Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 70
38 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói klukkan 19.30. Á efnisskrá eru San Francisco Polyphony eftir Ligeti og Sjö síðustu orð Krists eftir Haydn. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov... Sýningu Egils Sæbjörnssonar, Herra Píanó og Frú Haugur, í 101 gallery við Hverfisgötuna... Leiksýningunni Böndin á milli okkar á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. Sýning annað kvöld. Málþing um raunveruleikagjörning Birgis Arn- ar Thoroddsen, ÍBÚÐIN, verður haldið í beinni útsendingu á netinu í kvöld klukkan 20.00. Sent verður beint út frá íbúðinni sjálfri en þátttakendur í málþinginu eru; Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður, Hjálmar Sveins- son heimspekingur og Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður sem er sýningarstjóri ásamt listamanninum. Raunveruleikagjörningurinn er hluti af sýningu Listasafns Íslands, Ný íslensk myndlist, en verkið fer langt út fyrir veggi safnsins. Það ger- ist í raun í dægurmenningunni, fjölmiðlunum og í þjóðarvitundinni og líklega er þessi gjörn- ingur fyrsta al-íslenska raunveruleikasjón- varpið. Hægt er að fylgjast með framgangi verksins til 16. janúar en þá lýkur sýningunni. Sem fyrr segir fer málþingið fram í kvöld frá kl. 20.00 til 22.00 og hægt er að fylgjast með því í beinni útsendingu á heimasíðu Lista- safns Íslands, www.listasafn.is. Kl. 20.00 í Salnum. Svanasöngur á heiði – tónleikar í tilefni af útgáfu tveggja geisladiska með sönglögum Sigvalda Kaldalóns. Söngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson, ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara. menning@frettabladid.is Raunveruleikagjörningur í beinni Stríðsmenn hjartans á Akureyri ! Útsalan enn í fullum gangi 40% afsláttur af öllum vörum Nýtt kortatímabil MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 áður kr. 275.000 nú kr. 233.000 MIRALE er eini umboðsaðili Cassina á Íslandi Hundrað milljónir í seðl- um, sjúkrarúm og eitur- lyfjavíma, undir tíbetskum munkasöng á Listasafni bæjarins. Í Listasafninu á Akureyri verður opnuð sýning um helgina sem ber heitið Stríðsmenn hjartans; sýn- ing sem ætti að snerta okkur öll, hvort sem við höfum áhuga á að fylgjast með stefnum og straum- um í listalífinu eða erum of önn- um kafin á stríðsvelli hversdags- ins eins og forstöðumaður safns- ins, Hannes Sigurðsson, orðar það en Hannes vinnur sýninguna í samvinnu við listamanninn og ljósmyndarann Ashkan Sahihi sem er fæddur í Íran, uppalinn í Þýskalandi og búsettur í New York. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Hannes, hafði hann rétt fengið í hús tvær herjans miklar stálkistur fullar af pening- um, eða nákvæmlega hundrað milljónir í reiðufé enda er megin- uppistaðan 100 milljónir í reiðufé og tíbetskur munkasöngur. „Það er hrikaleg lykt af þessu,“ segir Hannes, „enda er alls konar fólk búið að fara höndum um þessa peninga.“ Hins vegar segir Hannes af og frá að sýningin snúist aðeins um þessa seðla. „Hún snýst um svo gríðarlega margt og það er hægt að koma að henni á svo mörgum stöðum. Ef við byrjum á listinni, þá manstu eftir Duchamp og klósettskálinni 1917. Hann sagði að þetta væri listaverk – „ready made“. Og það má segja að hér höfum við þróað hugmynd Duchamps til enda og erum með hið fullkomna „ready made“ og hið harðasta konkret sem við get- um hugsað okkur á okkar tímum þar sem peningar ráða öllu. Án þess að ætla að guðlasta, myndu margir segja að peningar hefðu tekið við sem drottinn allsherjar, sem alfa/omega, í okkar lífi. Þegar við vorum að velja töl- una hundrað milljónir, þá var það bara fagurfræðileg tala. Það var hins vegar spurning hvert við ætt- um að leita eftir slíkri upphæð. Við þurftum að leita til Seðlabank- ans með seðlana, og blöndum sam- an gömlum og nýjum. Það er líka athyglisvert að það tekur meðal Íslending alla ævina að vinna fyrir þessari summu. Þú horfir á þessar peningahrúgur og getur látið þig dreyma um jeppa, utan- landsferð, allt sem hugurinn girn- ist. Er það ekki transport listanna, mál málanna, listin mikla?“ Sýningunni má lýsa sem eins konar innsetningu og afar nútíma- legri konkretlist. „Á leið inn í mið- sal safnsins mætirðu mikilli stál- blokk,“ segir Hannes, „sem nem- ur opinu inn í innri salinn, því þröngar eru dyrnar – segi ég – inn í musteri mammons rétt eins og inn í himnaríki. Þar eru ellefu stöplar – þar sem við erum að reyna að halda okkur í fagurfræð- inni – sem geyma peningana hundrað milljónir króna í seðlum. Á veggjunum sem eru snjakahvít- ir, vegna þess að peningarnir eru búnir að taka við listinni, eru ell- efu ljósmyndir, heljarstór portrett af ellefu einstak- lingum sem eru á mis- munandi fíkniefnum. Við erum að tala um LSD, kókaín, krakk, alsælu, allan pakk- ann. Þessar myndir gerði listamaðurinn með fólki sem ekki er fíklar, en hjálpuðu honum með verkefnið með því að láta ljósmynda sig í vímunni. Á meðan á þess- um myndatök- um stóð var hjúkrunarkona á staðnum ef eitt- hvað kæmi upp á. Sem sagt, við blasa einstakling- ar á vissri tegund af vímu, því við skulum ekki gleyma því að pen- ingar eru viss tegund af vímu.“ Þegar Hannes er spurður hvaða merkingu yfirskrift sýn- ingarinnar, Stríðsmenn hjartans, hefur segir hann: „Við getum spurt: Hvar eru stríðsmennirnir? Eru þeir í Írak eða eru þeir innra með okkur?“ Yfir sýningunni svífur mikið bíókerfi í loftinu með tíbetskum munkasöng í sérstakri útsetningu Hilmars Arnar Hilmarssonar. Inn á milli má heyra reggígoðið Peter Tosh kyrja „Don’t look back,“ ásamt Mick Jagger, sem breytir öllu í eina allsherjar stuðveislu. „Í vestursalnum hefur verið komið fyrir ellefu eldgömlum sjúkrarúmum frá FSA sem ég fékk lánuð,“ segir Hannes. Þau eru frá um um það bil 1935 og uppábúin. Annað er ekki í salnum. Ljósið er mjög dimmt þar inni. Ég var að hugsa um að bjóða fólki upp á heildstætt nudd eftir sjokk- ið en sá fram á að líklega vildi fólk frekar hvíla lúin bein – eða bara gefa upp andann eftir ósköpin. Í litlum klefa er síðan hjólastóll og ekkert annað. Þegar ég var í Bandaríkjunum að læra horfði ég oft á sjónvarpsprestinn Bob Ross, blökkumann með afróhár. Hann varð ríkur á því að kenna fólki að mála litlar dísætar landslags- myndir. Inni í klefanum er prógram, kennsla með Bob, þar sem hann er að sýna hvernig á að mála litlar sætar landslags- myndir og ber heitið: Your private classroom with Bob Ross.“ Það er örugglega mikil lífsreynsla að skoða sýning- una á Akureyri, enda segir Hannes hana vera að vekja heimsathygli. „Það hefur aldrei verið gert annað eins í listaheiminum,“ segir hann. „Það hefur aldrei verið sýnd önn- ur eins upphæð af peningum.“ ■ • Sjálfsstyrking • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning Skráning er einnig hafin á framhalds- Framkomu og fyrirsætunámskeið. Sjö vikna námskeið hefjast 25. og 27. janúar. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kristín Ásta Kristinsdóttir umsjónarmaður Ford keppninnar, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir og lyklakippu. Verð 15.500 kr.. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. HANNES SIGURÐSSON Hundrað milljónir eru fræðileg tala. PENINGAR ERU VISS TEGUND AF VÍMU Í vímu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.