Fréttablaðið - 20.07.2005, Qupperneq 16
Maðurinn hefur alltaf haft gríðar-
lega þörf fyrir að segja og heyra
sögur sem standa á veikum fótum
og byggja á fáum eða engum stað-
reyndum. Stundum eru þær sagð-
ar til gamans og þá er öllum
skemmt. Stundum eru þær notað-
ar til að varpa ljósi á eitthvað
óþekkt og dularfullt. Stundum er
ótti útskýrður með ýmsum sögum
sem eiga mismikið við rök að
styðjast. Eitt er samt víst að
sagnagleðin er til staðar og á bak
við hana eru margar mismunandi
ástæður.
Ein sagnanna sem gengur milli
manna í íslensku samfélagi í dag
er sú að á Íslandi séu sífellt færri
að eignast sífellt stærra hlutfall
eigna á Íslandi. Bent er á Baugs-
feðga, Björgólfsfeðga, Jón Ólafs-
son, Bakkabræður, eigendur Sam-
herja og bankastjóra KB banka og
þeir sagðir hafa efnast svo mikið
á síðustu árum að furðu sætir.
Því ber ekki að neita að þessir
einstaklingar eru efnaðir á ís-
lenskan mælikvarða og að auður
þeirra hefur vaxið mjög á síðustu
árum. Hins vegar hafa þeir hafa
ekki sankað að sér neinu sem aðr-
ir áttu tilkall til og því fer líklega
fjarri að samanlagðar eignir
þeirra séu að vaxa í hlutfalli við
eignir allra annarra á Íslandi.
Staðreyndin er sú að á Íslandi hef-
ur aldrei verið til meiri auður en í
dag og þótt nokkrir menn séu
nafngreindir breytir það engu um
þá staðreynd að aldrei áður í sög-
unni hafa fleiri Íslendingar átt
jafnmiklar eignir.
Sú þjóðsaga að á Íslandi séu ör-
fáir menn að sanka að sér sífellt
stærra hlutfalli eigna á Íslandi er
röng. Kakan er einfaldlega að
stækka og um leið allar sneiðar
hennar, þar með taldar þær stóru.
Önnur vinsæl sögusögn á Ís-
landi á rætur sínar að rekja til
upphafs kvótakerfisins á Íslandi.
Sagt er að þeir sem sóttu sjóinn
þegar kvótakerfinu var komið á
hafi fengið eitthvað gefins, jafn-
vel verðmæti. Verðmætin voru þó
engin á meðan þeir sóttu ekki sjó-
inn. Óplægður akur gefur lítið af
sér og hið sama gildir um óveidd-
an fisk. Fólk gerir sér alla jafna
grein fyrir því að með því að
breyta timbri og steypu í hús hafi
verðlitlum hráefnum verið breytt
í verðmæti og eign með notkun
vinnu og erfiðis. Hví höfðu þáver-
andi sjómenn ekki sama tilkall til
óveidds fisksins og við höfum til
launa okkar eftir langan
vinnudag? Auðvitað voru
sumir sem fengu
meira en aðrir og
aðrir sem
fengu
minna en sumir en heildarmyndin
ætti að standa fyrir það.
Sama saga er sögð af þeim sem
keyptu íslensku ríkisbankana,
sama hverjir þeir svo sem voru.
Var ríkið ekki að gefa þeim bank-
ana úr því þeir hafa hækkað
svona mikið í verði síðan þeir
voru seldir? Svarið er nei. Bank-
arnir urðu fyrst verðmætir þegar
ríkið hafði sleppt þeim úr klóm
sínum og eigendur þeirra hafa
eðlilega notið þess. Þegar ríkið á
eitthvað er það einfaldlega verð-
minna en þegar ríkið á það ekki.
Við lifum í samfélagi sem
byggist á einstaklingsframtakinu,
dugnaði og viljanum til að vinna.
Sumir geta samt ekki notið árang-
urs annarra og telja að eins
manns gróði hljóti að vera annars
manns tap. Ef einn auðgast hlýtur
annar að verða fátækur. Þegar
einn skapar verðmæti úr verð-
leysu hlýtur annar að hafa misst
spón úr aski sínum. Gott er þá að
vita til þess að ekkert slíkt á við
rök að styðjast. Þeir fáu og ríku
draga bátinn fyrir okkur öll og
þegar þeir berjast áfram í lífinu
við að skapa verðmæti og eignir
handa sjálfum sér eru þeir að
stækka kökuna sem við
hin höfum til umráða.
Engin saga eða goð-
sögn breytir
þeirri stað-
reynd.
20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
ÞJÓÐSAGNAGLEÐI
GEIR ÁGÚSTSSON
VERKFRÆÐINGUR
Sú fljó›saga a› á Íslandi séu
örfáir menn a› sanka a› sér
sífellt stærra hlutfalli eigna á
Íslandi er röng. Kakan er ein-
faldlega a› stækka og um lei›
allar snei›ar hennar, flar me›
taldar flær stóru.
Tvær fljó›sögur
Jón og Guðrún
Sú var tíð í þessu landi að ekkert var
flókið við nafngiftir. Foreldrar barna
völdu þeim nöfn og presturinn sá um
blessunina og bókfærsluna. Fólk var
vanafast og allur þorri foreldra kaus
hefðbundin nöfn eins og Jón og Guð-
rún; í fyrsta manntali sem tekið var 1703
hét fjórði hver maður Jón og fimmta
hver kona Guðrún. Svo voru auðvitað
auðvitað litríkari nöfn eftir tísku og tíðar-
anda hverju sinni. Þegar Napóleon keis-
ari var til dæmis dáður og dýrkaður um
alla Evrópu kom fyrir að börn við ysta
haf væru látin heita í höfuðið á honum.
Þótti sjálfsagt enda litið svo á að nafn-
gift væri einkamál hverrar fjölskyldu og
hvers einstaklings. Ekki hvarflaði að fólki
á þeim tíma að slíkt höfðingjanafn gæti
skaðað „málkerfi tungunnar“, enda
hefðu menn þurft að láta segja sér
tvisvar að slíkt fyrirbæri væri til.
Enginn Napóleon
Nú eru aðrir tímar. Mannanafnanefnd rík-
isins vakir yfir nafngiftum í landinu. Gefur
út lista yfir nöfn sem heimilt er að bera.
Úrskurðar um nýmæli og vafaatriði.
Bannar og fordæmir. Ekki er Napóleon á
nafnaskrá ríkisins. Og ekki nútímahöfð-
ingjar eins og Bush og Blair.
Meginreglan fyrir samþykki
nafna er að þau samræm-
ist beygingarkerfi íslenskr-
ar málfræði. Ef ekki, verða
þau að minnsta kosti að
eiga sér óslitna hefð í
málinu. Hið síðar-
nefnda er skýringin á
því að á hinni opin-
beru nafnaskrá eru ýmis útlend manna-
nöfn eða óbeygjanleg.
Óvinsæl lög
Úrskurðir Mannanafnanefndar eru gjarn-
an tilefni frétta í fjölmiðlum. Ástæðan er
líklega sú að mörgum finnst að ósam-
ræmis – jafnvel ósanngirni – gæti stund-
um í úrskurðum nefndarinnar. Hitt vegur
ekki síður þungt að meðal landsmanna
virðist engin sátt um reglur mannanafna-
laganna. Á vefnum politik.is var rifjað upp
í vikunni að þegar Gallup spurði að því
fyrir tíu árum hvort eðlilegt væri að ríkið
hefði afskipti af nafngiftum fólks hefðu
innan við 20% svarenda verið sammála
lögunum. Af umtali um mannanöfn í
þjóðfélaginu má ætla að viðhorfin hafi
lítið breyst á þessum tíma.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins flutti í gærkvöld þau nöt-urlegu tíðindi að íslenskir unglingar eru líklegri enjafnaldrar sínir víða um Evrópu til að hafa prófað að
sniffa. Samkvæmt nýjustu samanburðartölum við önnur
lönd hafa tólf prósent 15 til 16 ára íslenskra krakka sniffað
og er ástandið hvergi verra á Norðurlöndunum en hér, að
Grænlandi undanskildu.
Í fréttinni kom einnig fram að sniff eykst þegar slaknar á
umræðunni um hversu hættulegt það er, en eins sorglega og
það hljómar virðist þurfa fréttir um að einhver unglingur-
inn hafi skaðað sig á sniffi til þess að aðrir taki sönsum.
Hvað er til ráða? Efnin sem unglingarnir sniffa af eru allt
í kringum okkur, lím, gas, kveikjarabensín og jafnvel túss-
pennar sem hægt er að nálgast í næstu ritfangaverslun.
Ekki er hægt að banna sölu þessara efna eða hefta aðgang
unglinga að þeim. Það eina sem hægt er að gera er að tala
við krakkana og útskýra fyrir þeim hversu glórulaust rugl
sniffið er og vona að þau taki mark á fræðslunni.
Það er athyglisvert að bera saman sniff og neyslu ólög-
legra fíkniefna. Hvatinn að baki neyslunni er í báðum tilfell-
um eftirsókn í vímu og eflaust að einhverju leyti bannhelg-
in sem hvílir yfir þeim; á ákveðnu æviskeiði getur þörfin
fyrir að gera uppreisn gegn löglegum gildum rekið fólk til
að gera ótrúlegustu dellu. En samanburðurinn nær ekki
lengra. Sá sem selur unglingi í sakleysi sínu tússpenna, sem
unglingurinn notar síðan til þess að sniffa af og stórskaða
sig, er ekki kallaður „sölumaður dauðans“. Samfélagið varp-
ar ábyrgðinni ekki á ritfangavörukaupmanninn, heldur með
réttu á fíflsku unglingsins og foreldrana fyrir að hafa ekki
sinnt uppeldishlutverki sínu.
Auðvitað er reginmunur á því að selja einhverjum dóp og
því að selja kveikjarabensín eða límtúpu sem síðan eru
notuð til að komast í vímu. Engu að síður er það þörf hug-
vekja fyrir íslenska foreldra og ekki síður stjórnmálamenn,
sem slá um sig með frösum um aukna fjárveitingu til fíkni-
efnalöggæslu, að vandinn verður seint leystur með vald-
boðum.
Á meðan eftirspurnin er mikil eftir dópi verður framboð-
ið af dópi nóg. Sama hversu mörg kíló tollgæslan gerir upp-
tæk og margir eiturlyfjasalar verða settir bak við lás og slá,
ekkert mun breytast nema það takist að ná fram hugarfars-
breytingu gagnvart eðli fíkniefnaneyslunnar. Áherslan á
sölumenn og innflytjendur eiturlyfja er alltof veigamikil.
Baráttan verður að hefjast inni á heimilunum. Skólinn og
aðrar opinberar stofnanir hafa svo sannarlega mikilvægu
hlutverki að gegna þegar kemur að forvörnunum en umfram
allt þarf fólk að horfa inn á við og velta fyrir sér hvernig það
getur forðað börnum sínum frá því að misnota fíkniefni,
hvort sem það er tóbak, brennivín eða eitthvað annað. ■ LANDSBANKINN „Bankarnir urðu fyrst verðmætir þegar ríkið hafði sleppt þeim úr klóm
sínum og eigendur þeirra hafa eðlilega notið þess,“ segir greinarhöfundur.
Hvernig á að berjast gegn vímuefnum sem hægt
er að nálgast í næstu ritfangavöruverslun?
Sniff, eiturlyf og
ábyrg› foreldra
16 leiðari 19.7.2005 22:26 Page 2