Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 80

Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands.NÝTT KORTATÍMABIL BT útsölubæklingur fylgir blaðinu í dag Sjálfsrækt Ég á góðan vin sem er svo óá-nægður með sjálfan sig. Honum finnst hann svo misheppnaður. Hann á í stökustu vandræðum með sig. Hann er alltaf áhyggjufullur og vonsvikinn og aðallega óánægður með sjálfan sig. Mér hefur alltaf fundist hann fínn. Ég hef verið mjög ánægður með hann en ekki hann sjálfur. Honum finnst allir aðrir vera að gera það svo gott. HANN HEFUR leitað ýmissa leiða til að laga sig. Hann er fastagestur á Dale Carnegie námskeiðum og með- limur í ýmsum sjálfsræktarhópum, þar á meðal fimm tólf spora sam- tökum. Hann er aldrei heima hjá sér en alltaf á námskeiðum og fundum. Þetta hefur valdið fjölskyldu hans miklum óþægindum. Konan hans er orðin rosalega þreytt á þessu enda er hún frá Venusi og hugsar með öðru heilahveli en hann. En þreytt- astur er hann sjálfur. Hann er orð- inn uppgefinn og ringlaður og er við það að gefast upp. KANNSKI er ekkert að honum eftir allt saman. Kannski er hann bara allt í lagi. Og kannski eru aðrir ekkert eins frábærir og hann held- ur. Hann mundi kannski sjá það ef hann fengi jafn mikinn áhuga á öðrum og hann hefur á sjálfum sér. Ég held að hann hafi misskilið þetta hrapallega. Ef hann mundi bara slappa af þá væri hann algjörlega frábær. Ef hann gæti bara sætt sig við hver hann er þá gæti hann jafn- vel orðið hamingjusamur. Ham- ingjan er nefnilega ekki falin í ein- hverri kenningu úr þykkri bók eða í gáfulegum orðum einhvers útlend- ings heldur hér og nú í Íslenskum hversdagsleika. Hún felst í því að sætta sig við. ÞAÐ ER EKKERT eins og allir í heiminum séu með þetta allt á hreinu og svo séu einn og einn mað- ur sem séu ekki að fatta neitt eins og margir virðast halda. Við getum ekki miðað okkur við heiminn. Heimurinn er ekki í lagi. Hann er snarbilaður. Fólk er meira og minna kexruglað. Þúsundir manna deyja hungurdauða á hverjum degi. Stríð geysa og sjúkdómar herja á heims- byggðina. Illmenni virðast vaða uppi útum allt. Margir jarðarbúar hafa aldrei séð hreint og tært vatn. Og við erum hluti af þessum heimi. Við verðum aldrei fullkomin sama hvað við gerum. Sá eini sem er full- kominn er Guð. Og ef maður á gott samband við hann þá getur maður bara slappað af. JÓNS GNARR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.