Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 67

Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 67
35FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ STYRKTARTÓNLEIKAR ENN MEIRI VERÐLÆKKUN! 50-70% afsláttur af öllum útsöluvörum l ll l Smáralind Nýtt kortatímabil Erum að taka upp nýjar vörur. Safnað fyrir fórnar- lömb flóðbylgjunnar Hljómsveitirnar Manic Street Pr- eachers, Snow Patrol, Embrace og söngvarinn Badly Drawn Boy hafa öll staðfest mætingu á Live-Aid tón- leikana á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Einnig munu Eric Clapton, Feeder og Lemar koma fram á tónleikunum, sem haldnir verða þann 22. janúar. Skipuleggjendur vonast til þess að safna einni milljón punda fyrir fórnarlömb hamfaranna. Nú þegar hafa 45.000 miðar verið seldir, þar af 20.000 á fyrsta klukkutíma söl- unnar. „Viðtökurnar hafa verið stór- kostlegar um helgina. Seldir miðar náðu 45.000 á sunnudeginum, sem er alveg stórkostlegt afrek,“ sagði Paul Sergeant, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Við erum himinlif- andi með viðtökurnar. Þessir tón- leikar gefa fólki tækifæri til þess að koma saman og votta fórnarlömb- um hamfaranna virðingu sína.“ Bandaríkjamenn munu einnig leggja sitt af mörkum fyrir málefn- ið og hyggjast senda út sjónvarps- þátt í þeim tilgangi að safna pening- um til styrktar fórnarlambanna. Í þættinum munu koma fram lista- menn eins og Madonna, Diana Ross og Maroon 5. Leikararnir láta ekki sitt eftir liggja og munu George Clooney, Kevin Spacey og Uma Thurman koma fram í þættinum, sem sýndur verður á NBC-sjón- varpsstöðinni þann 15. janúar næst- komandi. ■ Ný plata frá Garbage Hljómsveitin Garbage hefur sett útgáfudag nýrrar plötu sinnar á 11. apríl næstkomandi. Platan heitir Bleed Like Me og eru liðin fjögur ár frá því að síðasta plata hljóm- sveitarinnar kom út. Söngkonan Shirley Manson sagði á heimasíðu sveitarinnar: „Þessi nýja plata kemur út tíu árum eftir útgáfu fyrstu plötunnar okkar. Tíu helvítis ár! Þetta er al- veg ótrúlegt vegna þess að mér finnst það ennþá vera nýtt fyrir mér að vera söngkona í rokkhljóm- sveit.“ Manson bætti því við að hljómsveitin væri gríðarlega fegin og spennt og liti á það sem stórt af- rek að hafa klárað plötuna. ■ Söngkonan Madonna verðurkynnir í sjónvarpsútsend- ingu þann 15. janúar til styrktar hjálp- arstarfi í Asíu vegna flóðanna á annan í jólum. Madonna hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa gefið 10 þúsund flöskur af Kabbalah-vatni til þeirra svæða sem urðu verst úti í flóðunum, en lætur það ekki á sig fá. Á meðal fleiri kynna verða Christina Aguilera, Diana Ross, George Clooney og Uma Thurman. Rokkekkjan Courtney Love hefurfengið forræði yfir dóttur sinni Frances Bean Cobain á nýjan leik. Love missti forræðið á síð- asta ári eftir að hún hafði fengið á sig fjölmargar kærur vegna of- beldis og fíkni- e fnano tkuna r. Dómstólar í Los Angeles töldu að Frances Bean væri best fyrir komið hjá móður sinni, en hún hefur und- anfarið dvalið hjá ömmu sinni. Hjartaknúsarinn Jude Law hefurgefið í skyn að trúlofun sín og u n n u s t u n n a r Sienna Miller gæti staðið yfir í mörg ár. Law bað Miller á jóladag en vill bíða þar til fjölmiðlar hafa róast vegna sambands þeirra. Telur hann að það gæti tekið nokkur ár og þá verði brúðkaupið haldið fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Leikarinn Jamie Foxx hefur veriðtilnefndur til tveggja Screen Actors Guild-verðlauna. Annars vegar er hann tilnefndur fyrir aðal- hlutverk sitt í myndinni Ray og hins vegar fyrir aukahlutverk í Colla- teral. Gamanmynd- in Sideways fékk fjórar tilnefningar en verðlaunin verða afhent þann 5. febrúar í Los Angeles. Leikkonan Lucy Liu hefurgefið fórnarlömbum flóð- anna í Asíu tæpar 13 milljón- ir króna. Liu segist hafa ákveðið að gefa peningana eftir að milljónamæringurinn Mohamed Al Fayed gaf stórfé til styrktar málefninu. ■ TÓNLIST HLJÓMSVEITIN GARBAGE Gefur út nýja plötu í apríl og mun sú bera nafnið Bleed Like Me. BADLY DRAWN BOY Er einn þeirra tón- listarmanna sem koma fram á Live Aid- tónleikunum í Cardiff til styrktar fórnar- lömbum flóðbylgjunnar. Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.