Fréttablaðið - 30.07.2005, Page 62

Fréttablaðið - 30.07.2005, Page 62
46 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Það er ekki annað hægt að segjaen að Landsbankinn sé frjáls og óháður. Á miðvikudagskvöldið var heilt tökulið að mynda auglýsingar fyrir bankann á veitingahúsinu Kaffibrennslunni. Aðalleikarar auglýsinganna voru allir samkyn- hneigðir og spilaði Andrea Jónsdóttir rokkamma stóra rullu. Mikið var lagt í stíliser- ingu, hár og förðun en ljósmynd- unin sjálf var í hönd- um Ara Magg. Það vakti athygli gesta að staðurinn skyldi leyfa tökur á þessum annatíma enda voru þær mjög truflandi. Voru gestir að velta því fyrir sér hvort bankinn hefði leigt neðri hæð staðarins eða hvort Kaffi- brennslan væri í svona góðu við- skiptasambandi við bankann. Myndlistar- og myndasögumað-urinn Hugleikur Dagsson er ritstjóri nýs myndasögublaðs, Very nice comics, en fyrsta heftið kom út fyrir helgi. Blaðið er til sölu í verslununum Nexus, 12 Tónum, Dogma, Ranimosk og Ósóma. Þá ætlar Hugleikur að bjóða blaðið til sölu á markaðnum í bakgarði skemmtistaðarins Sirkus við Klapp- arstíg í dag. Hugleiki til halds og trausts á við- skiptasviðinu verður svo stallsystir hans Lóa Hjálmtýs- dóttir, sem á sögur í blaðinu líkt og Hugleik- ur, Ómar Örn Hauks- son og marg- ir fleiri. Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. r kr.kg Humar Tuttugu og fjögur ár eru síðan lagið Prins Póló kom út en það var Magn- ús Ólafsson leikari sem söng það ásamt Sumargleðinni. Lagið sló eftirminnilega í gegn þá en nýverið skellti Magnús sér inn í hljóðver og tók lagið aftur upp. „Þetta er ný út- setning fyrir nýja kynslóð, rokkaðri og harðari. Það er hægt að dansa eftir þessu,“ segir Magnús og telur ekki leika nokkurn vafa á því að lagið gæti orðið vinsælt aftur. Magnús og félagar hafa bætt við einni útgáfu af laginu því það er einnig sungið á pólsku. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Prins Pólo einmitt upprunið frá Pól- landi. „Björn Guðmundsson, gamli framkvæmdastjórinn hjá Ásbirni Ólafssyni, vildi að ég færi til Pól- lands á sínum tíma og syngi það á pólsku. Það varð því miður ekkert úr því,“ segir Magnús en nú hefur hann sem sagt bætt um betur. „Ég fékk Irek Klonovsky, sem er efna- fræðingur, til að lesa textann inn á snældu fyrir mig og ég hlustaði á hann í fjóra daga samfellt,“ segir hann og bætir við að það hafi tekið hann heilan dag að syngja lagið sómasamlega. „Þetta er það erfið- asta sem ég hef lent í,“ viðurkennir hann en diskurinn mun fylgja öllum Prins Pólo kössum. freyrgigja@frettabladid.is Syngur Prins Póló á pólsku MAGNÚS ÓLAFSSON Ætlaði að fara til Póllands á sínum tíma og syngja lagið á pólsku. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Um fimmtán prósent. Páll Magnússon. Allan Borgvardt. Ný plata með tónlistarmanninum sáluga Pétri Kristjánssyni, Gamlar myndir, með hans útgáfum af lögum Kim Larsen, er komin út. Fjölmargir listamenn komu að gerð plötunnar, þar á meðal Jóhann Ásmundssson, Magnús Kjartans- son, Gulli Briem, Eyjólfur Krist- jánsson, Eiríkur Hauksson, Stefán Hilmarsson og Bergsveinn Árelí- usson. Skáldið Kristján Hreins- son samdi textana á plötunni en auk þess er hann að leggja lokahöndina á ævisögu Péturs, sem ber heitið Pét- ur poppari. Hún kemur út fyrir næstu jól. „Það hafa verið sagðar margar góðar sögur af Pétri og það var eiginlega synd að þurfa að hætta einhvers staðar,“ segir hann um bókina. „Þarna er mest stuðst við viðtöl og vini og vandamenn,“ segir Kristján, sem hafði rætt lítillega við Pétur um gerð bókarinnar áður en hann dó í fyrra. Pétur syngur í níu lögum af þeim fimmtán sem er að finna á plötunni og þar af tókst honum að ljúka algerlega við að syngja fjögur þeirra. „Pétur vildi hafa fimmtán lög. Hann kom með 28 lög til mín og vildi að ég byrjaði að búa til texta. Við vorum með átján lög lengi vel en minnkuðum við þau niður í fimmtán og því mátti ekkert breyta. Það var bara svoleiðis.“ Að sögn Kristjáns var Pétur mikill aðdáandi Kim Larsen. „Hann fílaði Kim Larsen alveg rosalega vel. Hann var hringj- andi til Danmerkur í alla sem þekktu til hans og spurði hvaða lög væru best. Maður hefur samt ein- kennilegar og blendnar tilfinnning- ar gagnvart þessu öllu, að gefa út verk sem maður heldur að sé eins og aðalforinginn hefði viljað hafa það. Ég er frekar sannfærður í dag um að við höfum verið að gera rétt, til dæmis með því að fá annað fólk til liðs við okkur og alls ekki að hætta við,“ segir hann. Lokalag plötunnar heitir Svo fljótt, eða Om lidt á frummálinu, sem Pétur var búinn að ákveða að yrði síðasta lagið. Að sögn Kristjáns er lagið hálfgerður jarðarfarasálm- ur rokkara í Danmörku og er nánast undantekningarlaust leikið í jarðar- förum þeirra. Fjallar það um hversu skyndilega menn geta fallið frá, sem var einmitt raunin með Pétur. freyr@frettabladid.is KRISTJÁN HREINSSON: SKRIFAR ÆVISÖGU PÉTURS KRISTJÁNSSONAR Heldur merkjum foringjans á lofti FRÉTTIR AF FÓLKI ... fá Jón Þór Þorleifsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrir að minna á mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf og ætla að dreifa smokkum þeim málstað til stuðnings. HRÓSIÐ Svart. Black is bjútífúl eins og maðurinn sagði. Auðvit-að fer svarti liturinn aldrei beinlínis úr tísku en hann er misheitur og núna er hann logandi heitur enn einu sinni. Svartir jakkar, buxur, pils, hvað sem er. Þetta virkar allt. Á myndinni sést hönnun eftir hönnuðinn Jasmin Shokrian. Sálfræðingar. Fólk streymir núna til sálfræðinga í stórumstraumum. Það virðist vera heitt að fara til sálfræðings. Stað- reyndin er sú að það er bara nokkuð heitt. Ef sjálfsálitið er í mol- um er mun jákvæðara að eyða peningnum sínum í tíma hjá sál- fræðingi heldur en að sóa honum í lýtaaðgerð. Brúðkaup. Það er ekki hægt að segja annað en aðbrúðkaupin séu heit þessa dagana. Dæmi eru um að menn séu að fara í sjö brúðkaup bara núna í sumar og geti varla farið úr bænum um helgar vegna brúð- kaupsanna. Þetta er svosum skiljanlegt, því hvern langar að gifta sig í slabbinu í vetur? Sumarið er algjörlega tími brúðkaupanna. Sumarsafnplötur. Er í alvörunni einhver sem kaupirþetta dót? Af hverju að eyða peningum í safnplötu þeg- ar þú getur kveikt á útvarpinu og hlustað á tilviljanakennd lög frá mismunandi tónlistarmönnum þar. Kauptu þér frekar plötu með einhverjum góðum tónlistarmanni sem hefur lagt hjarta sitt í að skapa það listaverk. MSG. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna skaðsemiþriðja kryddsins sem er í mörgum matvælum og meðal annars oft í kínverskum mat. Þó svo að ekki komi öllum saman um að kryddið sé í raun skaðsamt þá er eitthvað tortryggilegt við þetta allt saman. Best að forðast svona efni sem enginn getur sagt til um hvort sé í lagi að láta inn fyrir varir sínar. Subbuskapur á Austurvelli. Það eru ekki bara rónarnirsem eru til trafala á Austurvelli. Auðvitað er leiðinlegt þegar fullt fólk hefur valið mann sem næsta spjallfélaga en þegar annar almenningur lætur fara vel um sig á Aust- urvelli með ís og annað góðgæti og asnast svo ekki til að henda ruslinu í svotilgerðar tunnur þá má hann fara að líta í eigin barm. Göngum vel um, fólk, þetta gengur ekki! INNI ÚTI PÉTUR KRISTJÁNSSON Pétur söng mörg fræg lög á sínum tíma, þar á meðal Jenny Darling með Pelíkan. KRISTJÁN HREINSSON Kristján er að leggja lokahönd á ævisögu Péturs Kristjánssonar. Lárétt: 2 undirlag, 6 frá, 8 mar, 9 nafar, 11 belti, 12 kornmeti, 14 ilmefni, 16 íþróttafélag, 17 á fæti, 18 ærða, 20 átt, 21 skjögra. Lóðrétt: 1 gangur, 3 ármynni, 4 ljúf ( um skáldskap), 5 fantur, 7 mótaði, 10 ítalska sjónvarpið, 13 blóm, 15 fuglar, 16 söng- hópur, 19 til. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2gólf, 6af, 8sjó,9bor, 11ól,12 brauð,14mirra,16ka,17tær, 18óða, 20na,21riða. Lóðrétt: 1labb,3ós,4ljóðræn,5fól,7 formaði,10rai,13urt, 15arar, 16kór, 19 að.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.