Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 40

Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 40
Ásberg er afslappaður þegar hann tek- ur á móti blaðamanni og ljósmyndara. Hann býður upp á kaffi úr rauðappel- sínugulum bollum sem eru alveg í stíl við stólana í stofunni. Húsið hefur ver- ið mikið í umræðunni upp á síðkastið en það var auglýst til sölu á dögunum. Í grein sem birtist í DV rétt fyrir jól var sagt frá því að um væri að ræða eitt dýrasta heimili Íslandssögunnar og það fengist fyrir 200 milljónir með innbúi og öllu. Ásberg vill nú ekki meina að þetta sé dýrasta heimili landsins enda færist það í vöxt að fólk kaupi sér dýrar húseignir. Í hans huga er þetta bara venjulegt hús. Hann segir jafnframt að hann hafi eytt töluverðum fjármunum í það og muni ekki láta það nema fyrir rétt verð. Húsið er óselt en Ásberg er ekki farinn að örvænta og er sannfærð- ur um að það sé markaður fyrir slíkar eignir hér á landi. „Ég verð einn í heimili í lok janúar því sonur minn er að flytja að heiman. Mér finnst alger óþarfi að hafa þetta stóra húsnæði fyrir mig einan. Þar fyrir utan dvel ég mikið erlendis,“ segir Ás- berg, sem er ættaður að vestan. Hann var með útgerð á Ísafirði en flutti í bæ- inn fyrir tíu árum. Nú starfar hann við gjaldeyrisviðskipti ásamt því að vera með fiskvinnslu í Kópavogi. Hátt til lofts og vítt til veggja Blikanes 20 er 470 fermetrar en þar af er 52 fermetra bílskúr. Húsið er stein- steypt, pússað og málað að utan en hluti framhliðarinnar er klæddur líparítstrendingum. Sólvarnargler gefur gluggunum sérstakt yfirbragð. Þegar Ásberg festi kaup á húsinu var það fokhelt og það kom aldrei neitt annað til greina en að láta arkitekt hússins, Pálmar Kristmundsson, ljúka verkinu. Húsið er á þremur pöllum. Á jarðhæð er anddyri, gestabaðherbergi, þvottahús, bílageymsla og þjónustu- íbúð. Á miðpalli er stofa, borðstofa, eldhús og miðjurými með þakglugga. Á efsta palli eru svefnherbergin, bað- herbergi og fjölskylduherbergi. Heim- ilið er gríðarlega tæknivætt. Það hefur að geyma Instabuss-stýrikerfi, en Helgi í Lúmex hannaði lýsinguna. Tæknileg hljómflutningstæki frá Bang og Olufsen fá að njóta sín en alls eru níu sjónvarpstæki frá sama merki. Hljóðkerfið í húsinu er allt tengt sam- an. Húsið er kynt með geislahitun, þannig að ofnarnir eru undir gólfinu. Geislahitunin gerir það að verkum að ljótir ofnar þurfa ekki að eyðileggja fegurðarskynið. Áður en loftið var hannað var rýmið hljóðmælt og því er hljómurinn í húsinu stórgóður. „Þótt það sé hátt til lofts bergmálar ekki neitt. Á Þorláksmessu var ég með skötuveislu og þá kom mormónakór í heimsókn og söng. Það hljómaði mjög vel. Í svona rýmum eins og þessu, þar sem er mikið af hörðu efni eins og gleri, flísum og stáli, hefur það heil- mikið að segja að loftið sé rétt hann- að,“ segir hann. Það vekur athygli að það eru engin gluggatjöld í húsinu nema í herbergj- unum en þar eru myrkragardínur. „Það sést ekki mikið inn um glugg- ana á daginn en það sést örlítið betur inn á kvöldin. Ég hef prufað að hafa gluggatjöld en mér fannst það breyta svip hússins algerlega og kunni ekki við það.“ Hjartað slær í eldhúsinu Eldhúsið er hjarta heimilisins enda einn af uppáhaldsstöðum Ásbergs í húsinu. Þar spilar eik stórt hlutverk í bland við granít, burstað stál og sandblásið gler. Borðstofuborðið er alveg í stíl við inn- réttinguna úr graníti en stólarnir við borðið eru úr Exó. „Þar sem ég er í gjaldeyrisviðskiptum get ég nánast unnið hvar sem er svo framarlega sem nettenging, GSM-sími og tölva eru til staðar. Ég vinn mikið heima og þá finnst mér einna best að vinna í eldhúsinu,“ segir Ásberg, sem er með flatan tölvuskjá áfastan við eld- húsinnréttinguna. Undir innréttingunni er hægt að draga út lyklaborð. Veglegur glerveggur aðskilur stofu og borðstofu. Hann er yfirleitt opinn en það er hægt að loka glerhurðunum þegar það hentar og þá er hann algerlega hljóðein- angrandi. Í húsinu eru tvær tegundir af gólfefnum; sandsteinn og gegnheilt eikarparkett. Hurðirnar ná allar upp í loft og eru ýmist sprautulakkaðar eða úr eik. Í húsinu eru þrjú baðherbergi og eru þau öll í sama stíl; marmaramósaíkflísar á veggjum og sandsteinn á gólfunum. Á baðherbergjunum er mikið lagt í öll smáatriði. Þrátt fyrir að sturtan á efsta pallinum sé úr gleri sjást hvergi sjampó- brúsar því þeir eru faldir í sérstökum hirslum og við klósettið er flottur blaða- rekki. Í húsinu er lögð mikil áhersla á skápa og í borðstofunni eru til dæmis sérhannaðir skápar fyrir öll hleðslutæki, myndavélar og tölvur. Það er sem sagt ekkert sem truflar auga fagurkerans. Aðspurður um áhuga á hönnun og arkitektúr segist Ásberg fyrst og fremst vera fagurkeri. „Mér finnst betra að arkitektar og fagmenn vinni verkið. Þetta hefði ekki komið svona vel út ef það hefði verið húsmóðir sem hefði verið að skipta sér af,“ segir hann og glottir út í annað. Hann vill meina að konur séu verstu vinir arkitektanna því þær hafi alltaf svo sterkar skoðanir á öllu. „Ég hef mjög góða reynslu af því að gefa arkitektum frjálsar hendur og myndi gera slíkt hið sama ef ég myndi byggja aftur. Það eina sem ég myndi fara fram á væri að hafa stóran bílakjall- ara í húsinu.“ Húseignin Blikanes 20 í Garðabæ hefur fengið gríðarlegt lof fyrir fallega hönnun og var tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna 2004. Einnig hafa myndir af húseigninni birst í erlendum fag- tímaritum eins og Plaza Magazine og Wall- paper. Heiðurinn á arki- tektinn Pálmar Krist- mundsson, sem fékk algerlega frjálsar hend- ur við hönnun hússins. Eigandinn, Ásberg Pét- ursson, setti honum þó nokkur skilyrði, húsið yrði að vera mínímalískt og laust við allt óþarfa prjál. Marta María Jón- asdóttir heimsótti Ás- berg og kynnti sér inn- viði hússins. Innlit í 200 milljóna húsið í Arnarnesinu: EKKERT ÓÞARFA PRJÁL F2 10 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Flottheitaeldhús Eldhúsið er hjarta heimilisins og sérhannað fyrir húsbóndann, sem vinnur mikið heima. Hann er með sérstakan tölvuskjá festan við borðplötuna og undir henni er vel falið lyklaborð. Innréttingin er sérsmíðuð hér heima og er úr eik. Ásberg segir þó að eldhúsið sé ekki sérlega mikið notað við matreiðslu því hann borðar yfirleitt niðri í þjónustuíbúðinni. Þegar hann heldur veislur kemur þetta myndarlega eldhús að góðum notum. Myndarlegt rými Hægt er að horfa nið- ur í anddyrið af pallinum á þriðju hæð. Hrái veggurinn setur svip sinn á rýmið. Allt sérsmíðað Sturtuklefinn er sérsmíð- aður hérlendis. Á veggjunum eru marm- aramósaíkflísar en á gólfinu er sand- steinn eins og í stofunni og eldhúsinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.