Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 43

Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 43
Ráðlegging til ómaga samfélagsins Takið út innistæður ykkar úr bönkum ef þær eru einhverjar, geymið peningana undir koddan- um eða látið krók koma á móti bragði og fáið börn ykkar, barna- börn, aðra vandamenn eða vini til að eiga innistæðuna í þykjust- unni til að fá sömu vexti og aðrir. Starfsfólki Tryggingastofnun- ar ríkisins er gert skylt skv. 10 grein laga nr.117/ 1993 að reikna okkur, sem þurfum að fá tekju- tryggingu og heimilisuppbót vegna lélegra eftirlauna úr líf- eyrissjóðum eftir 30-55 ár á vinnumarkaði, helming af vöxt- um sem tekjur ef við eigum peninga (inneignir) í banka. Borgarstjórn Reykjavíkur ákveður á hverju ári að veita tekjulitlu eftirlaunafólki sem á skuldlausar íbúðir, allt að 80% afslátt af fasteigna- og hol- ræsagjaldi. Á árinu 2004 áttu einhleypingar sem höfðu kr. 1.610.000 eða minna í árs- tekjur að fá afsláttinn. Ég er á eftirlaunum, á litla íbúð, hafði 1.566.549 kr. í tekjur 2003, fékk 49.789 kr. í vexti af inneign í banka og greiddi 307.499 kr. í skatta. Ég fékk 50% afslátt af um- ræddum gjöldum vegna ómaga- stöðu minnar árið 2002 og 2003 og sendi bréf til Framtalsnefndar Reykjavíkurborgar í maí s.l. og spurði hvort ég ætti ekki rétt á 80% afslætti. Svar fékk ég dags.4. ágúst og þar með 11.027 kr. lækkun á greiðslum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hinn 22. nóv. bárust mér skrifleg boð um að endurgreiða þessar krónur og ég hef ekki enn fengið svar við bréfi dags. 22.11 þar sem ég bað um skýringar, þ.e. hvort vinstri höndin vissi ekki hvað sú hægri gerði. Tuttugasta og níunda desember var upphæðin tekin út af greiðsluþjónustureikingi mínum hjá Spron. Í dag 18.jan. fékk ég upplýs- ingar í símtali við starfsfólk hjá Reykjavíkurborg um að Fram- talsnefndin telur vextina sem tekjur. 1. Helmingur af vöxtum lækka greiðslur til okkar sem fáum tekjutryggingu og heimilis- uppbót vegna lélegra eftirlauna úr lífeyrissjóðum og erum talin ómagar. 2. Framtalsnefnd Reykjavíkurborgar telur alla vexti okkar beinar tekjur. Þetta er einfalt reiknings- dæmi fyrir mig: lækkun á greiðslum Tryggingastofnunar vegna vaxta er 24.899; áhrif vaxta á tekjuskatt og holræsa- gjald, mínus 11.027: fjár- magnstekjuskattur 4.979. Sam- tals: 40.905 kr. Ég fæ í minn vasa kr.8.884, þ.e. um 15,5% af vöxtum þegar aðrir fá 90%. Okkur eru flestar bjargir bann- aðar – ef við fáum greitt fyrir ein- hverja vinnu tekur Trygginga- stofnun 45% af upphæðinni og skattstjóri um 39%: samtals 84%.■ 23FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005 Heimilislausir á Íslandi Miðað við allar þær bjargir sem við höf- um, alla fjármunina og góðan vilja helstu ráðamanna (a.m.k. á tyllidögum) er sorglega staðreyndin sú að hér á landi finnast enn hópar sem eiga sér fáa sem enga málsvara og búa við vægast sagt ómannúðlegar aðstæður. Heimilislausir eru gott dæmi um slíkan hóp en rétt rúmlega hundrað manns eru flokkaðir heimilislausir hér á landi samkvæmt þrengstu skilgreiningu, þ.e. rúmlega hundrað einstaklingar sofa úti eða nýta sér þjónustu gistiskýla. Enn meiri fjöldi er í raun heimilislaus ef tekið er tillit til allra þeirra sem búa við ótryggt húsnæði en ná að þrauka dag frá degi með því að gista hjá vinum og kunningjum. Auður Lilja Erlingsdóttir á vinstri.is Náðu að stoppa nafnið Sjálfur hef ég aldrei áttað mig á því til hvers mannanafnanefnd er. Enda er ég mannanafna-mistök, hef sloppið fram hjá vökulu auga nefndarinnar. Ég heiti hinu hræðilega nafni Reykfjörð eða „Smoke-Bay“ eins og presturinn sagði. Nefndarmönnum kemur sennilega ekki dúr á auga vitandi að svo hræðilegt nafn sé skrifað á debetkortakvittanir. Hryllilegt alveg! En þeir náðu þó að stoppa þetta! Ég fékk að bera þetta nafn og systir mín er þessu marki brennd. En litli bróðir minn – honum var bjargað af mannanafnanefnd. Guði og nefndar- mönnum sé lof! Enda hefði hann án efa hlotið varanlegan skaða af. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason Hatar ekki Bandaríkin Nokkrir bloggarar hafa haldið því fram að ég hataði Bandaríkin vegna þess að ég snupra Íslendinga fyrir undirlægju- skap við þessi ríki. En það er ekki Könunum að kenna að margir Íslend- ingar liggja marflatir fyrir þeim. Banda- ríkin eru dýnamískt og spennandi samfélag sem hefur forystu á flestum sviðum mennta og menningar. Reyndar varði ég þessi ágætu ríki í grein í blaði hér í Lillehammer eftir innrásina í Afganistan. Ég var fylgjandi þeirri innrás en á móti innrásinni í Írak. Kannski verður maður Kanahatari ef maður fylgir ekki Bush í einu og öllu. Stefán Snævarr á kistan.is HERDÍS HELGADÓTTIR MANNFRÆÐINGUR SKRIFAR UM KJÖR EFTIRLAUNAFÓLKS AF NETINU BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • Okkur eru flestar bjargir bannaðar – ef við fáum greitt fyrir einhverja vinnu tekur Tryggingastofnun 45% af upphæðinni og skattstjóri um 39%: samtals 84%. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.