Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 41

Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 41
F211FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 Horft yfir af svefnherbergispallinum Sandsteinninn á gólfunum fer vel með eikar- parkettinu. Þegar staðið er á þessum palli er hægt að sjá í báðar áttir, bæði til austurs og vesturs. Þægindin í fyrirrúmi Á miðpallinum er æðislegur hægindastóll frá Moroso þar sem gott er að hvíla lúin bein. Hann er það breiður að hann rúmar auðveldlega tvo full- orðna. Vasarnir í gólfinu eru frá Exó. Þægilegir stólar Ásberg hafði ekki trú á að stólarnir frá Moroso væru þægilegir þegar hann sá þá fyrst. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hlýlegt svefnherbergi Hjónaherbergið er vel búið öllum græjum. Inni af því er myndarlegt fataherbergi. Stílhrein stofa Horft úr eldhúsinu inn í stofuna. Fremst á myndinni er veglegt borðstofuborð úr graníti. Stólarnir við borðið eru frá Exó. Húsgögnin í stof- unni eru öll frá ítalska hönnunarfyrir- tækinu Moroso. Myndirnar tvær við endavegginn eru eftir Sigtrygg Bald- vinsson. Bíladellukarl Ásberg er mikill bíladellu- karl og hefur smekk fyrir lúxusbifreið- um. Ef hann myndi byggja aftur myndi hann vilja bílakjallara svo hann þyrfti ekki að vera með húsnæði annars stað- ar fyrir bílaflotann. 200 milljón króna húsið Húsið er stein- steypt, pússað og málað að utan en hluti framhliðarinnar er klæddur líparít- strendingum. Sólvarnargler gefur glugg- unum sérstakt yfirbragð. Arkitektinn Pálmar Kristmundsson hannaði einnig lóð hússins. Í garðinum er heitur pottur, saunaherbergi, glerskáli og búningsher- bergi með nuddbekk. Yfirmáta þægilegt Er það ekki draumur flestra að geta horft á uppáhaldssjónvarps- þáttinn sinn í baðinu? Í húsinu er hugsað fyrir öllu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.