Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 61
29FIMMTUDAGUR 13. janúar 2004 Líkur eru á því að dollarinn haldi áfram að veikjast eftir að kom í ljós að viðskiptahalli Bandaríkjanna var mun meiri en búist hafði verið við. Viðskiptahalli Bandaríkjanna sló met í nóvember og var 60,3 millj- arðar dollara eða 3.800 milljarðar króna. Tíðindin komu á óvart, en búist var við því að hallinn myndi minnka frá fyrra mánuði og verða 54 milljarðar dollara. Fréttirnar felldu gengi dollar- ans, en mörgum kom á óvart að útflutningur Bandaríkjamanna minnkaði milli mánaða, þrátt fyrir veikingu dollarans og aukna samkeppnishæfni bandarískra útflutningsfyrirtækja. Útflutn- ingur Bandaríkjanna dróst sam- an um 2,3 prósent. Innflutningur jókst á móti um 1,3 prósent og olíuinnflutningur og innflutningur almennra neysluvara helsta ástæða aukins innflutnings. Búist hafði verið við því að lækkandi olíuverð myndi draga úr viðskiptahallan- um Viðbrögð við fréttunum eru mismunandi. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum leggja áherslu á að vöxtur efnahagslífsins sé meiri en í helstu viðskiptalöndum og muni það vinna á móti hallanum til lengdar. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, John Snow, segir hallann bera vott um sterkt efna- hagslíf og vaxandi eftirspurn í hagkerfinu. Hann boðar óbreytt- ar áherslur í stjórn efnahagsmála og sagði Evrópu og Japan þurfa að örva efnahagslífið heimafyrir. Hagfræðingar hafa efasemdir um að Bandaríkjamenn geti til langframa fjármagnað svo mik- inn halla með meiri hagvexti en í helstu viðskiptalöndum. Flest bendi því til þess að dollarinn muni veikjast enn frekar að óbreyttu. Markaðurinn virðist á sama máli og tekur ekki undir með ráðamönnum í Washington. Gengi dollarans féll um 0,78 prósent á fimm mínútum eftir að tölur um viðskiptajöfnuð Banda- ríkjanna birtust. Viðskiptahalli Bandaríkjanna fyrstu ellefu mánuði ársins er kominn yfir 35 þúsund milljarða króna og er þegar orðinn mun meiri en metárið 2003 þegar hann var 31 þúsund milljarðar króna. haflidi@frettabladid.is LEIGJA TIL LITHÁEN Flugleiðir hafa ásamt Gunnari Björgvinssyni og fleiri fjár- festum stofnað flugvélaleigu sem keypt hefur þrjár vélar og leigt til Litháen. Ný flugvéla- leiga Flugleiða Flugleiðir hafa haslað sér völl á nýju sviði flugvélaleigu með stofnun fyrirtækis í samvinnu við Gunnar Björgvinsson og fleiri í Lichtenstein. Fyrirtækið hefur keypt þrjár notaðar Boeing 737-500 flugvélar af írska flugfélaginu Aer Lingus og leigir þær til litháíska flugfélagsins Air Baltic Latwia sem er í eigu SAS og litháíska ríkisins, til fimm ára. Flugvélakaupin voru fjármögnuð af Íslandsbanka. Flugleiðir eiga 49 prósent hluta- fjár. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða segir að á undanförn- um árum hafi Flugleiðir byggt upp umtalsverða þekkingu á flugvélaviðskiptum og félagið hafi talið mikilvægt að nýta þessa þekkingu til að byggja upp nýja starfsemi innan Flugleiða- samstæðunnar. „Félagið hefur öðlast nauðsynlega reynslu og þekkingu við kaup, fjármögnun og endurfjármögnun á annan tug flugvéla sem það hefur notað í rekstri dótturfélaga sinna.“ Sigurður segir arðsemi verkefn- isins mjög viðunandi. - hh Óvæntur halli fellir dollarann HVERT STEFNIR DOLLARINN Stjórnvöld í Bandaríkjunum og sérfræðingar á markaði eru ósammála um stöðu dollarans. Stjórnvöld veðja á að hagvöxtur muni vinna upp á móti viðskiptahallanum, en hagfræðingar telja líkur á því að dollarinn muni veikjast enn frekar vegna viðskiptahallans. M YN D A P Hive eykur þjónustuna Netþjónusta Hive býður áskrif- endum sínum upp á að horfa á sjónvarpsstöðina PoppTíví í gegnum netið í mun betri gæðum heldur en áður hefur þekkst í netútsendingu. Hive býður upp á margfaldan gagnaflutningshraða á við aðrar netveitur auk þess sem notendur þurfa ekki að greiða aukalega fyrir niðurhal gagna frá útlönd- um. Fyrirtækið hyggst bjóða við- skiptavinum sínum mun fleiri sjónvarpsstöðvar auk kvik- mynda. - þk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.