Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 6
6 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Heilbrigðisráðherra styttir biðlista: Ráðherra kaupir 650 aðgerðir HEILBRIGÐISMÁL Hafist hefur verið handa við að stytta biðlista eftir tilteknum aðgerðum. Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka tilboði fjögurra heil- brigðisstofnana um kaup á tæplega 650 aðgerðum. Heildar- kostnaður er nær 90 milljónum króna. Um er að ræða hjartaþræð- ingar, liðskipta- og augnaðgerðir. Stofnanirnar eru Landspítali – háskólasjúkrahús sem tekur að sér 150 augnaðgerðir, 70 hjarta- þræðingar og 20 liðskiptaað- gerðir, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem tekur að sér að gera 40 liðskiptaaðgerðir, Sjúkrahúsið á Akranesi en þar verða gerðar 16 liðskiptaað- gerðir aukalega og St. Jósefspít- alann í Hafnarfirði þar sem gerðar verða 350 augnaaðgerðir. Ákvörðun ráðherra er liður í að draga enn frekar úr bið eftir þessum aðgerðum. Heildar- kostnaðurinn við aðgerðirnar er tæpar 87 milljónir króna. - jss Minni viðskiptahalli Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir viðskiptahallann fyrstu níu mánuði síðasta árs minni en búist var við. Skýringin er hugsanlega sú að fólk er ekki bara að eyða í neyslu heldur í húsnæði. EFNAHAGSMÁL Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsfram- leiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. „Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. „Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir.“ Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahall- inn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæð- iskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vör- um. „Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjufram- kvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina.“ Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. „Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tíma- setningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbank- ans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá.“ Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið mið- að við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt upp- dráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð- inn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var. trausti@frettabladid.is Átök á Gazaströnd: Fimm féllu MIÐ-AUSTURLÖND Fimm létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gær, þeim fyrstu eftir kjör Mahmoud Abbas sem eftirmanns Jassers Arafats. Ísraelskar hersveitir umkringdu hús í Ramallah-flóttamannabúð- unum á Gaza í gær og réðust til inn- göngu gegn tveimur palestínskum vígamönnum sem voru þar fyrir. Því lauk með því að báðir Palestínu- mennirnir lágu í valnum. Ísraelskur landtökumaður og tveir palestínskir vígamenn létust í árás Palestínumannanna nærri ísraelskri landnemabyggð á Gaza síðar í gær. Vígamennirnir sprengdu sprengju en voru síðan skotnir af ísraelskum hermönnum. ■ HÆTTA Á BROTTREKSTRI Erlendir hjálparstarfsmenn og fréttamenn eiga á hættu að verða reknir frá Aceh-héraði í Indónesíu ef þeir gera stjórnvöldum ekki grein fyrir ferðum sínum. Embættis- menn greindu frá þessu í gær og báru fyrir sig öryggissjónarmið vegna áralangs borgarastríðs í héraðinu. VARAÐ VIÐ SKJÁLFTA Taílensk stjórnvöld vara við því að jarð- skjálfti geti valdið miklum skaða í höfuðborginni Bangkok. „Í dag getum við ekki hugsað líkt og í fortíðinni. Það sem hefur aldrei gerst getur einhvern tíma gerst,“ sagði Suraphong Suebwonglee upplýsingaráðherra. GUÐDÓMLEG FORSJÓN Trúaðir Indónesar lofa margir Allah og túlka það sem guðdómlega for- sjón að moskur skuli hafa staðið af sér flóðbylgjuna 26. desember þrátt fyrir að öll híbýli í kring þurrkuðust út. Aðrir benda þó á að moskurnar eru byggðar úr steini en heimilin sem eyðilögð- ust voru flest timburbyggingar. LÆRA Á LÚXUSHÓTELI Hluta fjögurra stjörnu hótels á Kamala- strönd í Taílandi hefur verið breytt í skóla. Starfsmenn þess segja lítið um gesti núna og því tilvalið að setja upp námsaðstöðu í stað skóla sem eyðilögðust af völdum flóðbylgjunnar. Börnin læra nú við sundlaug hótelsins og snæða hádegismat í matsalnum. FISKSALA HRYNUR Fisksala hefur dregist saman um helming á eyjunni Penang í Malasíu síð- ustu daga. Ástæðan er orðrómur um að fisksali hafi fundið fingur í maga fisks. Lögreglan hefur varað við því að hverjum þeim sem dreifi slíkum sögum verði refsað enda séu þær lygi. ■ AFRÍKA ■ FLÓÐBYLGJANDavíð í mánaðarleyfi: Geir fer á tvo fundi STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra hleypur í skarðið fyrir Davíð Oddsson á tveimur fund- um erlendis í forföllum utan- ríkisráðherra, í Finnlandi og í Tansaníu. Hall- dór Ásgrímsson f o r s æ t i s r á ð - herra fer þó formlega með málefni utanríkisráðuneytisins í fjarveru Davíðs. Davíð verður í mánaðarleyfi frá störfum erlendis að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar ráðuneytisstjóra. Davíð mun mæta á utanríkis- ráðherrafund NATO, sem haldinn verður 9. til 10. febrúar, og kemur í framhaldi af því til starfa í ráðu- neytinu að nýju. - ás Horfðir þú á þátt The Amazing Race, sem tekin var upp á Íslandi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í leikhús á árinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 49.57% 50.43% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN GEIR H. HAARDE Í BRUNARÚSTUM HEIMILISINS Trudy Barrowcliffe reyndi að hugga Sue Smith í brunarústum heimilis þeirrar síðar- nefndu. Skógareldar: Verstu í tuttugu ár ÁSTRALÍA, AP Níu hafa látið lífið og sex er saknað í kjölfar verstu skógarelda sem geisað hafa í Ástralíu síðustu tuttugu árin. Átta fórnarlambanna létust þegar kviknaði í bílum sem þau reyndu að flýja í. Tvö börn, tveggja og fjögurra ára, eru yngst þeirra sem hafa látist af völdum skógar- eldanna. Skógareldarnir hafa brunnið á 145 þúsund hektara svæði á rækt- uðu svæði á Eyreskaga í Suður- Ástralíu. Eldarnir brutust út á mánudag í kjölfar mikillar hita- stækju þar sem hitinn hefur mælst yfir 44 gráðum á Celsius. ■ ÚKRAÍNUHER Á BROTT Úkraínsk stjórnvöld hafa ákveðið að kalla alla 500 hermenn sína sem eru við friðargæslu í Síerra Leóne heim fyrir lok mars. Ástæðan er að samþykki þingsins fyrir veru hersins í Síerra Leóne er útrunn- inn og aðstæður þar óhentugar hermönnunum. Ellefu þúsund friðargæsluliðar eru í Síerra Leóne. JÓN KRISTJÁNSSON Heildarkostnaður við aðgerðirnar sem stofnanirnar keyptu er nær 90 milljónum króna. EDDA RÓS Reiknar með að krónan veikist um mitt næsta ár. UPPSKIPUN Í SUNDAHÖFN Meðalinnflutningur á mánuði í fyrra nam 20 milljörðum króna en var árið 2003 um 17 milljarðar króna. Raunaukning milli ára er því 18 prósent. GENF, AP Ríki og samtök sem leggja fram fé til neyðarhjálpar í Asíu í kjölfar náttúruhamfaranna þar ættu frekar að verja því í vel þjálfaðar sveitir heimamanna en að senda erlendar hjálparsveitir á vettvang. Þetta sögðu talsmenn Rauða krossins í gær og sögðu að vel þjálfaðir heimamenn væru betur til þess fallnir að bjarga lífum en aðkomumenn. „Við urðum vitni að því í lönd- unum sem urðu fyrir flóðbylgj- unni að sjálfboðaliðar voru þegar á fyrstu mínútunum komnir ná- grönnum sínum til hjálpar eftir að flóðbylgjan reið yfir,“ sagði Susan Johnson, aðgerðastjóri Alþjóða Rauða krossins. „Það er nauð- synlegt fyrir ríkisstjórnir heims og aðra þá sem leggja fram fé að gera sér grein fyrir þörfinni á að leggja fé í uppbyggingu viðbún- aðar samfélaganna ef þeir vilja í raun og veru milda áfallið,“ sagði hún. Johnson sagði að flóðbylgjan hefði sýnt fram á hversu erfitt væri að koma hjálparsveitum á milli landa, ekki væri aðeins við eyðileggingu að eiga heldur einnig tólf ólíkar ríkisstjórnir og tólf tollayfirvöld. ■ Rauði krossinn leiðbeinir um aðstoð vegna náttúruhamfara: Best að treysta á heimamenn LEITAÐ AÐ LÍKUM FÓRNARLAMBA Þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu liðnar frá því flóðbylgjan skall á löndum Asíu og Afríku er enn leitað að líkum þeirra sem fórust. Í Indónesíu vinna hvort tveggja hermenn og sjálfboðaliðar að leitinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.