Fréttablaðið - 30.07.2005, Page 8

Fréttablaðið - 30.07.2005, Page 8
1Hversu mikið jukust skuldir heimil-anna í fyrra? 2Hvað heitir nýr útvarpsstjóri Ríkis-útvarpsins? 3Hver var besti leikmaður 7.-12. um-ferðar Íslandsmóts karla í fótbolta? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Umdeild lífskjararannsókn bæjaryfirvalda á Akureyri: Trúna›i létt af bæjarfulltrúum LÍFSKJARARANNSÓKN Trúnaði vegna skýrslu um samanburðarrans- sókn á lífskjörum Akureyringa og Reykvíkinga, sem IMG Gallup framkvæmdi í vor að ósk bæjar- yfirvalda á Akureyri, var aflétt síðastliðinn fimmtudag hvað varðar bæjarfulltrúa á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti samhljóma þann 7. júlí síðastliðinn að trúnaður skyldi hvíla á skýrslunni en Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, segir að ekkert sé að finna í skýrslunni sem ekki þoli dagsins ljós og því hafi trúnaði nú verið aflétt. „Búið er að kynna stóran hluta skýrslunnar og ætlunin var alltaf að opinbera fleiri niðurstöður,“ segir Jakob. Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, á sæti í bæjarráði fyrir hönd minnihlutans og segist hún hafa samþykkt trúnaðinn án þess að hafa fengið skýrsluna í hendur eða vitað hvað fólst í trúnaðinum. „Eftir að hafa fengið skýrsl- una í hendur sé ég enga ástæðu til að trúnaður ríki um hana. Það er því bara klúður hjá bæjar- stjóranum og meirihlutanum að setja trúnað á skýrsluna,“ segir Valgerður. - kk Listi Forbes yfir 100 valdamestu konur heims: Condoleezza Rice valdamest KONUR Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heims- ins. Stjórnmálamenn skipuðu sér í efstu fjögur sætin, því á eftir Rice kemur Wu Yi, aðstoðarforsætis- ráðherra Kína og heilbrigðis- ráðherra, og í þriðja sæti er Yulia Tymoshenko, forsætisráðherra Úkraínu. Í fjórða sæti er forseti Filippseyja, Gloria Arroyo. Í næstu sex sætunum eru hins vegar konur í viðskiptalífinu, svo sem forstjóri uppboðsvefjarins eBay, Margaret Whitman, sem er í fimmta sæti á listanum og því valdamesta kona viðskiptalífsins. Sjónvarpskonan heimsfræga, Oprah Winfrey, er níunda valda- mesta kona heims samkvæmt list- anum. Rithöfundurinn J.K. Rowling, sem skrifar Harry Potter-bækurn- ar, er í fertugasta sæti listans, en skipaði 85. sætið í fyrra. Hún er valdamesta kona Bretlands sam- kvæmt listanum, en hún er jafn- framt auðugasta kona landsins. Elísabet Englandsdrottning er í 75. sæti listans en Cherie Booth Blair, lögmaður og eiginkona forsætisráð- herra Bretlands, er í 62. sæti. Hillary Clinton er í 26. sæti en Laura Bush, forsetafrú Bandaríkj- anna, er í 46. sæti. Valdamesta kona Norðurland- anna er samkvæmt listanum Tarja Halonen, forseti Finnlands, en hún er í 31. sæti á listanum. - sda Óánægja me› ló›aúthlutanir Óánægja er me› úthlutun ló›a í n‡ju hverfi í Kópavogi. Bent hefur veri› á hversu hátt hlutfall fleirra sem úthluta› fengu ló› eru flekktir e›a efna›ir einstaklingar e›a tengjast bæjarmálum e›a bæjarfulltrúum. BÆJARSTJÓRNARMÁL Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópa- vogs tilkynnti nöfn þeirra sem út- hlutað var lóðum. Einbýlishúsalóð- um var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyld- menni bæjarráðsmanna eða fyrr- verandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálma- dóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnu- maður og faðir hans Arnór Guðjohnsen. Þá fengu einnig lóðir Örn Árna- son leikari, Hreggviður Jónsson, at- hafnamaður og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Stöðvar 2, og Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulags- stjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. „Ég held að þeir sem fengu út- hlutað séu allir ánægðir,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. „Það er ljóst að við gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve margar þær voru. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang,“ segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðirnar svarar Gunnar: „Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er.“ Hann bendir á að á næstu mán- uðum verði úthlutað hundruðum lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leyti með þeim. sda@frettabladid.is Greiðslukort: Velta eykst miki› FJÁRMÁL Greiðslukortavelta Ís- lendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikorta- velta jókst um tæp fjórtán pró- sent á tímabilinu og debetkorta- velta um tæp 26 prósent, sam- kvæmt Hagvísi Hagstofu Ís- lands. Kredikortavelta Íslendinga erlendis jókst um rúm tuttugu prósent á tímabilinu á meðan er- lend greiðslukortavelta hér á landi jókst aðeins um 0,3 pró- sentustig. Nýskráningum bíla fjölgaði gríðarlega fyrri sex mánuði ársins, eða um 63,2 pró- sent. - ht Fjögur innbrot: Innbrotahrina í Keflavík INNBROT Lögreglan rannsakar nú innbrot í fjögur hús í Reykjanesbæ. Brotist var inn í íbúðarhús með því að spenna upp glugga en húseigend- ur höfðu verið fjarverandi í tvær vikur og er því ekki ljóst hvenær innbrotið átti sér stað. Þjófurinn lét greipar sópa og hvarf á braut með skartgripi, farsíma, fatnað, tölvu- leiki, áfengi og 400 geisladiska. Þá var brotist inn í Myllubakka- skóla og skjávarpa stolið. Einnig var brotist inn í Holtaskóla og í tré- smíðaverkstæði í Reykjanesbæ. Þar tóku innbrotsmennirnir ekkert með sér en unnu mikil spjöll. -jse ESB og Marokkó: Sami› um fiskvei›ar BRUSSEL, AP Fulltrúar Evrópusam- bandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiði- lögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portú- gal. Joe Borg, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að ESB myndi borga Marokkó 36 milljónir evra, andvirði hátt í 2,9 milljarða króna, á ári fyrir 60.000 tonna kvóta í marokkóskri lögsögu. FULLTRÚI VINSTRI GRÆNNA Valgerður H. Bjarnadóttir gagnrýnir trúnað sem settur var á skýrslu um lífskjararannsókn á Akur- eyri. Sem fulltrúi í bæjarráði átti hún þátt í að setja trúnaðinn á en segist á þeim tíma ekki hafa vitað hvað í honum fólst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Sæti Nafn Land Starfsheiti a 1 Condoleezza Rice Bandaríkin Utanríkisráðherra 2 Wu Yi Kína Aðstoðarfors.ráðh. og heilbr.ráðh. 3 Yulia Tymoshenko Úkraína Forsætisráðherra 4 Gloria Arroyo Filippseyjar Forseti 5 Margaret Whitman Bandaríkin Forstjóri eBay 6 Anne Mulcahy Bandaríkin Forstjóri Xerox 7 Sallie Krawcheck Bandaríkin Fjármálastjóri Citigroup 8 Brenda Barnes Bandaríkin Forstjóri Sara Lee 9 Oprah Winfrey Bandaríkin Stjórnarformaður Harpo 10 Melinda Gates Bandaríkin Meðstofnandi The Bill & Melinda Gates Foundation CONDOLEEZZA RICE Valdamesta kona heims samkvæmt tímaritinu Forbes. FRÁ NÝJU ÞINGAHVERFI Í KÓPAVOGI Óánægja er með úthlutun lóða í Kópavogi og hafa gagnrýnendur sett sig í samband við Fréttablaðið. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þekktra og efnaðra einstaklinga hafi fengið úthlutað lóð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.