Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 62

Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 62
30 20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Lárétt: 1 mótar, 6 ónn, 7 fersk, 8 fimmtíu og einn, 9 austur-þýskaland (sk.st.)10 borsveif, 12 nár, 14 sleip, 15 endalok í boxi, 16 bogi, 17 bein, 18 trjónu. Lóðrétt: 1 gjóta, 2 forfaðir, 3 ónefndur, 4 andagift, 5 vesæll, 9 fara sér ekki óðs- lega, 11 alda, 13 hreysi, 14 kátur, 17 sólguð. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Mörg hundruð manns hafa nú far- ið í leikprufu hér á landi til að freista gæfunnar fyrir aukahlut- verk í næstu kvikmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, en myndin verður að hluta til tek- in upp hér á landi. Að sögn Alexíu Bjargar Jó- hannesdóttur, ráðningastjóra hjá Casting, eru prufurnar enn í full- um gangi en auk stadista er verið að leita eftir leikurum í þrettán textahlutverk. Fjörutíu manna hópur ís- lenskra karlmanna berst nú um hlutverkin þrettán en Alexía og ráðningastjórinn Phyllis Huffman vinna nú að því að þrengja hópinn enn frekar. Phyllis Huffer hefur verið hægri hönd Eastwoods þeg- ar kemur að hlutverkavali í kvik- myndum hans og var hún meðal annars ráðningastjóri fyrir Ósk- arsverðlaunamyndina Million Dollar Baby. Sagt var frá því í Fréttablaðinu að sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal hefði tekið þátt í leikpruf- unum. Félagar hans, þeir Sveppi og Pétur, hrekktu drenginn og sáu til þess að hann var látinn leika hermann í dauðateygjunum. Hrekkurinn virðist þó ekki hafa skemmt fyrir Audda, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, því hann er einn af þeim fjörutíu sem koma sterklega til greina í hlut- verk í kvikmyndinni. Í næstu viku kemur í ljós hverjir hinna fjörutíu komast áfram en sá hópur kemur til með að hitta leikstjórann í eigin per- sónu. Mun þá Eastwood sjálfur skera úr um hvaða íslensku karl- menn fá hlutverk í myndinni. ■ Mætir Auddi Eastwood? CLINT EASTWOOD Þrettán íslenskir karl- menn eiga möguleika á að fara með texta- hlutverk í Flags of Our Fathers. Í haust mun íslenska útgáfan af Piparsveininum hefja göngur sínar. Það er Skjár einn sem hef- ur keypt hugmyndina af þættin- um frá Bandaríkjunum en Saga Film mun framleiða þá fyrir stöðina. Bandaríska útgáfan af Bachelor hefur verið feikilega vinsæl hjá áhorfendum stöðvar- innar. Magnús Ragnarsson segir að þeir geri miklar væntingar til þáttarins. „Þetta verður stjarnan á dagskránni hjá okkur,“ segir hann, fullur bjartsýni. Jón Ingi Hákonarson verður umsjónarmaður þáttarins og mun kynna þátttakendur þegar á hólminn er komið en Maríanna Friðjónsdóttir sér um fram- leiðslu þáttanna hjá Saga Film. Hún segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Þetta gengur ljóm- andi vel og við erum að vinna úr umsóknum.“ Hún segir að stúlk- urnar sem sótt hafi um séu flest- ar vænlegar. „Þetta eru góðir kvenkostir. Gullfallegar, að inn- an jafnt sem utan,“ bætir hún við. Að sögn Maríönnu verða þætt- irnir ekki niðursoðinn bandarísk- ur raunveruleiki heldur verður hann sniðinn að íslensku um- hverfi. „Íslenska eðlið er öðruvísi en það bandaríska og við munum ekki keyra eins mikið á dramatík- inni eins og í fyrirmyndinni,“ seg- ir hún en bætir við að dramatíkin verði óhjákvæmilega aldrei langt undan. Þá er hvergi gerð krafa um að þau tvö sem eftir standa gangi í það heilaga. „Keppendur eiga að hafa gaman af þessu,“ segir Marí- anna. Leitin að hugsanlegum tengda- syni Íslands er einnig í fullum gangi þó að færri drengir hafi sótt um. „Við fylgjum eftir ákveðnum hagtölum. Karlmenn um þrítugt eru að leita sér að kvonfangi en konur í kringum 26 ára eru að leita sér að mannsefni,“ segir hún. Þær kröfur eru gerðar til karl- manna að þeir séu með hreint sak- arvottorð, hreina samvisku, hafi heilbrigð áhugamál og jákvæð lífsviðhorf. „ Við erum að leita að manni sem íslenskar konur gætu hugsað sér sem eiginmann eða tengdason.“ Ekkert verður til sparað svo að upplifunin verði sem allra mest og best. Farið verður með kepp- endur á staði sem þeim hefur aldrei dottið í hug að þeir myndu fara á og einhverjir verða svo lánsamir að fara til útlanda. Hvað verðlaunin varðar segir Maríanna að enn sé verið að vinna í þeim. „Stærstu verðlaunin verða auðvit- að upplifunin af því að taka þátt í svona þætti.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN INGI HÁKONARSON Þessi geðþekki leikari mun leiða íslenska áhorfendur í gegn- um leitina að tengdasyni Íslands. ÍSLENSKI PIPARSVEINNINN: MARGIR VILJA VERA MEÐ Leitin að tengdasyni Íslands hafin ...fær Sveinborg Hauksdóttir fyrir að fæða þríbura, tvær stúlkur og einn dreng, á aðeins fimmtán mínútum. HRÓSIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt: 1hannar, 6ofn, 7ný, 8li, 9ddr, 10dór, 12lík, 14hál, 15ko, 16ýr, 17rif, 18rana. Lóðrétt: 1hola, 2afi, 3nn, 4andríki, 5 rýr, 9dól, 11bára, 13kofi, 14hýr, 17ra. M YN D /© R EU TE R S ÓLJÓST HVERSU UM- FANGSMIKIÐ Já, það er vændi á Ís- landi. Hversu skipulagt það er veit ég ekki. Það voru teknar stikkprufur á nektarstöðunum þeg- ar þeir voru og hétu og þá var nánast hægt að fá hvað sem er hvenær sem er. Þess utan eru greinilega vændisaug- lýsingar á hinum ýmsu netmiðlum. Svo það er augljóslega vændi til staðar á Íslandi og virðist vera kúnnahópur hér fyrir þetta. Hins vegar er óljóst hversu umfangsmikið vændið er. VERÐUM AÐ UPPRÆTA VÆNDI Já, maður óttast það að skipulagt vændi sé til staðar á Íslandi. En við verðum að nota öll til- tæk ráð til að uppræta vændi og meðal annars að breyta lögunum í þá átt að kaupendur vænd- is verði gerðir refsiábyrg- ir. Að sama skapi tel ég mikilvægt að seljandi vændis sé ekki gerður refsiverður því vanda hans ber að leysa með félagslegum úrræðum en ekki refsiréttarlegum úrræðum. ALLT ANNAÐ ER TIL Já, stórt er spurt. Ekki svo ég viti til en þar sem allt annað er til á Íslandi þá er skipulagt vændi pottþétt líka til staðar. Það er ýmislegt varðandi íslenskt rétt- arkerfi sem þarf að at- huga og þetta er einn dropi í það risastóra haf. Yfirleitt er það nú seljandinn sem er fórnarlambið þegar kem- ur að vændi en svo er ekki í öllum tilfellum. Ég held alveg örugglega að það sé vændi á Íslandi og að mínu mati ætti kaupandinn að vera refsiverður en ekki seljandinn. ÞRÍR SPURÐIR GÍSLI HRAFN ATLA- SON MANNFRÆÐ- INGUR. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON, ÞING- MAÐUR SAMFYLK- INGARINNAR. MAGNI ÁSGEIRSSON TÓNLISTARMAÐUR. ER SKIPULAGT VÆNDI Á ÍSLANDI? Frétt Blaðsins frá því í gær þessefnis að hugmyndin að grín- innslögum Bananaz stelpnanna, Írisar Daggar Pétursdóttur og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, væri stolin af Skjá einum kom flatt upp á þær stöllur sem skemmta áhorfendum sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus í Kvöldþætti Guðmundar Steingríms- sonar. Samkvæmt frétt Blaðsins höfðu Rósa Guðmundsdóttir og Þórdís Filipsdóttir komið að máli við Helga Hermannsson, þáverandi dagskrárstjóra Skjás eins, og kynnt fyrir honum hugmyndir að stuttum grín- innslögum sem Hermann á svo að hafa tekið með sér þegar hann hóf störf hjá 365 sem gef- ur meðal annars út Fréttablaðið og rekur Sirkus. Hin- ar einu og sönnu Bananz, Íris og Lilja, standa hins vegar harðar á því að hugmyndin að innslögunum sé þeirra og í raun voru þær löngu byrjaðar að fikta við dagskrárgerð af þessu tagi áður en Sirkus kom til sögunnar. Þessar ávirðingar um hugmyndaþjófnað séu því rakalausar og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Stelpurnar hafa þar fyrir utanaldrei hitt Helga Hermannsson að máli og leituðu beint til Guðmundar Steingrímssonar og sýndu honum drög að innslögum sínum en Guð- mundur ritstýrir Kvöldþættinum auk þess sem hann er í eldlínunni í út- sendingunni. Blaðið hefur tekið til- raunum Írisar og Lilju til þess að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi fálega en svo undarlega vill til að einn reynslumesti blaðamaður Blaðsins, Andrés Magnússon, skrif- aði bananafréttina sem þykir svona kengbogin. Andrés sem ætti að vera hokinn af reynslu í fjölmiðlum virðist því ekki síst kunna ýmislegt fyrir sér í svokallaðri „krana- blaðamennsku“ sem gengur út á það skrúfa frá einum heimildar- manni í frétt en virða önnur sjónarmið að vettugi. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 62-63 (30-31) Folk 19.7.2005 19:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.