Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 4
4 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Allawi viðurkennir vandamál við framkvæmd kosninga: Ekki hægt að kjósa alls staðar ÍRAK, AP Iyad Allawi, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnar Íraks, hefur í fyrsta sinn viður- kennt opinberlega að ekki verði hægt að kjósa á nokkrum stöðum í Írak vegna óaldarinnar sem ríkir þar. „Það verða vissulega nokkur afmörkuð svæði sem geta ekki tekið þátt í kosningunum af þessum sökum, en við teljum að það verði ekki víða,“ sagði Allawi og vísaði til þess að óvin- veittir vígahópar reyndu að koma í veg fyrir framkvæmd kosninganna. Lítið hefur verið um kosn- ingaundirbúning í Anbar-héraði sem liggur vestur af Bagdad og nær til jórdönsku, sýrlensku og sádi-arabísku landamæranna. Sömu sögu er að segja af borginni Mosul í norðurhluta landsins. Árásum vígamanna fer fjölg- andi í höfuðborginni Bagdad og er talið að íbúar í nokkrum hverfum sem hafa orðið verst fyrir barðinu á árásum kunni að veigra sér við að fara á kjörstað. Jórdanski sendiherrann í Bandaríkjunum er öllu svart- sýnni en Allawi og varaði við því að 40 prósent Íraka gætu ekki kosið. „Þetta vekur spurningar um réttmæti kosninganna. Anders Fogh Rasmussen: Talinn flýta kosningum DANMÖRK Búist er við því að And- ers Fogh Rasmussen boði til þing- kosninga fljótlega þó að níu mánuðir séu enn eftir af kjörtíma- bili þingmanna. Samkvæmt fréttastofu Danske Radio var talið að forsætisráð- herrann hefði ætlað sér að boða til þingkosninga í ársbyrjun en að hann hefði orðið að breyta þeim áætlunum vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Asíu. Rasmussen fjallaði ítarlega um mál sem kunna að verða að kosningamálum á blaðamannafundi og þótti með því ýta undir vangaveltur um að hann ætli að flýta kosningum. ■ Norskur banki: Milljónir í brotajárn NOREGUR, AP Litlu munaði að norskur banki yrði nokkrum milljónum króna fátækari þegar verið var að taka gamla hrað- banka úr umferð og senda þá í brotajárn og bræðslu. Talsverður peningur var enn eftir í einum hraðbankanum þegar starfsmenn fyrirtækisins sem áttu að eyða hraðbönkunum komu til að sækja hann. Að því er fram kemur í blaðinu Romsdals Budstikke varð ruglingur í því hvenær átti að sækja hraðbank- ann og þurfti öryggisvörður bankans að elta flutningamennina uppi til að bjarga peningunum. Upphæðin liggur ekki fyrir en sagt er að fyrir hana hefði mátt kaupa einbýlishús, fara í lúxus- ferðalag og eiga drjúga fjárhæð eftir. ■ ■ HEILSURÆKT FÆRRI Í SUND Gestum í Sund- laugarmiðstöð Keflavíkur fækk- aði um sautján prósent á árinu 2004 frá árinu á undan. Heim- sóknir í laugina voru 84.844 á árinu. Á vef Reykjanesbæjar er talið að ástæður minni sóknar hafi meðal annnars verið lokun vegna endurbóta á sundlauginni í september. Verkfall grunnskóla- kennara hafi einnig haft áhrif á aðsóknartölur. KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,95 63,25 117,89 118,47 82,40 82,86 11,07 11,14 10,04 10,10 9,11 9,16 0,61 0,61 95,76 96,34 SALA GENGI GJALDMIÐLA 12.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands 113,15 -0,45% HAUKUR ÍS Verðmæti aflans sem landað var í Þýska- landi er samkvæmt heimildum á bilinu ellefu til fjórtán millj- ónir króna. Söluverð- mæti fíkniefnanna er um fimmtíu milljónir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÍKNIEFNI Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafull- trúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæslu- varðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafull- trúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dóm- urinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í f e r ð a t ö s k u r. Hann segir skip og flug- vélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýska- landi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæslu- varðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fang- elsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af am- fetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýsk- um smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýska- landi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn seg- ist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera al- varlegt, einkum vegna magns kóka- ínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvar- legustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mæli- kvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýs- ingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn „Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt,“ segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda út- gerðinni í málið þó að tveir starfs- menn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Sam- kvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. hrs@frettabladid.is gudsteinn@frettabladid.is Þjóðverjar fylgjast vel með ferðum til Íslands Upplýsingafulltrúi hjá tollinum í Bremerhaven segir íslensk skip og flugvélar vera undir sérstöku eftir- liti. Fíkniefnin sem tekin voru í Hauki eru margfalt verðmætari en aflinn sem var landað í Þýskalandi. Á GANGI Í BAGDAD Ahmed leiddi blindan afa sinn fram hjá kosningaveggspjöldum sem höfðu verið límd á vegg í Bagdad, höfuðborg Íraks. ■ EVRÓPA MUNAÐARLEYSINGJAHÆLI BÍTL- ANNA LOKAÐ Hjálpræðisherinn í Liverpool hefur ákveðið að loka munaðarleysingjahælinu Strawberry Field sem Bítlarnir gerðu frægt í einu laga sinna, Strawberry Fields Forever. Fá börn eru eftir á munaðar- leysingjahælinu því flestum börnum er komið fyrir hjá fóst- urforeldrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.