Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 23

Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 23
í útjaðri borgarinnar Taree og þar er hún með fjóra hesta ásamt fjölda annarra dýra. Hulda hefur alltaf átt hesta og dreymir um að komast á bak hér heima. Mamma hennar sér um dýrin í fjarveru hennar, en hún býr í 200 kílómetra fjarlægð frá búgarðinum. „Við Sue-Anne fórum í gegnum skilnað á sama tíma svo nú búa þau Logan hjá mér,“ segir Hulda. „Hlutverkin hafa snúist við, Sue- Anne er eins og mamman og hugs- ar um mig. Ég ræð ekki orðið við að gera allt sem mig langar að gera en ég á samt marga góða daga. Auðvitað er ég búin að reyna alls konar óhefðbundnar lækningar og innst inni gefur maður aldrei alveg upp vonina. Fólk er líka ótrúlega duglegt að ráðleggja mér alls konar hluti og segja kraftaverkasögur. Þá má ekki gleyma pabba, sem aðhyllist slíkar lækningar og hefur af þeim góða reynslu.“ Jón brosir og segist hafa verið með magasár í tíu ár fyrir margt löngu. „Þá dugði ekkert sem ég fékk hjá læknunum en svo snar- læknaðist ég þegar ég sneri mér að óhefðbundum lækningum. Nú er ég 62 ára og kenni mér einskis meins.“ Ég hef orð á að hann sé ungleg- ur og líti vel út en Hulda blikkar mig kankvís. „Ekki segja honum það, þá verður hann svo óþolandi montinn,“ segir hún og skellihlær. Ég kveð þessa ljúfu fjölskyldu og óska henni alls hins besta. „Takk fyrir það,“ segir Hulda, „og takk fyrir að koma. Mig langaði svo að deila því með fólki hvað það er mikilvægt að láta óskir sín- ar rætast og lifa hvern dag út í æsar. Lífið er svo stutt og getur verið svo yndislegt. Það verður aldrei of oft undirstrikað hvað það er mikilvægt að njóta þess tíma sem okkur er úthlutaður.“ Á leiðinni út fylgja mér glað- vær hlátarsköll úr herbergi 102. Þó dauðinn né sannarlega nálæg- ur er gleði fjölskyldunnar yfir samverunni fölskvalaus. LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 ENDURFUNDIR Hulda Parrish er dauðvona en lagði á sig langt og strangt ferðalag til að hitta Huldu ömmu sína í síðasta sinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.