Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 21 VERÐLAUN Kristján Friðrik Alex- andersson og Sigurður Örn Stefánsson hlutu 750 þúsund krónum hvor, úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi. Verðlaunin hljóta þeir vegna framúrskarandi námsárangurs. Báðir útskrifuðust úr BS-námi við Háskóla Íslands um helg- ina; Kristján Friðrik úr efna- fræði og Sigurður Örn úr eðlis- fræði. Þeir eru þakklátir og ánægð- ir með verðlaunin en hyggjast verja fénu hvor á sinn hátt. Sig- urður Örn ætlar að leggja sitt í banka og nota til húsnæðis- kaupa þegar þar að kemur en Kristján Friðrik ætlar að nýta peningana til þess að létta sér lífið í framhaldsnámi í Oxford, sem hann hefur í haust. Tvímenningarnir voru bekkjarfélagar í Menntaskólan- um á Akureyri og kepptu saman á Ólympíuleikunum í eðlis- fræði. Í Oxford ætlar Kristján Frið- rik að læra fræðilega eðlisefna- fræði en Sigurður Örn ætlar í fræðilega nútímaeðlisfræði í HÍ. Í sumar vinnur Kristján Friðrik á Raunvísindastofnun Háskólans en Sigurður Örn hjá Íslenskum orkurannsóknum. -bþs Afburðanemar fá vegleg peningaverðlaun: Ver›laununum vari› í húsnæ›iskaup og nám ÁNÆGÐIR Sigurður Örn og Kristján Friðrik fengu 750 þúsund krónur hvor úr Verðlauna- sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar. Guðmundur fæddist á Sýruparti á Akranesi árið 1909 en býr nú á dvalarheimilinu Höfða. Hann átti þess ekki kost að stunda háskólanám en vann að netagerð, fiskmati og útgerð. ANNO 2012 Svona sér listamaður Ólympíuleikvanginn í New York-borg árið 2012 fyrir sér. Fjórar borgir hafa sótt um að halda leikana það ár. LÖNG LEIÐ Hestarnir sem fara milli Ont- ario og Gimli hafa þegar verið sendir utan. Þeirra bíður 400 kílómetra reiðtúr. Riðið í vesturheim: Frá Eyrar- bakka til Gimli Á morgun leggja fimm reiðmenn upp í ferð frá Eyrarbakka til Gimli í Kanada. Förin er farin til að efla tengsl Íslendinga og Vest- ur-Íslendinga og minnast sögu ís- lenskra landnema í Vesturheimi. Fimmmenningarnir heita Elín Ósk Þórisdóttir, Karl Ágúst Andr- ésson, Friðþjófur Ragnar Frið- þjófsson, Lauren Arnason og Val- ur Örn Gíslason og eru öll þaul- vanir hestamenn. Riðið verður sem leið liggur frá Eyrarbakka til Hveragerðis, þaðan til Þingvalla og loks í Mosfellsbæinn. Hópur- inn flýgur svo utan og hefur ferð- ina á ný í Ontario 16. júlí og áætl- ar að vera í tvær vikur á baki uns komið er til Gimli en 400 kíló- metrar skilja borgirnar að. Ungur Kanadamaður, Declan O'Driscoll, er upphafsmaður ferð- arinnar og ætlar hann að gera henni skil í heimildarmynd. Hátíð verður við pósthúsið á Eyrarbakka á morgun þegar hestamennirnir leggja í hann og þeim meðal annars afhent bréf frá Byggðasafninu í bænum til Vestur-Íslendinga. Hátíðin og reiðtúrinn langi hefjast klukkan 16 á föstudag. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K G O T T F Ó LK M cC A N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.