Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 13.01.2005, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 33 Real Madrid í spænska boltanummun ganga frá samningi við Thomas Gravesen hjá Everton, sam- kvæmt nýjustu fregnum frá Spáni. Kaupverðið er tvær milljónir punda eða um 236 milljónir ís- lenskra króna. Tals- maður Everton sagðist hins vegar ekki vita til þess að liðin hefðu rætt saman um hugsan- lega sölu. David Moyes, fram- kvæmdastjóri Everton, sagði að Gravesen væri ekki á förum frá félag- inu. „Við spjöllum reglulega saman og vitum hvar við stöndum. Við vilj- um ekki missa hann og ég held að komi ekki til þess,“ sagði Moyes. Daninn Henrik Pedersen hjáBolton var settur á lista yfir leik- menn sem verður skipt út, aðeins 5 vikum eftir að samningur hans við fé- lagið var framlengdur. Pedersen, sem hefur skorað 9 mörk hjá Bolton, var vonsvikinn með ákvörðun félagsins. „Það er sérstaklega svekkjandi að heyra að liðið vilji selja mig eftir svona gott tímabil,“ sagði Ped- ersen. „Ég mun halda áfram að skora til að sýna það í verki að ég vilji vera áfram hér.“ Sjö aðrir leikmenn eru á listanum og samkvæmt Phil Brown, aðstoðarframkvæmdastjóra Bolton, má búast við miklum breyt- ingum áður en lokað verður fyrir leik- mannaskipti. Það er ekki tekið út með sældinniað vera kylfusveinn hjá einum besta golfara heimsins. Þetta fullyrðir Dave Renwick sem hefur starfað sem kylfusveinn hjá Fiji-búanum Vijay Singh, sem er í efsta sæti heimslistans um þessar mundir. Renwick, sem er skoskur, er sagður hafa fengið 1 millj- ón dollara í laun á síðasta ári eða rúm- lega 63 milljónir ís- lenskra króna. „Við erum ennþá ágætis vinir en þetta var enginn dans á rósum, þrátt fyrir að launin væru góð,“ sagði Renwick. „Eftir að metnaður Vijay jókst varð hann mjög harður húsbóndi. Þegar ég vaknaði á morgnana var ég mjög langt frá því að vera fullur tilhlökkun- ar að fara í vinnuna.“ Tveir keppendur í Dakar-mótór-hjólarallakstrinum í Afríku létu lífið á fyrstu tveimur dögum keppninnar. Spánverjinn Jose Manuel Perez lést af völdum áverka þegar hann lenti í árekstri. Ítalinn Fabrizio Meoni hneig niður af hjóli sínu og í ljós kom að hann hafði fengið hjartaáfall. Keppnin hefur farið fram árlega síðan 1979 og hafa rúmlega 30 manns látið lífið til þessa. Ökumaðurinn Juan PabloMontoya í Formúlu 1 kapp- akstrinum, hefur lofað félaga sínum hjá McLaren, Kimi Raikkonen, að hann muni veita honum harða keppni í vetur. „Það var mjög erfitt að eiga við Kimi þegar við vorum hvor í sínu liðinu. Núna erum við á sama báti en munum samt heyja harða baráttu hvor við annan,“ sagði Montoya. „Þegar ég var í sama liði og Ralf Schumacher þá héldu allir að hann væri aðalmað- ur liðsins. Hann fékk himinháar fjár- hæðir og eftir það var ég miklu betri en hann,“ sagði hinn kólumbíski Montoya, kokhraustur að vanda. Íár heldur íslenska kraftlyftingasam-bandið upp á 20 ára afmælið sitt sem og keppnina Sterkasti maður Ís- lands. Að því tilefni hefur Auðunn Jónsson heitið því að taka 300 kíló á Íslandsmótinu í bekkpressu sem fram fer 29. janúar í Valsheimilinu. Þá hefur sjónvarpsstöðin Sýn hafið sýn- ingar á keppninni Sterkasti maður heims. Einnig má geta þess að kraft- lyftingasambandið vinnur nú að heimildarmynd um Jón Pál Sigmars- son heitinn en stefnt er að frumsýn- ingu í lok þessa árs. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Spáð í spilin fyrir 13. umferð Intersportdeildarinnar KÖRFUBOLTI Fimm leikir fara fram í kvöld í 13. umferð Intersport- deildarinnar í körfuknattleik. Skallagrímur mætir KR, Fjölnir tekur á móti KFÍ, Grindvíkingar sækja Hamar/Selfoss heim, Njarðvík etur kappi við ÍR og Tindastóll og Haukar eigast við á Sauðárkróki. Deildin hefur verið með fjörugra móti í vetur og er að- eins eitt lið af tólf sem virðist ekki eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. KFÍ hefur átt í miklu basli í vetur og ekki enn náð að hala inn stigum enn sem komið er. Fjölnir er hins vegar búið að skipa sér í hóp bestu liða deildarinnar og fer auðveldlega með sigur af hólmi gegn Ísfirðingum í Grafarvogi í kvöld. Viðureign Skallagríms og KR verður með jafnara móti en ekki er ólíklegt að Vesturbæjarliðið fari heim með sigur í farteskinu. Bæði lið eru með nýjan erlendan leikmann í sínum herbúðum og einhver verður aðlögunartíminn þangað til að þeir falla betur inn í lið sín. Gengi Grindavíkurliðsins hef- ur verið upp og ofan og það varð fyrir enn einu áfallinu í síðustu viku þegar Guðlaugur Eyjólfs- son ákvað að hætta að leika með liðinu vegna óánægju með ráðn- ingu erlends leikmanns. Ham- ar/Selfoss hefur gengið vel undir stjórn Péturs Ingvarssonar og nær að leggja lið Grindavíkur að velli í kvöld. Lið ÍR er óútreiknanlegt og hefur boðið sínum stuðnings- mönnum upp á mjög köflótt gengi í vetur. ÍR-ingar leika eins og stjörnur einn daginn en detta svo niður á botnssætisplan þess á milli. Njarðvíkingar eiga auð- veldan sigur fyrir höndum ef þeir leika sinn leik. Stólarnir eru komnir með Kristinn Friðriksson á nýjan leik og menn þar á bæ sætta sig ekki við tap á eigin heimavelli. Kapp- inn vill vafalítið sanna að endur- koma hans er engin tilviljun og Haukarnir munu horfa dolfallnir á sýningu frá Kristni í kvöld sem leiðir Norðanmenn til sigurs. Stórleikur umferðarinnar verður á mánudaginn þegar nú- verandi Íslands- meistarar, Kefl- víkingar, taka á móti Snæ- felli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.