Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 25

Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 30. júlí, 211. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.28 13.34 22.38 AKUREYRI 3.54 13.19 22.40 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Magnús Kjartansson tónlistarmaður á þriggja ára pickup-bíl og telur að hann sé „trendsetterinn“ í þessari tísku. Að minnsta kosti var hann fyrst- ur í sínum vinahópi. „Þetta er Chevrolet Silverado, það dugir sko ekkert minna,“ segir Magnús. „Hann er ekkert rosalega sætur, en ágætur ef horft er framan á hann. Þetta er náttúrlega dísil- bíll og þrátt fyrir að við séum að upplifa rosalegar breytingar mun ég halda mig við dísilið. Ég er að draga hestakerrur og dísil- vélarnar vinna bara öðruvísi. Bíllinn nýtist mjög vel í hestamennskunni og pallurinn er ægilega fínn fyrir hnakka, reiðtygi og ann- an útbúnað. Það er fínt að þurfa ekki að hafa þetta dót inni í bílnum. Svo er annað flott við þennan bíl en það er gúmmígólf sem hægt er að skúra. Það myndi ég halda að hestamenn kynnu vel að meta. Pickup- trukkur með teppi, það er einhver þversögn í því.“ Magnús og pickup-inn eru þó ekki á leið í ferðalag um verslunarmannahelgina. „Ég ætla að vera heima og slaka mikið á, kannski hendi ég einhverju á grillið og æfi mig svolítið á píanóið. Ég hef sjaldan getað notið hvíldar um þessa helgi, þess vegna nýt ég þess svo vel núna. Það var samt yndislegt að vera á ferðinni á sínum tíma.“ Magnús hefur verið farsæll bílstjóri og þakkar það árvekni sinni. „Mér hættir til að vera örlítið á öndverðurm meiði við afstöðu Íslendinga í umferðarmálum og alla þessa gífurlegu forsjárhyggju. Óstýriláti ung- lingurinn verður vitlausastur ef mamma er í mjög ströngu skapi. Ég er líka meðmæltur því að sett verði lög á þá sem ætla að vanda sig svo ofboðslega að þeir eru beinlínis hættulegir öðrum. Þessa sem safna í röð fyrir aftan sig og valda spennu og tauga- veiklun.“ En hvað er flottasta verslunarmanna- helgarlag allra tíma? Þjóðhátíðarlög Vestmanneyinga standa upp úr, þeir eiga heiðurinn af að skapa þessa hefð. Lag Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ, Ég veit þú kemur í kvöld til mín, hlýtur að eiga vinninginn.“ edda@frettabladid.is Þversögn í teppa- lögðum trukk atvinna@frettabladid.is Orlofsupp- bót 2005 fyrir orlofsár- ið sem hófst 1. maí 2005 er kr. 21.800 miðað við fullt starf fyrir flestar starfsgreinar nema versl- unarmenn. Greiða á upphæðina út í upphafi orlofstöku en í síðasta lagi 15. ágúst. Það borgar sig því að fylgjast með því hvort uppbótin er komin inn eða ganga á eftir henni öðrum kosti. Ranghermt var í nýjasta tölublaði VR blaðsins að versl- unarmenn ættu von á 45.000 krónum en rétt mun vera að orlofsuppbót verslunarmanna er 16.500 krónur. Innheimtutilraun STEF vegna sumarbústaða Or- lofssjóðs BHM stenst ekki laga- lega að mati fráfarandi fram- kvæmda- stjóra sjóðsins. STEF sendi Orlofs- sjóðnum bréf þar sem gerð er krafa um að sjóður- inn greiði gjöld til STEFs þar sem opin- ber flutn- ingur um útvarp og sjónvarp fari fram í sumarbú- stöðum BHM. Frídagur verslunarmanna er á mánudaginn og eins og venjulega heldur VR upp á daginn með fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í Laugardal. Þúsundir fé- lagsmanna og aðrir gestir hafa skemmt sér í garðinum á þess- um hátíðisdegi á undanförnum árum. Aðgangur að garðinum er ókeypis og tilboð er á dag- pössun í leiktækin. Maggi Kjartans segist vera svolítil „kanamella“, sem hann rekur til æskustöðvanna í Keflavík. Hann gleðst yfir því að amerískir pickup-bílar séu í tísku. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA BÍLARHÚS NÁM FERÐIR MATUR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma, við erum búnar að sitja svo lengi núna, getum við ekki bara gefið þeim pening og farið heim? Volkswagen Touareg reynsluekið BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.