Tíminn - 02.03.1975, Page 24
24
TIMINN
Sunnudagur 2. marz 1975
,,nú er maður að verða ríkur, hérna er hún, fyrsta
milljónin".
,,0-já", svaraði Katrin hlæjandi.
„Þú skalt hlæja. En sjáðu til: ég á sparisjóðsbók! Ég
er ekki eftirbátur annarra skaltu vita. Það eru reyndar
ekki nema fimm mörk í henni ennþá, en það safnast,
þegar saman kemur. Ég er að geta mér þess til, hvað það
muni kosta að fara í sjómannaskólann. Veizt þú það,
mamma?"
„Nei. En þótt Einar hafi verið aðgætinn og samhalds-
samur, þá verður hann víst að taka dálítið lán, eða það
held ég, — sjálf ur segir hann ekkert. Ég hef grun um, að
Norðkvist hafi lánað honum nokkur hundruð mörk".
„Hann verður ekki lengi að borga það, þegar hann fer
að fá hærra kaup. — Gústaf kapteinn, — hvernig f innst
þér það hljóma?"
„Það hljómar vel í mínum eyrum".
,, Kapteinninn og kapteinsf rúin, — það eru engir sóða-
titlar, eða hvað? En líklega verð ég aldrei kapteinn. Ég
læt mér nægja stýrimannspróf. Þá fæ ég strax hærra
kaup en hásetarnir og get svo orðið skipstjóri á galías
með tímanum".
„Já. Maður getur unnið sig áfram, ef eljusemin er
nóg. En þeir verða að vera eljusamir, sem ætla sér að
komastáfram í lifinu. En þú munt sem betur fer sjá þér
farborða ekki verr en aðrir".
Saga var farin að lita stöku sinnum inn á Klifinu. Á
sunnudögum fóru þau Gústaf venjulega langar göngu-
ferðir um nágrennið og komu þá oftast heim til Katrínar
siðdegis. Saga, sem varð að standa í búðinni alla rúm-
helga daga, hafði mjög gaman af ferðum, og Gústaf
hafði alltaf verið hneigður fyrir útilíf. Aðrir unglingar,
sem að jafnaði unnu daglangt í skógi eða á engjum, kusu
f remur að halda kyrru fyrir í þorpinu á sunnudögum.
Þau Gústaf og Saga voru venjulega glorsvöng, þegar
þau komu úr þessum ferðum, rjóð í kinnum og endur-
nærð af útiverunni. Katrín reyndi að taka sem bezt á
móti þeim og dúkaði borð eins og raunverulega gesti
hefði boriðaðgarði. Síðansettust unglingarnir á bekkinn
og þráttuðu um eitthvað eða gerðu sér eitthvað til gam-
ans og dægradvalar. Katrín tók nú eftir nýjum eiginleika
í fari stúlkunnar. Hún gætti þess að halda aðdáanda sín-
um ávallt í dálítilli f jarlæqð, en seiddi hann bó alltaf oa
eggjaði með brúnum augunum, ef hann hætti að sækja á
Það var eins og þau ættu ávallt í þöglu striði. Katrín
veitti því athygli, að Gústaf komst stundum í svo mikla
geðshræringu, að hendur hans skulf u, þegar hann var að
bekkjast við hana. Þá hló Saga og augun leiftruðu enn
meira en áður. Litlu, mjúku hendurnar hennar skulfu
ekki.
Og aldrei mátti Gústaf taka utan um hana, ekki einu
sinni í gáskafullum leik. Þegar þau héldu af stað niður
ásinn, hlæjandi og masandi, og hann ætlaði að seilast eft-
ir hönd hennar, skauzt hún f rá honum leiftursnöggt, eins
og íkorni, sem helypur yfir fallinn trjábol.
Hvers vegna var hún sífellt að eggja hann, fyrst hún
var svona vör um sig, hugsaði Katrín hálfgröm. En svo
komu afsakanirnar: Auðvitað er það ekki af illum ásetn-
ingi, ekki getur hún gert að því, þótt augu hennar séu
svona. Og það er bara gott, að hún skuli halda honum
hæf ilega frá sér, því að annars væri bágt að segja, hvað
svoná ungviði gæti fundið upp á.
Gústaf réði sig ekki hjá þeim, sem fyrstur varð til þess
að f ala hann þetta árið. Hann beið átekta og reyndi að f á
eins hátt kaup og unnt var. Það gladdi Katrínu, að sonur
hennar skyldi vera orðinn svona forsjáll. Hringað til
hafði hann oftast látið vaða á súðum.
Einar kom heim f rá Maríuhöf n sem f yrsti stýrimaður.
Hann var nokkrar vikur um kyrrt, því að skip hans átti
ekki að láta strax úr höf n. Gústaf var enn heima, og saga
kom oft í heimsókn. Samverustundirnar styttust óð-
fluga. Návist Einars virtist heldur halda aftur af þeim.
Þau sátu oftast úti í horni og hvísluðust á og hlógu lágt.
Annars var Saga orðin mun leiðitamari við Gústaf held-
ur en hún hafði verið. Kveðjustundin var svo skammt
Hún leyfði honum að halda í höndina á sér, og það var
eins og Ijúflegt fyrirheit speglaðist í brúnum augum
hennar. Einar gaut hvað eftir annað augunum yfir
skræður sínar til elskendanna. Það var sambland af
fyrirlitningu, forvitni og öfund í tilliti hans.
„Einar", sagði Katrín einn daginn. „Ætlarðu ekki að
bjóða nágrönnunum heim áður en þú f erð? Það væri ekki
nema viðeigandi, að þú byðir að minnsta kosti jafnöldr-
um þínum heim, nú þegar þú hefur verið svona lengi
fjarvistum og er búinn að Ijúka stýrimannsprófi".
„Hvers konar þvættingur er þetta?" svaraði hann.
„Það tekur því ekki fyrir fátæklinga að halda veizlur.
Maður ætti að minnsta kosti að hafa fyrir sjálfan sig að
leggja fyrst".
„Þeim, sem fátækir eru, er ekki nema hollt að gleyma
því stöku sinnum og unna sjálfum sér ofurlítillar upp-
lyftingar", sagði Katrín.
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Eftir geisla-meðhöndlun-- |
ina, vinnur heili Geira eins :
og fulfkomin tölva.... i
M/ .
Hann minnist nú formúlunnar sem hann
lærði einu sinni, en var löngu búinn
að gleyma. ..
Honum tekst með litilli fyrir
höfn, að gera vélina virka á ný
ún suðar Geiri,
tökst þér.
virkilega að gera
hana?
■
■iffl
SUNNUDAGUR
2. marz
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Ctdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar: Frá
norska útvarpinu. (10.10
Veðurfregnir). Sinfóniu-
hljómsveit norska útvarps-
ins leikur, öivind Bergh
stjórnar. a. „Epigrams”
um norsk stef eftir Monrad
Johansen. b. Svita frá Guð-
brandsdal eftir Rolf Holger.
c. Norsk svita efti'r Sverre
Jordan. d. „Suite ancienne”
eftir Johan Halvorsen.
11.00 Guðsþjónusta á æsku-
lýðsdegi f Dómkirkjunni i
Reykjavik. Séra Öskar J.
Þorláksson dómprófastur
og séra Þórir Stephensen
þjóna fyrir altari. Ung-
menni annast lestur. Pétur
Þórarinsson stud. theol.
predikar. Sunnudagaskóla-
börn, fermingarbörn, æsku-
lýðsfélagar safnaðarins og
Dómkórinn syngja.
Trompetleikarar: Jón
Sigurðsson og Lárus Sveins-
son. Söngstjóri og organ-
leikari: Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Hugsun og veruleiki, —
brot úr hugmyndasögu. Dr.
Páll Skúlason lektor flytur
þriðja og siðasta hádegis-
erindi sitt. Túlkun og til-
vera.
14.00 Á gamaili leiklistartröð
fyrri hluti. Jónas Jónasson
ræðir við Lárus Sigur-
björnsson fyrrverandi
skjalavörð. (Þátturinn var
hljóðritaður s.l. sumar,
skömmu fyrir andlát Lárus-
ar).
15.00 Óperukynning: „Brúð-
kaup Figarós” eftir Mozart.
Guðmundur Jónss. kynnir
Flytjendur: Geraint Evans,
Reri Grist, Elisabeth Söder-
ström, Gabriel Bacquier og
hljómsveitin Fhilharmonia
hin nýja. Stjórnandi: Otto
Klemperer.
16.15 Veöurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni.a. „Her-
mann og Dídi”. Þorleifur
Hauksson og Vilborg Dag-
bjartsdóttir ræða um bók
Guðbergs Bergssonar (Aður
útv. i bókmenntaþætti i
nóvember). b. Guðmundur
Guðmundsson skáld — ald-
arminning. Guðmundur G.
Hagalin rithöfundur flytur
erindi. (Aöur á dagskrá 5.
sept. s.l.).
17.25 Sextett Jurgens Francke
leikur létt lög.
17.40 (Ttvarpssaga barnanna:
„1 föður stað” eftir Kerstin
Thorvall Falk. Olga Guðrún
Arnadóttir les þýðingu sina
(10).
18.00 Stundarkorn með söng-
konunni Victoiu de los
Angeles. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?”. Jónas
Jónasson stjórnar
spumingaþætti um lönd og
lýði. Dómari: ólafur Hans-
son prófessor. Þátt-
takendur: Pétur Gautur
Kristjánsson og Lúövik
Jónsson.
19.45 íslenzk tónlist. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur.
Stjórnendur: Bohdan
Wodiczko, Karsten Ander-
sen og Páll P. Pálsson. Ein-
leikari: Denis Zigmondy,
Einar Vigfússon og Hans P.
Franzson. a. Kadensa og
dans eftir Þorkel Sigur-
björnsson. b. Canto elgiaco
eftir Jón Nordal. c. Fagott-
konsert eftir Pál P. Pálsson.
20.30 Ferðir séra Egils Þór-
haliasonar á Grænlandi.
Séra Kolbeinn Þorleifsson
flytur þriðja erindi sitt.
21.00 Pianókonsert I a-moll