁL Umhverfisráðuneytið
hefur þegar ákveðið að áfrýja
dómi héraðsdóms Reykjavíkur
sem féll í gær, um að álver
Reyðaráls þurfi að sæta umhverf-
ismati. Með dómnum var úrskurði
umhverfisráðherra um að álver
Reyðaráls, fyrir allt að 322 þús-
und tonna ársframleiðslu þyrfti
ekki að sæta umhverfismati
dæmdur ómerkur, að kröfu
Hjörleifs Guttormssonar, fyrr-
verandi alþingismanns.
Dómurinn vísaði frá dómi
þremur kröfum Hjörleifs, af fjór-
um. Þar á meðal kröfu um ómerk-
ingu útgáfu starfsleyfis fyrir
álver Reyðaráls ehf., þar sem Um-
hverfisstofnun, sem gaf út starfs-
leyfið var ekki stefnt til varnar.
Magnús Jóhannesson, ráðu-
neytisstjóri í umhverfisráðuneyt-
inu, segir ráðuneytið búið að
ákveða að áfrýja dómnum. „Þessi
dómur kemur á óvart og við telj-
um hann rangan. Það var mat
Skipulagsstofnunar á sínum tíma
að ekki þyrfti nýtt umhverfismat.
Það byggði hún á sérfræðimati
um að þessi breyting væri það
mikil að það útheimti nýtt mat.“
Magnús segir jafnframt að hann
geti ekki séð að dómurinn hafi
fellt úr gildi starfsleyfi Reyðar-
áls, líkt og Hjörleifur Guttorms-
son heldur fram. - ss
STJÓRNMÁL Alfreð Þorsteinsson
ætlar að gefa kost á sér í næstu
borgarstjórnarkosningum eftir
hálft annað ár og styður áfram-
haldandi framboð R-listans. Borg-
armálaráð Framsóknarflokksins
ákvað á fundi sínum í gær að
hefja sem fyrst umræður um
framboðsmál flokksins fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar
vorið 2006. Umræðurnar hófust
raunar á vefsíðu flokksfélagsins í
Reykjavík um síðustu helgi þegar
Gestur Gestsson, formaður
Framsóknarfélagsins í
Reykjavík norður, sagðist
vilja sérstakt framboð
flokksins og sagði Alfreð
Þorsteinsson ótrúverð-
ugan: „Við erum að týn-
ast inni í R-listasam-
starfinu og ég tel að okk-
ar fulltrúi, ef ég tek
sem dæmi Alfreð
Þorsteinsson,
hefur haft 35 ár í pólitík til að
koma sínu fram.“
Alfreð segir að árafjöldinn
skipti ekki máli. „Ýmsir stjórn-
málamenn eiga langan og farsæl-
an feril í stjórnmálum að baki eins
og Halldór Ásgrímsson.“ Halldór
hefur sem kunnugt er verið nær
sleitulaust þingmaður og ráð-
herra í rúm þrjátíu ár.
Anna Kristinsdóttir, hinn borg-
arfulltrúi framsóknarmanna í
Reykjavík, hefur líka blandað sér í
umræðuna. Um gagnrýni á
Alfreð Þorsteinsson
segir hún: „Enginn
er eilífur í pólítik“
en segist sjálf
ekki hafa
skoðun á því
hvort hann
eigi að halda
áfram: „Hann
verður að gera
það upp við sig
sjálfur.“
Anna segist ekki heldur vilja
kveða upp úr um hvort hún fylgi
áframhaldandi R-listasamstarfinu
en bendir þó á að kjörfylgi flokks-
ins í síðustu alþingiskosningum
hefði dugað til að fá einn mann
kjörinn en þyrfti að aukast úr um
11,5 prósentum í fjórtán til að fá
annan mann kjörinn og óvíst væri
hvort flokkurinn kæmist í meiri-
hlutasamstarf.
Alfreð segir að Framsóknar-
flokkurinn fengi 10 til15 prósent
atkvæða í borginni byði hann
fram sér. „Hins vegar myndu at-
kvæði flokkanna sem
standa að R-listan-
um nýtast illa
byðu þeir fram
hver í sínu lagi.
S j á l f s t æ ð i s -
flokkurinn hef-
ur af þessum
sökum marg-
sinnis fengið
meirihluta borg-
arfulltrúa þótt
hann hafi ekki
meirihluta at-
kvæða.“
- as
SPURNING DAGSINS
Nei, veistu, ég er ekki drekinn.
Útvarpsþátturinn Tvíhöfði með Sigurjóni Kjartans-
syni og Jóni Gnarr í forsvari hefur runnið sitt skeið
á enda. Þeir ætla að snúa sér að öðrum vettvangi,
„öðrum en útvarpi,“ samkvæmt Sigurjóni. Segir
hann að þátturinn hafi ekki borið sig þrátt fyrir
fimmtán til tuttugu þúsund hlustendur.
Sigurjón, ertu drekinn?
2 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Reyðarál í umhverfismat
ÍRAK Bandaríkjamenn eru hættir
leit sinni að gereyðingarvopnum
í Írak. Þetta hafa bandarískir
embættismenn staðfest við frétta-
menn sjónvarpsstöðvanna CNN og
BBC. Áfram verður þó farið í
gegnum skjöl sem meðlimir
þeirra sveita sem leitað hafa að
gereyðingarvopnum hafa undir
höndum.
Meint eign Íraka á gereyðingar-
vopnum var ein helsta ástæðan
sem gefin var fyrir innrásinni í
Írak en þrátt fyrir mikla leit hafa
engin gereyðingarvopn fundist
önnur en leifar vopna sem fram-
leidd voru á níunda áratugnum.
Fyrri yfirmaður bandarísku
vopnaleitarsveitarinnar sagði af
sér fyrir ári og sagði engin ger-
eyðingarvopn að finna í Írak.
Eftirmaður hans sagði í bráða-
birgðaskýrslu í fyrra að Írakar
hefðu ekki átt nein gereyðingar-
vopn þegar innrásin var gerð í
Írak en leitast við að hafa tök á því
að hefja framleiðslu þeirra á ný.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra vildi ekki tjá sig um
tíðindin í gær. ■
Alfreð segist
ekki hætta
Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langrar reynslu í póli-
tík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgríms-
son. Hann styður áframhaldandi líf R-listans og ætlar að bjóða sig fram.
■ GEREYÐINGAVOPN
BREYTIR ENGU „Ég sé ekki að
þessar upplýsingar breyti áhersl-
um okkar eins og staðan er nú.
Þær hafa verið að halda áfram
með uppbygginguna í Írak og
styðja við lýðræðisþróunina sem
ríki heims eru meira og minna
sammála um að þurfi að standa
vel að,“ segir Siv Friðleifsdóttir,
varaformaður utanríkismála-
nefndar Alþingis.
ÓUMFLÝJANLEGT „Þetta kemur
ekkert á óvart. Þetta var óumflýj-
anlegt. Það lá í augum uppi fljót-
lega eftir að innrásin var afstaðin
að engin vopn voru af þessu tagi í
Írak. Þarna eru menn að horfast
í augu við veruleikann,“ segir
Guðmundur Árni Stefánsson, þing-
maður Samfylkingar í utanríkis-
málanefnd.
Hjörleifur Guttormsson:
Reyðarál er
án starfsleyfis
DÓMSMÁL Hjörleifur Guttormsson
segir að meta þurfi framkvæmd
Reyðaráls upp á
nýtt með dómi
h é r a ð s d ó m s
Reykjavíkur um
að Reyðarál
þurfi að sæta
umhverfismati.
Með því þurfi að
vinna þær leyf-
isveitingar sem
byggja á mati á
umhverfisáhrif-
um upp á nýtt og Reyðarál sé því í
raun án starfsleyfis.
Hann segir dóminn mikilvæg-
an fyrir umhverfisvernd í landinu
og sýni þeim sem hafa staðið að
þessum ákvörðunum að það sé
betra að vanda sig og fylgja
settum lögum, en ekki knýja fram
ákvörðun með handafli. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
HÁLT Í HÚNAVATNSSÝSLUM
Ökumaður rann út af þjóðvegi
eitt í Víðidal í Austur-Húnavatns-
sýslu um ellefu leytið í gærmorg-
un. Enginn slasaðist. Lögreglan á
Blönduósi hvetur ökumenn að
fara varðlega. Mjög hált sé á
vegum og snjór.
SNJÓFLÓÐAHÆTTU AFLÉTT
Hættu á snjóflóði í Reynishverfi í
Mýrdal hefur verið aflétt. Lög-
reglan í Vík segir síðasta ábúand-
ann á Garði, síðasta bænum sem
eftir var á hættusvæði, vera
kominn heim.
BÍLL FASTUR Í SNJÓFLÓÐI
Ökumaður keyrði inn í snjóflóð
rétt norðan við Sauðanes í Ólafs-
fjarðarmúla um hádegi í gær og
þurfi aðstoð lögreglu til að losna.
Flóðið var um hálfur metri á þykkt
og tíu til tuttugu metrar á breidd,
samkvæmt lögreglunni á Dalvík.
Íslenska útvarpsfélagið:
Þrjár stöðvar
lagðar niður
FJÖLMIÐLAR Útsendingu þriggja
útvarpsstöðva Íslenska útvarps-
félagsins, Skonrokks, X-sins og
Stjörnunnar, var hætt klukkan níu
í gærkvöldi. Þá mun talmál
minnka á útvarpsstöðinni Létt
FM. Gunnar Smári Egilsson,
framkvæmdastjóri ÍÚ, segir að
um tíu manns hafi verið sagt upp
störfum, auk verktaka. Aðrir
starfsmenn verði fluttir til í
starfi. Ástæðan fyrir lokununum
sé langvarandi taprekstur út-
varpsstöðvanna.
Jóhann Hlíðar Harðarson,
trúnaðarmaður Blaðamannafé-
lagsins hjá ÍÚ, hafði ekki heyrt
um málið í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá ÍÚ segir að
auk útsendingar nýrrar útvarps-
stöðvar, verði starfsemi Bylgj-
unnar og FM957 efld. Þá er ráð-
gert að hefja fjótlega endurvarp á
erlendri fréttarás í útvarpi. - ss
14 stöðvar
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON
ÓLJÓST HVORT REYÐARÁL HAFI STARFSLEYFI
Umhverfisráðuneytið ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar.
Bandaríska vopnaleitarsveitin í Írak:
Hættir leit að gereyðingarvopnum
BANDARÍSKIR HERMENN Í ÍRAK
Tæpum tveimur árum eftir að Bandaríkja-
menn leiddu innrásina í Írak hafa þeir
hætt leit að gereyðingarvopnum.
Þeir hafa engin vopn fundið.
Mannréttindadómstóll:
Ríkið
áfrýjar dómi
DÓMSMÁL Í fyrsta sinn hefur
Íslenska ríkið ákveðið að áfrýja
dómi Mannréttindadómstóls Evr-
ópu. Fyrir þremur mánuðum
komst dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að íslenska ríkið hefði
brotið gegn ákvæðum Mannrétt-
indasáttmála Evrópu þegar ís-
lenskir dómstólar staðfestu að
Lífeyrissjóði sjómanna væri
heimilt að svipta Kjartan Ás-
mundsson bótum vegna slyss sem
hann varð fyrir.
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði
Skarphéðinn Þórisson ríkislög-
maður að eingöngu skaðabóta-
þætti málsins væri áfrýjað.
Ekki er víst að Mannréttinda-
dómstóllinn samþykki að taka
málið til skoðunar öðru sinni.
- ss