Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 46

Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 46
F2 16 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Ný stutt kvikmynd eftir Bjargeyju Ólafsdóttur verður sýnd á einkasýn- ingu Bjargeyjar, sem opnuð verður á föstudagskvöld í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. Með hlutverkin í myndinni fara þau Kristján Franklín Magnús og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Söguhetjan í myndinni fær það sem hún hefur alltaf óskað sér, en þá bregður svo við að hún saknar þess sem hún hafði. Eiginmaður hennar lenti í slysi sem breytti skapgerð hans. Hann sem áður var erfiður í sam- búð er nú ljúfur sem lamb en eigin- konan sem hafði óskað sér persónu- leikabreytinga er miður sín og ósátt við manninn nú þegar hann er loks orðinn blíður og meir. Að lokum kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist og hún átti ekki að láta blekkjast af viðkvæmu útliti hans. Myndin nefnist Ég missti næstum vitið og er hluti af innsetningunni Láttu ekki viðkvæmt útlit mitt blekkja þig, sem samanstendur af ljós- myndum og umræddri mynd. Á föstudagskvöldið verða einnig opnaðar tvær aðrar sýningar í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Önnur þeirra er fyrsta yfirlitssýn- ing hins kunna breska ljósmyndara Brian Griffin, sem hefur á löngum ferli starfað fyrir tímarit, tískufyrir- tæki, auglýsendur, tónlistarfólk og stórfyrirtæki, auk sjálfstæðra verkefna. Loks kynnir myndlistarmaðurinn Þórður Ben Sveinsson hugmyndir sínar um borg náttúrunnar en mark- mið listamannsins er að benda á þau djúpu og afgerandi áhrif sem skipulag borgarinnar hefur fyrir það samfélag sem hún fóstrar. Fimmtudagur... ... í hádeginu verða tónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkju- lundi. Gunnlaugur Þór Briem leikur á píanó, en þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð sem efnt er til nú í janúar og febrúar í tilefni af fertugsafmæli skólans. ... lögin hans Sig- valda Kaldalóns eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Í Salnum í Kópavogi ætla þau Ólafur Kjartan Sigurðar- son barítón, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzósópran, Sess- elja Kristjánsdóttir mezzósópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- ór, Snorri Wium tenór og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari að flytja lög Sigvalda á tónleikum, sem haldnir eru klukkan 20 í tilefni af útgáfu geisla- disksins Svanasöngur á heiði. ... þeir sem hafa gaman af djassgítarleik ættu að bregða sér á Nasa við Austurvöll þar sem franski gítarleikar- inn Sylvain Luc kemur fram ásamt hinum íslenska Birni Thoroddssen. Föstudagur... ... rokkunnendur ættu endilega að bregða sér á Grand Rokk þar sem hljómsveitirnar Darkhammer, Hot Damn og Shadow Parade láta gamminn geisa. Tónleikarnir hefjast klukkan 23. ... listunnendur gætu gert margt vit- lausara en að leggja leið sína í Kubbinn, sem er sýningarsalur Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Klukkan 15 opnar Þóra Gunnars- dóttir sýningu sem ber heitið „Hvísla- Öskra“ og hefst með gjörningi. Í saln- um verða síðan til sýnis skúlptúrar, sem verða til á gjörningnum. ... um kvöldið verða síðan opnaðar þrjár sýningar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Bjargey Ólafsdóttir sýnir kvikmynd sína Láttu ekki við- kvæmt útlit mitt blekkja þig. Áhrifa- valdar nefnist yfirlitssýning á ljósmynd- um eftir Brian Griffin. Loks sýnir Þórður Ben Sveinsson hugmyndir sínar um Borg náttúrunnar. Laugardagur... ... Íslenski dans- flokkurinn efnir til fjölskyldusýningar í Borgar leikhúsinu þar sem sýnd verða þrjú verk sem öll ættu að geta höfðað til yngri kynslóðarinnar ekki síður en hinna sem eldri eru. Verkin eru Bolti eftir Katrínu Hall, Æfing í Paradís eft- ir Stijn Celis og The Match eftir Lonneke van Leth. Sýningin hefst klukkan 14. ... Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar efnir til nýárs- tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 17 á laugardaginn, eins og hefð hefur skapast fyrir undanfarin ár. Hljóm- sveitin flytur ásamt Guðrúnu Ingi- marsdóttur sópransöngkonu Vínar- ljóð, óperettuaríur, polka, valsa og aðra gleðitónlist. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik og er jafnframt konsert- meistari. ... klukkan fimm hefjast svo aðrir nýárs- tónleikar í Kirkjulundi í Reykjanesbæ þar sem Óperukór Hafnar- fjarðar syngur á síð- kjólum, bregður á leik og skapar sanna Vínarstemningu. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir sópran. Hún syngur einnig einsöng ásamt Snorra Wium tenór og nokkrum öðrum söngvurum úr röðum kórfélaga. Píanó- leikari er Peter Máté og fiðluleikari Guðný Guðmundsdóttir. 3 dagar... Í tilefni bóndadagsins 21. janúar veitum við konum einstakt tækifæri á að gera vel við bónda sinn. Frí gisting á Hótel Örk ef keyptur er þriggja rétta hátíðarkvöldverður hússins. Einnig boðið upp á þorramat. Verð einungis 4.900,- krónur á mann. Morgunverður af hlaðborði innifalinn. Tilboð gildir fyrir föstudaginn 21. janúar og laugardaginn 22. janúar. Sé keyptur hátíðarkvöldverður (eða þorramatur) bæði kvöldin er verðið einungis 9.500,- krónur á mann og gisting frí frá föstudegi til sunnudags. Rómantísk lifandi tónlist fram eftir nóttu. Tökum að okkur þorrablót fyrirtækja, átthagafélaga, vinahópa og félagasamtaka. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 www.hotel-ork.is, info@hotel-ork.is Ekki er allt sem sýnist BÍÓ Kvikmyndin Finding Neverland verður frum- sýnd annað kvöld. Hún er byggð á ævi skoska leikrita- skáldsins James Matthew Barrie sem er þekktur fyrir söguna um Pétur Pan. Myndin fjallar um aðdragandann að sögunni um Pétur Pan. Matt- hew (Johnny Depp) hefur gengið nokkuð illa að semja vinsælt leik- rit. Þegar hann hittir ekkju nokkra (Kate Winslet) og dreng- ina hennar fjóra fær hann smám saman hugmyndina að sögunni um dreng sem vill ekki eldast. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Kate Winslet, Dustin Hoffman, Julie Christie, Joe Prospero, Ian Hart og Luke Spill. Leikstjóri: Marc Forster sem síðast leikstýrði Óskarsverðlauna- myndinni Monster ‘s Ball með Halle Berry í aðalhlutverki. Orðspor: Myndin fær prýðisgóða dóma. Hefur hún þegar verið sögð líkleg til afreka á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Á föstudag verður einnig frum- sýnd gaman- myndin Lemony Snicket’s A Series of Un- fortunate Ev- ents með Jim Carrey í aðal- hlutverki. Myndin fjallar um hin þrjá munaðarlausa krakka. Fjarskyldur ættingi þeirra, Olaf greifi, vill hrifsa frá þeim auðæfi sem for- eldrar þeirra létu eftir sig og beit- ir til þess öllum brögðum. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Meryl Streep, Jude Law, Emily Browning, Liam Aiken, Kara Hoffman og Shelby Hoffman. Leikstjóri: Brad Silberling sem er nokkuð óreyndur í faginu. Orðspor: Myndin hefur fengið góðar viðtökur og Jim Carrey þykir fara á kostum í aðalhlut- verkunum í sínum fjölmörgu gervum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.