Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 48
Breski ljósmyndarinn Brian Griffin hefur tengst Íslandi sterkum böndum eftir að hann gekk að eiga fyrirsætuna og skart- gripahönnuðinn Brynju Sverrisdóttur. Þau Brynja voru ekki búin að þekkjast lengi þegar þau gengu í hjónaband og búa nú á tveimur stöðum, í Lundúnum og á Íslandi. Á morgun verður ljós- myndasýning Brians opnuð í Hafnarhús- inu – Listasafni Reykjavíkur, en hún er fyrsta yfirlitssýning verka hans. Hún nefnist „Áhrifavaldar“, því í henni er ekki farið í tímaröð yfir feril hans, heldur litið til þeirra áhrifa sem hafa mótað þá sýn sem kemur fram í verkum hans. Áhrifa- valdarnir eru margir og mismunandi, allt frá æsku hans í drungalegu iðnaðarlands- lagi upp í trúarlegar myndir og kynni hans af landinu í norðri, Íslandi. „Ég ákvað að halda sýninguna á Ís- landi fyrst og fremst út af Brynju en hún hefur hjálpað mér gríðarlega mikið við undirbúning hennar. Að öðru leyti fannst mér miklu meira spennandi að halda sýninguna hérna en í Lundúnum. Það ætti ekki að koma fólki á óvart því ég hef alltaf starfað á jaðrinum og hef alltaf átt erfitt með að gera málamiðlan- ir. Það opnaðist líka fyrir mér alveg nýr heimur þegar Brynja kom inn í líf mitt. Hún á stóra fjölskyldu, sem var algerlega nýtt fyrir mér þar sem ég er einbirni. Í nútímanum hafa fjölskyldurnar í Englandi minnkað og í dag þykja fjöl- skyldur mjög stórar ef það eru þrjú börn á heimilinu,“ segir Brian. Hann viður- kennir að það hafi haft marga kosti að vera einkabarn en gallarnir hafi líka ver- ið til staðar. Hann hafi til dæmis oft ver- ið einmana sem barn. „Þar sem ég var mikið einn lærði ég að horfa á hluti í öðru ljósi, sem þroskaði ímyndunaraflið. Ég gat fylgst með hlut- um tímunum saman og skemmt sjálfum mér yfir þeim.“ Brian, sem oft hefur verið nefndur dökki prinsinn í ljósmyndaheiminum, tók sér hlé frá ljósmyndun um tíu ára skeið til að starfa við kvikmyndagerð. Eftir að hann sneri aftur segist hann hafa orðið miklu ánægðari með myndirnar sínar. Hann segir jafnframt að hann sé sérlega ánægð- ur með þær myndir sem hann hefur tekið undanfarið ár. Aðspurður um uppáhalds- myndina segir hann erfitt að svara því enda hafi hann tekið ógrynni af myndum í gegnum tíðina. Eftir langa umhugsun nefnir hann myndina af London Bridge. „London Bridge er alltaf jafn vinsælt myndefni og það er búið að mynda hana milljón sinnum. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægður með mína útgáfu af myndinni enda er hún mjög klassísk.“ „Ef þú ætlar að spyrja mig um pylsur þá get ég sagt þér að mér finnst þær vond- ar,“ segir hann og glottir út í annað og bætir við: „Súkkulaðikaka er uppá- haldsmaturinn minn þegar ég er á Ís- landi og allt sem inniheldur íslenskt súkkulaði.“ Blaðamaður bendir honum á þá staðreynd að súkkulaði sé ekki matur heldur flokkist sem sætindi. „Íslenski maturinn minnir mig á það fæði sem ég ólst upp við og því get ég ekki sagt að hann sé mjög hátt skrifaður. En það er kannski bara af því ég er orð- inn svo spilltur. Mér finnst lambakjöt æðislegt og ég fer oft á Jómfrúna til að fá mér smurbrauð, á 101 til að fá mér ham- borgara og á Austur Indía félagið. Ég fer líka stundum á veitingastaðinn á Stokks- eyri. Þar hef ég fengið humar og lamb sem bragðast bæði stórvel.“ Ljósmyndabók til heiðurs langafa Á yfirlitssýningu Brians verður eigin- konan með innsetningu sem hún kallar Umvafin náttúrunni. Í verkið notar hún gull, gler, við og vatn. Hún vill ekki lýsa því frekar heldur verður fólk að líta á það með sínum eigin augum. Ljósmyndabókin, Áhrifavaldar, mun einnig líta dagsins ljós á morgun. Í henni eru um 50 ljósmyndir eftir Brian en hún er tileinkuð langafa Brynju, Erlingi Fil- ippussyni, sem starfaði sem grasalæknir. Hann var einnig ljóðskáld og eru fimm ljóð eftir hann í bókinni. Ljósmyndabók- in er ekki hefðbundin að neinu leyti því hún er á stærð við sálmabók, hvít að lit með gylltum stöfum og fjólublái liturinn gefur henni hátíðlegan blæ. Ísland innblástur „Við Brian kynntumst upphaflega því mig vantaði svo ljósmyndara til að vinna með mér að þessu verki. Þegar við hittumst fyrst grunaði mig ekki að við myndum giftast,“ segir hún og brosir út í annað. Hann er líka þakklát- ur enda hefur Ísland fært honum nýja sýn. „Ég fæ mikinn innblástur með því að dvelja hérna. Ísland er heimili mitt núna. Þó ég eyði meiri tíma í Lundún- um þá er Ísland heimili mitt í hugan- um,“ segir Brian. Sýningin hefur vakið mikla athygli erlendis og við opnun sýningarinnar koma hingað til lands blaðamaður frá Tageszeitung í Berlín, ritstjóri British Journal of Photo- graphy, blaðamaður breska tímaritsins Professional Photographer auk blaða- manns frá Sunday Times Magazine, sem verður með sex blaðsíðna umfjöl- lun um Brian og sýningu hans í febrúareintaki blaðsins. Þar að auki kemur hingað fjöldi manns frá Bretlandi sem tengjast Brian og Brynju á einn eða annan hátt. Þess má geta að sýningin hefði ekki orðið að veruleika hefði hún ekki notið stuðnings frá Baugi Group og Icelandair. Skylda að hata United Einhverjir heitustu stuðningsmenn enskrar knattspyrnu hér á landi munu vafalaust sitja límdir fyrir framan skjáinn á hádegi núna á laugardaginn, en þá leiða tvö sigursælustu lið Englands, Liverpool og Manchester United, saman hesta sína á Anfield Road í beinni útsendingu Skjás eins. Formenn stuðningsmannaklúbbanna hér á landi segjast þó þurfa að gæta sín, enda séu þeir skáskyldir. Manchester United – Liverpool Guðbjörn Þór Ævarsson, formaður Unitedklúbbsins, og Sigursteinn Brynjólfsson, formaður Liverpoolklúbbsins. F2 18 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Bankastræti 11 ÚTSALA Guðbjörn Þór Ævarsson, formað- ur United-klúbbsins, hefur haldið með félaginu í mörg ár, og á meðal annars ársmiða á Old Trafford. Hann varð vitni að leikn- um fræga í Barcelona 1999 þegar United vann Bayern München í frægum leik. Svo skemmtilega vill til að Guðbjörn og fósturfað- ir Sigursteins eru systkinabörn. Eftirminnilegasti leikurinn milli Liverpool og United? „Ég man ekki alveg hvaða ár þetta var, en leikurinn þar sem liðin skildu jöfn á Anfield Road 3-3 var ákaflega skemmtilegur.“ Hataðasti leikmaður Liverpool? „Ég held að ég geti ekki tekið neinn einn út, ætli manni sé ekki jafn illa eða jafn vel við alla leikmennina þeirra.“ Af hverju United? „Þetta gerðist á hálfgerðu mótþróaskeiði, það héldu allir með Liverpool, svo ég fór bara að halda með United.“ Af hverju þetta hatur? „Ég held að þetta hatur sé nú bara á einn veginn, frá Liverpool-mönnum. Leikurinn á laug- ardaginn er bara einn leikur á langri leið. Ætli þetta svíði ekki dálítið hjá Púllurum, að það taki því ekki hjá United að vera illa við þá. Rígurinn er nú samt ekki meiri en svo að við höfum tekið flugvél saman til þess að fara leiki. Þetta skilja Englendingarnir ekki.“ Hvar er heimavöllur United á Ís- landi? „Við höfum hist í Klúbbnum uppi á Höfða, en þar hafa komist færri að en vilja.“ Hverjir verða meistarar ef ekki United? „Ég held að Chelsea eigi ekki eftir að klára þetta, heldur verði það Arsenal. Chelsea er að byggja allt sitt spil í kringum fáa leikmenn.“ Sigursteinn Brynjólfsson, formað- ur Liverpool-klúbbsins á Íslandi, segir að þrátt fyrir að Everton sé náttúrlega óvinur númer eitt komi United þar skammt á eftir. Hann segir að sakir náinna tengsla verði þeir að halda sig á mottunni. Eftirminnilegasti leikurinn? Það er án nokkurs vafa leikur þessara liða árið 2000 þegar ég var ásamt félögum mínum í klúbbnum á Anfield og varð vitni að 2-0 sigri Liverpool. Steven Gerrard og Robbie Fowler skoruðu þá mörkin og þetta var alveg ólýsan- legt.“ Hataðasti leikmaðurinn í röðum United? „Gary Neville, ekki nokkur spurning, hann hefur líka verið dug- legur með yfirlýsingarnar um hversu mikið hann hatar Liverpool.“ Af hverju Liverpool? „Ég man nú bara ekki eftir mér öðruvísi en að halda með Liverpool, held að ég hafi verið kominn í búninginn strax við fjögurra ára aldurinn.“ Af hverju þetta hatur? „Liverpool og Manchester eru nágrannaborgir og úti í Englandi er þetta alveg rosa- legur rígur. Hérna heima er þetta kannski svolítið í nösunum á mönn- um, þó að oft geti orðið heitt í kolun- um. Samt hefur það nú verið skylda hjá okkur Púllurum að hata United.“ Hvar er heimavöllur Liverpool á Íslandi? „Við höfum undanfarin ár hist á Players í Kópavogi, hlustað á lagið okkar „You’ll Never Walk Alone“ og stutt okkar lið. Þetta kemst svona næst því að vera á Anfield.“ Hverjir verða enskir meistarar ef ekki Liverpool? „Ég held að Chelsea eigi eftir að taka þetta.“ Ljósmyndarinn Brian Griffin valdi Ísland til að halda sína fyrstu yfirlitssýningu: Ísland færði mér nýja sýn Brynja Sverrisdóttir og Brian Griffin voru búin að þekkjast örstutt þegar þau gengu upp að altarinu. Á morgun opnar hann yfirlitssýningu á verkum sínum. Hún verður með inn- setningu á sýningunni og sam- an hafa þau búið til ljósmynda- bókina Áhrifavaldar, sem er til- einkuð langafa Brynju, Erlingi Filippussyni grasalækni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Áhrifavaldar Brians Griffin Sýningin er ekki línulegt yfirlit yfir verk ljósmyndarans heldur litið til þeirra áhrifa sem hafa mótað þá sýn sem kemur fram í verkum hans. H AR I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.