Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 2
2 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Á annan tug Íslendinga halda til Afganistan: Konur í fri›argæslu UTANRÍKISMÁL „Stefnt er að því að ein til tvær konur haldi til Afganistan í haust,“ segir Arnór Sigurjónsson, hjá íslensku friðar- gæslunni. Í lok júlí halda tveir hópar til þjálfunar í Noregi en í september að þjálfuninni lokinni halda friðargæsluliðarnir til Afganistan. Hóparnir sem hvor um sig skipa um átta til níu manns er ætlað að starfa í um fjóra mán- uði í Afganistan á vegum friðar- gæsluliðs Atlanthafsbandalags- ins. Konur verða þannig í fyrsta skipti við friðargæslustörf í Afganistan. „Þetta eru tvö sambærileg teymi sem fara til norðurs og vesturs. Þau vinna endurreisnar- og uppbyggingarstarf í sveitum landsins og þetta er hluti af við- leitni friðargæsluliðs Atlantshafs- bandalagsins að stuðla að stöðug- leika í landinu,“ segir Arnór. Íslenskir friðargæsluliðar starfa með norskum og finnskum friðargæsluliðum í norðurhlutan- um en með litháískum, lettnesk- um og dönskum í vesturhlutanum. - hb Spennan magnast enn fyrir botni Miðjarðarhafs: Lögregla og mótmælendur tókust á GAZA, AP Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutn- ings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spenn- an í herbúðum Palestínumanna. Til pústra kom í gær milli ísrael- skra lögreglumanna og fólks sem leggst gegn rýmingu ísraelskra landnemabyggða á Gaza-ströndinni en þúsundir mótmælenda höfðu komið sér fyrir í þorpinu Kfar Maimon. Þeir ætluðu að halda til Gaza en lögregla setti þeim stólinn fyrir dyrnar. Þrír lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús og allmarg- ir mótmælendur voru handteknir. Ríkisstjórnin boðar áframhald- andi hörku í samskiptum sínum við mótmælendur. Á Vesturbakkanum felldu ísra- elskir hermenn tvo palestínska skæruliða sem sagðir eru hafa til- heyrt samtökunum Heilagt stríð og Al Aqsa herdeildunum. Spenna fer vaxandi í samskipt- um Mahmouds Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, og Hamas-samtakanna. Abbas hefur farið þess á leit við Al-Aqsa her- deildirnar að þær gangi til liðs við hann í baráttunni við Hamas til að tryggja að brottflutningurinn frá Gaza gangi snurðulaust fyrir sig. ■ MÝVATNSSVEIT Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra hefur heim- ilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í fé- lagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. „Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið,“ segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðj- unnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðn- aðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkis- s t jórnar innar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverk- efnis í þágu bú- setuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanleg- um pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niður- staða sjóðsins hefur nú borist iðn- aðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostn- aður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. „Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila,“ segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að ein- hverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til fram- leiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. „Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega um- hverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venju- leg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. johannh@frettabladid.is LÍKIN FLUTT Á BROTT Mijbil Issa var skot- inn til bana ásamt lífverði sínum og ráð- gjafa. Hátt settur súnníi: Skotinn vegna nefndarsetu BAGDAD, AP Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær. Súnníar hafa verið í hópi þeirra sem hvað harðast hafa barist gegn hernámsliðinu og ríkisstjórninni enda eru þeir mjög óánægðir með sinn hag. Þeim voru tryggð nokkur áhrif í stjórnarskrárnefndinni en greinilegt er að öfgamenn vilja auka enn frekar á óánægju súnn- íanna með því að hræða þá frá þátt- töku í stjórnmálum. Fjöldi manns lést í hryðjuverka- árásum í Írak í gær, meðal annars voru 13 verkamenn skotnir nærri Baqouba. ■ UNDIRRITUN SAMKOMULAGSINS Franz Árnason forstjóri Norðurorku, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Gunn- ar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis. Lagning ljósleiðara: Bylting í gagnaflutningi TÆKNI Akureyrarbær hefur samið við Tengi hf. um lagningu á 250 kíló- metra löngu ljósleiðaraneti um nær alla Akureyri á næstu árum. Kostn- aðurinn verður um einn milljarður króna og segir Gunnar Björn Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Teng- is, að með tilkomu ljósleiðaranets- ins opnist Akureyringum margvís- legir möguleikar varðandi gagnvirk samskipti, aðgengi að fjölmiðlum og afþreyingu. „Undanfarin þrjú ár höfum við lagt 100 kílómetra af ljósleiðurum í götur bæjarins. Um 200 íbúðir eru nú þegar tengdar ljósleiðaranetinu í tilraunaskyni en næst munum við tengja 430 íbúðir í Naustahverfi. Að ári reiknum við með að 1.000 íbúðir verði tengdar ljósleiðaranetinu en fjölbýlishúsahverfi verða í for- gangi,“ segir Gunnar Björn. - kk SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Tjöld -landsins mesta úrval í Tjaldalandi við Glæsibæ Simex Coho 2ja manna Einfalt og skemmtilegt göngutjald. Þyngd 2,6 kg Verð 12.990 kr. SPURNING DAGSINS Benedikt, hefur›u eitthva› á móti almenningssundlaug- um? „Alls ekki, ég stunda þær líka grimmt.“ Benedikt S. Lafleur sjósundkappi ætlar að synda í öllum fjörðum Vestfjarðakjálkans í ágúst. NÝR RITSTJÓRI M YN D /A P PÚSTRAR OG ÁTÖK Í brýnu sló milli lögreglumanna og mótmælenda nærri Gaza í gær. Ekki liggur fyrir hversu margir mótmælendurnir voru, þeir segjast hafa verið um tuttugu þúsund en lögreglan telur að þeir hafi verið um sjö þúsund. KÍSILIÐJAN Í MÝVATNSSVEIT Húsakynni og ýmis búnaður verksmiðjunnar kann að nýtast í nýju hlutverki. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Ætla a› framlei›a vörubretti úr pappír I›na›arrá›herra segir framlei›slu á vörubrettum úr pappír álitlegan kost fyrir M‡vetninga og hefur gefi› N‡sköpunarsjó›i heimild til kaupa á hlut í slíkri verksmi›ju. FRIÐARGÆSLULIÐAR Í KABÚL Konur halda nú í fyrsta sinn til Afganistans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K FJÖLMIÐLAR Magnús Björn Ólafs- son stjórnmálafræðinemi hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdenta- blaðsins næsta vetur og tekur við af Helgu Arnardóttir. Sjö sóttu um starfið. Magnús hóf að skrifa greinar í blaðið á vorönn 2004 og var í ritstjórn blaðsins síðasta vet- ur. Stúdentablaðið, sem varð varð nýverið áttatíu ára, kemur út mán- aðarlega yfir veturinn og hefur undanfarin ár verið dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt sendiráð: Indland næst á dagskrá SENDIRÁÐ Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra gerði grein fyrir undir- búningi að nýju sendiráði Íslands á Indlandi á ríkisstjórnarfundi í gær. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður hans, segir að hugsanlega taki það til starfa um næstu áramót. „Þetta er í samræmi við aukna áherslu á samskipti við Asíu og markaði þar,“ segir Illugi. Hann bendir á tvíhliða viðskiptasamninga sem þjóðirnar hafi gert og samninga sem gerðir hafa verið í nafni EFTA. Hugsanlegt er að starfsemin í Strassborg verði flutt til Parísar í sparnaðarskyni um leið og kostnað- ur utanríkisþjónustunnar í Asíu eykst. ■ Hús í Kópavogi: Sólarhitinn sprengdi rú›u ÓHAPP Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins fékk um kvöldmatarleytið í gær tilkynningu um að sprenging hefði orðið á þrettándu hæð fjölbýl- ishúss við Rjúpnasali í Kópavogi. Íbúar á tólftu hæð heyrðu sprenginguna, sáu glerbrot falla til jarðar og hringdu í neyðarlínuna. Allt tiltækt lið var sent á vett- vang en þegar að var komið sást enginn eldur og litlar skemmdir, einungis rúða hafði sprungið. Svo virðist sem sólarhitinn hafi valdið sprengingunni. - shg 02-03 19.7.2005 22:26 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.