Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 21
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 21 VERÐLAUN Kristján Friðrik Alex- andersson og Sigurður Örn Stefánsson hlutu 750 þúsund krónum hvor, úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi. Verðlaunin hljóta þeir vegna framúrskarandi námsárangurs. Báðir útskrifuðust úr BS-námi við Háskóla Íslands um helg- ina; Kristján Friðrik úr efna- fræði og Sigurður Örn úr eðlis- fræði. Þeir eru þakklátir og ánægð- ir með verðlaunin en hyggjast verja fénu hvor á sinn hátt. Sig- urður Örn ætlar að leggja sitt í banka og nota til húsnæðis- kaupa þegar þar að kemur en Kristján Friðrik ætlar að nýta peningana til þess að létta sér lífið í framhaldsnámi í Oxford, sem hann hefur í haust. Tvímenningarnir voru bekkjarfélagar í Menntaskólan- um á Akureyri og kepptu saman á Ólympíuleikunum í eðlis- fræði. Í Oxford ætlar Kristján Frið- rik að læra fræðilega eðlisefna- fræði en Sigurður Örn ætlar í fræðilega nútímaeðlisfræði í HÍ. Í sumar vinnur Kristján Friðrik á Raunvísindastofnun Háskólans en Sigurður Örn hjá Íslenskum orkurannsóknum. -bþs Afburðanemar fá vegleg peningaverðlaun: Ver›laununum vari› í húsnæ›iskaup og nám ÁNÆGÐIR Sigurður Örn og Kristján Friðrik fengu 750 þúsund krónur hvor úr Verðlauna- sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar. Guðmundur fæddist á Sýruparti á Akranesi árið 1909 en býr nú á dvalarheimilinu Höfða. Hann átti þess ekki kost að stunda háskólanám en vann að netagerð, fiskmati og útgerð. ANNO 2012 Svona sér listamaður Ólympíuleikvanginn í New York-borg árið 2012 fyrir sér. Fjórar borgir hafa sótt um að halda leikana það ár. LÖNG LEIÐ Hestarnir sem fara milli Ont- ario og Gimli hafa þegar verið sendir utan. Þeirra bíður 400 kílómetra reiðtúr. Riðið í vesturheim: Frá Eyrar- bakka til Gimli Á morgun leggja fimm reiðmenn upp í ferð frá Eyrarbakka til Gimli í Kanada. Förin er farin til að efla tengsl Íslendinga og Vest- ur-Íslendinga og minnast sögu ís- lenskra landnema í Vesturheimi. Fimmmenningarnir heita Elín Ósk Þórisdóttir, Karl Ágúst Andr- ésson, Friðþjófur Ragnar Frið- þjófsson, Lauren Arnason og Val- ur Örn Gíslason og eru öll þaul- vanir hestamenn. Riðið verður sem leið liggur frá Eyrarbakka til Hveragerðis, þaðan til Þingvalla og loks í Mosfellsbæinn. Hópur- inn flýgur svo utan og hefur ferð- ina á ný í Ontario 16. júlí og áætl- ar að vera í tvær vikur á baki uns komið er til Gimli en 400 kíló- metrar skilja borgirnar að. Ungur Kanadamaður, Declan O'Driscoll, er upphafsmaður ferð- arinnar og ætlar hann að gera henni skil í heimildarmynd. Hátíð verður við pósthúsið á Eyrarbakka á morgun þegar hestamennirnir leggja í hann og þeim meðal annars afhent bréf frá Byggðasafninu í bænum til Vestur-Íslendinga. Hátíðin og reiðtúrinn langi hefjast klukkan 16 á föstudag. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K G O T T F Ó LK M cC A N N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.