Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 03.02.2005, Qupperneq 61
33FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ SÖNGLEIKUR Smáralind og Kringlunni Smáralind 522 8322 Kringlunnni 568 8190 Batman búningur st. 120-140 grímur, tennur, andlitslitir, hársprey, skegg, gerviblóð, neglur, vopn, fjaðrir, kórónur ofl. ofl. Spiderman búningur st.116,128,140 Action man búningur st. 120,140,160 Bratz búningur st. 5/7-8/10 Mjallhvítar búningur st. 120,140,160 Grímubúningar margar gerðir Leikkonan Angelina Jolie segistfá meira út úr sjálf- boðastarfi sínu sem fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna en að leika. Jolie hefur ferðast víða um heim ásamt syni sínum til að hjálpa fátæku fólki og líkar það ákaflega vel. Hún segist oft eiga erfitt með að byrja að leika í bíómynd eftir að hafa starfað sem sjálfboðaliði því það starf sé mun meira gefandi. Sacha Baron Cohen, sem sló ígegn sem Ali G, flettir fast- eignablöðum um þessar mundir í leit að nýju húsi ásamt unnustu sinni Isla Fisher. Ástæðan er sú að þau skötuhjú bjuggu í glæsi- villu Jennifer Aniston í Hollywood, sem vill nú fá hana til baka eftir skilnaðinn við Brad Pitt. Cohen og Isla ætla að ganga upp að altarinu á þessu ári í heimabæ hennar, Perth í Ástralíu. Skoska hljómsveitin FranzFerdinandhefur verið tilefnd til fimm NME- verðlauna. Sveitin er m.a. tilefnd sem besta breska hljómsveit- in ásamt Kasabian, The Libertines, Muse og Snow Patrol. Verðlaunin verða afhent í London 17. febrúar. Fyrsta smáskífulag rapparans 50Cent af nýjustu plötu sinni, The Massacre, nefnist Candy Shop og kemur það út 7. mars. Platan sjálf kemur út tveimur vikum síðar. Kate Winslet hefur keypt tæp-lega þriggja milljón dollara íbúð í New York. Hún keypti íbúð- ina með eigin- manni sínum, Sam Mendes. „Kate féll kylliflöt fyrir Chelsea svæðinu í New York og ákvað að kaupa íbúð þar. Þessi staður verður henni alltaf kær,“ sagði heimildamaður. Kate fæddi son sinn Joe síðast þegar hún bjó í New York. Beyoncé Knowleshefur beðið Coldplay söngvarann Chris Martin að syngja dúett með sér. „Ég hef gert nokkra dúetta í gegnum árin en vildi gjarn- an vinna með Coldplay. Það væri frábært að fá tækifæri til þess að syngja með Chris,“ sagði Beyoncé. Chris hefur þeg- ar sungið dúett með söngkon- unni Jamelia. Rokkguðir og glyspíur í frumskóginum Nemendamót Verzlunarskóla Íslands er í kvöld og hafa krakk- arnir sett upp heljarinnar sýningu í Loftkastalanum í tilefni þess. Tvær sýningar eru í kvöld fyrir nemendur skólans en fyrsta sýn- ing fyrir almenning er á sunnu- daginn næstkomandi. „Æfingarnar og allt í kringum sýninguna hefur gengið svaka- lega vel. Myndband við íslenska útgáfu af laginu Welcome To The Jungle er komið í spilun á Popp- tíví en það er Friðrik Dór Jónsson sem syngur lagið,“ segir Valgerð- ur Halldórsdóttir markaðsstjóri sýningarinnar. Söngleikir Verzl- unarskólans hafa verið gífurlega vinsælir í gegnum árin og hefur sýningum á sumum stykkjunum jafnvel verið haldið áfram langt fram á sumar. Margir hæfileikaríkustu söngv- arar og leikarar landsins hafa stigið sín fyrstu skref í leikritum skólans og til dæmis er ein Idol stjarnan, Aðalheiður Ólafsdóttir, gömul stjarna úr sýningum Verzl- unarskólans. Sýningin í ár nefnist Welcome To The Jungle og er þem- að í ár glysrokk tímabilsins þegar hljómsveitir eins og Guns'n'Roses, Kiss, Aerosmith og Bon Jovi voru í eldlínunni. Krakkarnir stefna á að sýna 19 sýningar en ef vel gengur gætu fleiri sýningar bæst við. Að sögn Valgerðar er sýningin stórglæsileg í ár. „Strákarnir hafa umbreyst í stælta rokkguði og stúlkurnar í glyspíur og þetta er jafnvel stærsti söngleikur Verzló hingað til. Við vonum að flestir mæti á þessa hressu sýningu okkar sem er stútfull af stuð- lögum og flottum dönsum.“ hilda@frettabladid.is WELCOME TO THE JUNGLE Verzlunar- skóli Íslands frumsýnir söngleikinn í dag og er fyrsta sýning fyrir almenning á sunnudaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.