Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 36
F2 6 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR                                           !" " #! $%!&'(") !"'" ) #! "*+),,!$!-$ !-. ) " "'(% /) *0$#1  /)!! ! 2 0  "  %$!) /1 !'(")*0$%!! /.)3! )'4!$ ) %$!"!! 0//!  2-  )*0 $/)1/! )" % )!)   " "'(% /)*0#/  $#&'5 '6 )'!$)+7)')" " !)" "#! #8 !&1/!/ !$6) !) !  " "  3 !  ) ! 9)": ;.%!/"$ ) ! " "/) ! )  /<. )=! !>: ;?    ! )/"97,/)" "/ !  )$"!+7) @/!  A 5! "B ) =/%,'" "/!"/)!    /!)$ .%!/"$ )   < 2CCD" 1  /%!  $0 !E"   ) " " /)-#=" - % . ! ' )" "? #! " "$/)#6 !/    =  A")  ! 'D !! !FG" " -$) $ ! /!/*  !- $ #)% / "$/!# # )@  1 # *  # ") $.$) ) )! /!  ! ) -6$H'" )6/+/ #" " +7)" ""/ $#F&'5 '6 )?                                      !  "           Ólafur Þórðarson, myndlistarmaður og hönnuður, hefur ver- ið búsettur í Banda- ríkjunum í meira en tuttugu ár. Freyr Gígja Gunnars- son sló á þráðinn til hans í New York og ræddi við hann um borgarskipulag, arki- tektúr og stríðið í Írak. Ólafur býr sunnan við það svæði þar sem World Trade Center, Turnarnir tveir, stóðu eitt sinn, í miðju fjármála- hverfi New York-borgar. Hann segist þó sjálfur búa milli Guðs og skrattans því íbúðin hans liggur mitt á milli Trinity-kirkjunnar og klámbúllna. Þrátt fyrir þessa löngu dvöl í Banda- ríkjunum segir Ólafur það ekki hafa verið fyrir fram skipulagt. „Aðstæðurn- ar og örlögin höguðu því einfaldlega þannig að ég er búinn að vera lengi hérna, „ segir hann en Ólafur starfar í dag sem kennari við Rhode Island School of Design samfara því að vera listamað- ur og hönnuður. Hann reynir að fylgjast vel með því sem er að gerast heima á Íslandi í arki- tektúr og hefur mjög sterkar skoðanir á skipulagsmálum og þá ekki síst borgar- skipulaginu. „Það er verið að gera marga góða hluta í húsnæðisarkitektúr og innanhússarkitektúr á Íslandi. Hins vegar hefur borgarskipulagið staðnað svolítið.“ Hann segir eina ástæðu þess vera að vegir og bílar fái of miklu ráðið við gerð borgarskipulags á Íslandi. „Íslendingar hafa ef til vill ekki skilið hvað hugtakið “lifandi gata” þýðir. Gata er ekki bara fyrir bíla, heldur er samblanda af mörgum þáttum. Í fyrsta lagi er það gatan sjálf, þar sem umferðin er, svo gangstéttin fyrir gangandi vegfarendur og loks hliðarnar að bygging- unum sem liggja að gang- stéttunum. Miðbærinn í Reykjavík er því í raun það eina sem kemst næst því að vera borg.“ Að skilja hugtökin Ólafur segir Íslendinga ef til vill ekki hafa alist upp við alvöru borgargötu en margir hafi kynnst þeim í ferðum til evrópskra borga. Við gerð borgarskipulags hafi vegagerðin forgang. Þessu til stuðnings nefnir Ólafur til- lögur Vega- gerðarinn- ar um bygg- ingu nýrrar brúar á Selfossi. „Þegar keyrt er austur er yf- irleitt farið í gegnum Selfoss, og öll verlsun sem liggur við aðalgötuna treystir á þessa um- ferð. Samkvæmt till- ögunni á hins vegar að færa veginn út fyrir bæinn, þannig að enginn keyrir leng- ur í gegnum bæinn og Selfoss verður óvirkur og deyr. Það er í það minnsta mín spá, ef þessi tillaga nær fram að ganga.“ Hann líkir þessu við vöðva sem hættir að fá blóðflæði og hættir þannig að virka. „Þegar ný hverfi eru byggð á Íslandi er lögð hringslaufa í kringum þau og umferðin fær ekki að flæða í gegn. Þetta verður til þess að hverfið fæðist andvana, það er, án virkrar götumyndar.“ Ólafur segir að þrátt fyrir þessa miklu vakningu sem hafi átt sér stað í áhuga á arkitektúr á Íslandi sé spurning hvort Íslendingar skilji hvað er að ger- ast og bendir til dæmis á að flestir viti að það þurfi að þétta byggðina í Reykjavík. Þeir séu hins vegar fáir sem viti hvað hugtakið „þétt byggð“ þýði. „Þétting byggðar er ekki bara ákveðin nýting á landsvæði, þetta er ekki einhver tala. Eitt málið við þéttingu byggðar er að leyfa henni að þróast innbyrðis og þéttast þannig í gegnum innbyrðis fjölbreytni.“ Arkitektúr nýting á rými Muninn á hönnun og listsköp- un segir Ólafur vera að hönn- uður vinni með einhverja hluti sem hafi virkni og séu praktískir á einhvern máta. List geti líka á vissan hátt líka hagnýt, en hún byggi tilvist sína á einhvers konar hugmyndum. „Arkitektúr er í raun samspil hönnunar og listar. Ef þú horfir á listaverk sérðu einhverja rýmisnotkun. Þegar þú nærð að færa samskonar rýmisnotkun út fyrir listaverkið og inn í byggingu eða hönnun, þá ertu kominn með arki- tektúr.“ Gott dæmi segir Ólafur vera listasafnið í Bilbao á Spáni. ,,Safnið sem Frank Gehry hannaði er hálfgerð- ur skúlptúr og þar var ekki byrjað með hagnýtingu heldur skúlptúr. Við bygg- inguna skiptir skúlptúrinn mestu máli enda er hann áhugaverðastur, en þar með er ekki sagt að ekkert sé lagt upp úr verkfræðinni, þó að myndir af loft- ræstikerfinu í safninu séu ekki aðaláherslan í blöðunum.“ Halda með sínu liði Ólafur reynir að drekka í sig fréttir og fylgist vel með. Hann býr enda við staðinn þar sem stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum byrjaði. „Innrásin í Afganistan var ef til vill eðlilegur hlut- ur og afleiðing, en stríðið í Írak er allt annar handleggur.“ Hann segist ekki geta fylgst með bandarískum fréttum af stríðinu, enda séu þær mjög einhæfar, þetta sé auglýsingaskrum og æsifrétta- mennska. „Þetta er svona svipað eins og að vera KR-ingur, og vilja bara heyra af góðu skotunum, en ekki hvernig leikur- inn fór.“ Ólafur segist því sækja sínar fréttir af netinu. „Ég hafði ekki séð neitt graf yfir látna bandaríska hermenn, þannig að ég bjó mér til eitt slíkt sjálfur, sem er hangandi fyrir framan mig. Þegar spít- alinn í Fallujah var að ná í lík voru 550 af þeim, börn, gamalmenni og konur. Þetta var ekki mikil frétt í Bandaríkjun- um.“ Hann segist skynja aukna andstöðu við stríðið, en því miður sé þetta svona svipað eins og fótboltaleikur. „Þú held- ur með þínu liði, sama hversu mikið það kostar.“ Honum finnist Bandaríkja- Bukowski „Þetta er fimmtán cm hátt mjúkt klukkuboddí sem er í senn skráning á dags- ins viðburðum í lífi bóhemlistamannsins og óður til skáldsins Charles Bukowski.“ Býr milli Guðs og skrattans

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.