Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 18

Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 18
18 Íslensk heimili kaupa borðbúnað, glös, eldhús- og heimilisáhöld fyrir 18.553 krónur á ári. Íbúar dreifbýlisins verja mun minna fé í slíkan varning en höfuðborgarbúar. SVONA ERUM VIÐ Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur engin viðbrögð fengið frá olíufélögunum vegna bréfs sem hún sendi þeim í haust þar sem óskað var eftir því að þau hefðu frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau viðhöfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar. Bæjarstjórnin taldi að verðsamráðið hefði valdið Vestmannaeyjabæ, íbúum bæjarins og fyrirtækjum tjóni. Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vestmannaeyjalist- ans, sagði þá að Vestmannaeyjabær myndi leita réttar síns og hann vonast eftir jákvæðum undirtektum olíufélag- anna í samræmi við afsökunarbeiðnir þeirra sem birtust í kjölfar úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráð félag- anna. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist engin svör hafa fengið frá olíufélögunum, hvorki form- leg né óformleg. „Við bíðum spennt. Við reiknuðum með því að fá svör frá þeim enda buðum við þeim að koma með tillögur um hvernig mætti bæta bænum tjónið. Það er líka að mínu mati lág- markskurteisi að svara erindum sem þessum. Einhverra hluta vegna hefur staðið á svari.“ Bergur segir greinilegt að það þurfi að ítreka beiðnina. Bæjarstjórnin hefur ekki metið tjónið sem bæjarsjóður varð fyrir vegna samráðs olíufélaganna. Skýr dæmi um samráð eru í niðurstöðu samkeppnisráðs og Bergur segir aug- ljóst að olíufélögin hafi skipt með sér verkum. „Við vildum bjóða olíufélögun- um að setjast niður með okkur og gera tillögu um lausn á þessu máli.“ Hann segir hljóðið þungt í bæjarbúum vegna samráðsins. Olíufélögin hafa ekki svarað Vestmannaeyjabæ EFTIRMÁL: SKAÐABÆTUR VEGNA VERÐSAMRÁÐS 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Vestfirðingur 2004 valinn Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guð- mundsson, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Mugi- son, er Vestfirðingur ársins 2004 að mati lesenda vefritsins bb.is. Örn Elías hefur staðið sig frábær- lega á tónlistarsviðinu á undan- förnum árum og sérstaklega á því síðasta, en þá gaf hann m.a. út plötuna Mugimama (Is This Mon- keymusic?), sem fjölmargir gagn- rýnendur hafa valið bestu plötu ársins. Þá samdi hann tónlistina við kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Næsland, auk þess sem hann er tilnefndur til fimm verðlauna á Íslensku tónlistar- verðlaununum sem veitt verða í næsta mánuði. Örn Elías stóð einnig í samvinnu við föður sinn og fleiri aðila fyrir tónlistarhátíð- inni Aldrei fór ég suður, sem hald- in var á Ísafirði um síðustu páska. Með tónlistarhátíðinni varð hin árlega skíðavika á Ísafirði að eftirsóknarverðum viðburði, sem vel var sóttur. Þá hefur Örn Elías verið duglegur við að kynna heimaslóðirnar, eða eins og fjöl- margir lesendur sögðu: „Mugison er ein besta kynning sem Vest- firðir hafa fengið um langt skeið.“ 72 einstaklingar fengu atkvæði í kosningunni, sem stóð frá miðj- um desember og fram til áramóta. Atkvæðin voru vel á fjórða hundraðið og fengu þeir sem voru í 1.-4. sæti rúmlega helming þeirra. Faðir Arnar Elíasar, Guðmund- ur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, tók við viður- kenningu sonarins á laugardag, sem eru eignar- og farandgripir sem smíðaðir eru af Dýrfinnu Torfadóttur, gullsmið í Gullauga á Ísafirði. „Þetta er agalega mikill heiður. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég hef gert svona merkilegt. Per- sónulega finnst mér það mitt mesta afrek á liðnu ári að hafa barnað unnustu mína,“ sagði Örn Elías er honum voru tilkynnt úrslitin, en Rúna Esradóttir, verðandi barnsmóðir hans, verður að líkindum léttari eftir um mán- uð. „Þar á eftir eru það kannski þessar tvær plötur sem ég gaf út. Svo finnst mér mjög gaman að hafa átt þátt í tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin var á Ísafirði um síðustu páska.“ Aðspurður segist hann vonast til að titillinn „Vestfirðingur árs- ins 2004“ gefi tóninn fyrir það sem koma skuli á þessu ári og vís- ar þar til fimm tilnefninga sem hann hefur hlotið til Íslensku tón- listarverðlaunanna sem afhent verða í næsta mánuði. „Það væri gaman. Annars er ég furðu lostinn yfir að hafa hlotið þessi verðlaun. Mér finnst Jón Fanndal Þórðarson Síðumúla 13 Opið 10 - 18 Sími 568-2870 ÚTSALA ÚTSALA 60 – 80 % Ótrúlega lágt verð Dæmi um verð: Áður Núna Riffluð peysa 6.500.- 1.400.- Rennd peysa 5.900.- 1.900.- Rúllukragapeysa 6.200.- 1.900.- Vafin peysa 4.800.- 1.900.- Peysa m/V-hálsmáli 4.700.- 1.400.- Satín toppur 5.300.- 1.900.- Bolur m/perlum 6.600.- 1.900.- Bolur m/áprentun 3.700.- 900.- Skyrta 4.000.- 1.500.- Túnikublússa 4.700.- 900.- Hettupeysa 4.900.- 1.900.- Sítt pils 6.300.- 900.- Flauelsjakki 6.400.- 1.900.- Dömujakki 5.600.- 900.- Vatteruð úlpa 6.800.- 2.900.- Leðurbuxur 11.200.- 2.900.- Kvartbuxur 4.900.- 900.- Dömubuxur 5.800.- 900.- Slá með tveir fyrir einn. Fyrir þorrablótið og árshátíðina Dúkar, servíettur og kerti í miklu úrvali Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 27 Lotus TexStyle dúkarúlla 1,2 x 50 m 5.696.- Bosíus kerti 24,5 cm, 30 stk. 598.- Lotus NexxStyle servíettur 39 x 39 cm, 80 stk. 276.- Verð frá M YN D IR B B .IS Lesendur bb.is völdu tónlistarmanninn Örn Elías Guðmundsson, sem betur er þekktur undir listamannsnafn- inu Mugison, Vestfirð- ing ársins 2004. Plata hans Mugimama (Is This Monkeymusic?), er að margra mati besta plata ársins. VERÐLAUNIN AFHENT Guðmundur M. Kristjánsson, faðir Arnar Elíasar, tekur við viðurkenningu og farandgrip úr hendi Arnar Torfasonar í Gull- auga (til vinstri) og Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, fréttastjóra bb.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.