Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 2
2 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Fimm hæstaréttardómarar dæma í Baugsmálinu: Búist vi› dómi innan skamms BAUGSMÁL Hæstiréttur hefur þeg- ar hafið skoðun á því hvort frá- vísun héraðsdóms í Baugsmálinu svokallaða sé réttmæt. Forseti Hæstaréttar hefur ákveðið að fimm dómarar muni dæma í kærumálinu varðandi þá ákvörð- un Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá öllum fjörutíu ákærulið- um málsins. Saksóknari efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra kærði úrskurð héraðsdóms og mun Hæstiréttur dæma um hvort hann hafi verið réttmætur, eða hvort héraðsdómi beri að taka málið fyrir. Dómarar í mál- inu eru: Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingi- bjög Benediktsdóttir. Að sögn Þorsteins A. Jónsson- ar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, liggur ekkert fyrir um hvenær dómur Hæstaréttar fellur. Hann segir að Hæstiréttur hafi þrjár vikur til að fella dóm frá því gögn bárust, en það var síðastlið- inn föstudag. Hæstaréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við búast ekki við því að Hæstiréttur full- nýti sér þann tíma, heldur felli dóm innan skamms. - sda Erfiðleikar í rækjuvinnslu Íshafs á Húsavík. Öllum starfsmönnum sagt upp UPPSAGNIR Öllum 23 starfsmönnum rækjuvinnslu Íshafs á Húsavík verður sagt upp störfum frá og með 1. október næstkomandi og koma uppsagnirnar til fram- kvæmda um áramót. Pétur Hafsteinn Pálsson, stjórn- arformaður Íshafs, segir þrjá aðila hafa sýnt áhuga á að kaupa húsnæði og búnað fyrirtækisins en ákvörð- un um sölu hafi enn ekki verið tek- in. „Einn þessara aðila er í rækju- iðnaði og allir hafa þeir hug á að vera með starfsemi á Húsavík sem tengist sjávarútvegi,“ segir Pétur. Öll vinnsla lagðist tímabundið niður hjá Íshafi á Húsavík um miðjan desember í fyrra en þá störfuðu um 40 manns hjá fyrir- tækinu, á tveimur vöktum. Vinnsla hófst á ný 17. febrúar en Pétur seg- ir að á þessu ári hafi einungis ver- ið unnið á einni vakt og starfsfólk því færra. Bergsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Íshafs, segir rækju- iðnaðinn á Íslandi almennt í vörn. „Það sem einkum hefur verið að valda okkur erfiðleikum er hátt gengi, minnkandi sala og lágt af- urðaverð en það er enn á niður- leið,“ segir Bergsteinn. - kk Gu›ni ræ›ur ekki n‡jan umbo›smann Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umbo›sma›ur íslenska hests- ins. Landbúna›arrá›herra mun a› líkindum ekki rá›a n‡jan umbo›smann. Í sta›inn munu stofnanir fá fé til a› vinna a› marka›smálum hestsins. LANDBÚNAÐUR „Mér finnst líklegra að þeim fjármunum sem ætlaðir eru til umboðsmanns íslenska hests- ins verði varið til einhverrar stofn- unar sem er að vinna að markaðs- málum íslenska hestsins og að það verkefni verði til þar inni. Samið verði um að vinna það með sendi- ráðum, útflytjendum og öðrum sem að útflutningsmálum koma.“ Þetta segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um skipan mála eftir að Jónas R. Jónsson, um- boðsmaður íslenska hestsins, hefur sagt upp störfum. Jónas sagði upp á þriðjudaginn en ætlar að vinna út uppsagnarfrestinn fram að áramót- um. Guðni segist telja, að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefn- um, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem sé mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þá megi nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. „Enn eru þrjú ár eftir af þessu verkefni,“ segir ráðherra. „Því verður haldið áfram en alveg eins getur komið til greina að Útflutn- ingsráð eða einhver annar aðili geti tekið markaðsþáttinn inn til sín.“ Verkefni umboðsmanns byggir á samkomulagi landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráð- herra. Auk framangreindra ráðu- neyta eru Flugleiðir og KB banki stuðningsaðilar verkefnisins. Í verkefnið eru ætlaðar 11-12 milljón- ir á ári. „Það náðist ekki pólitísk sam- staða stjórnvalda um að leggja verkefninu til það fé sem lagt var upp með,“ segir Jónas R. Jónasson, spurður um ástæður þess að hann lætur nú af starfi sem umboðsmað- ur íslenska hestsins. „En fjár- magnsþörfin fer eftir því hvað menn vilja gera, hvaða árangri þeir vilja ná og á hvað löngum tíma. Ég skil við þetta starf sáttur við guð og menn.“ Inntur eftir því hvað hann ætti við þegar hann ræddi um skort á pólitískri samstöðu til að leggja fram þá fjármuni í verkefnið sem lagt hefði verið upp með svaraði landbúnaðarráðherra: „Ég átta mig ekki á því. Það var gerður skrifleg- um samningur og fjármunirnir nýttir sem slíkir til þessa verkefn- is.“ jss@frettabladid.is Æfingar Víkingasveitar: Vöktu fiorlákshöfn VÍKINGASVEITIN „Þetta var sérsveit ríkislögreglustjóra sem í daglegu tali er kölluð víkingasveitin,“ seg- ir Jón F. Bjartmarz, yfirmaður sérsveitarinnar. Kvartanir hafa borist dómsmálaráðuneyti og rík- islögreglustjóra frá íbúum í Þor- lákshöfn um hávaðamengun frá æfingum víkingasveitarinnar aðfaranótt þriðjudags. Jón segir þessar æfingar hafa farið fram árlega frá 1983. „Við þurfum að endurskoða stað- eða tímasetningu æfinganna,“ segir hann. Jón segir sprengiefni hafa verið notað. - saj SPURNING DAGSINS Páll Óskar, ver›ur einhver hryllingur í Idolinu í vetur? „Ég lofa að Idolið verður hryllilega spenn- andi og keppendur verða látnir finna hvar ónafngreindi maðurinn keypti ölið.“ Eftirlætishryllingsmyndir Páls Óskars Hjálmtýs- sonar verða sýndar á Reykjavík International Film Festival en Páll Óskar er dómari í Idol-stjörnuleit. Alltaf einfalt www.ob.is 14 stöðvar! VÍKINGASVEITIN Frá æfingu sérsveitarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Líknardráp: Hollensku lögin r‡mku› HOLLAND, AP Hollenska ríkisstjórn- in ætlar sér að auka við lög um líknardráp þar í landi og setja við- miðunarreglur um hvenær lækn- ar megi binda endi á líf dauðvona nýbura, séu foreldrar samþykkir því. Búist er við því að þingið ræði þetta mál um miðjan október, en ekki er krafist lagabreytinga til þess að reglurnar taki gildi, að sögn talskonu hollenska heilbrigð- isráðuneytisins, Annette Dijkstra. Líklegt þykir að Páfagarður muni fordæma reglurnar. ■ HARMUR Írösk móðir syrgir son sem lét líf- ið í skothríð á smárútu í Bagdad í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P GUÐNI ÁGÚSTSSON Verkefninu verður haldið áfram eftir sem áður. JÓNAS R. JÓNSSON Kveðst ánægður með það sem hann hefur fengið áorkað sem um- boðsmaður íslenska hestsins. Hann kveðst skilja við starfið sáttur við guð og menn. MARKÚS SIGURBJÖRNSSON Hæstiréttur hefur hafið skoðun á Baugsmálinu. Dóm- arar eru: Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingi- björg Benediktsdóttir. RÆKJUVINNSLA ÍSHAFS Þrír aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa húsnæði og búnað Íshafs á Húsavík. Kanadíski herinn: Haldi› á horriminni KANADA, AP Kanadíski herinn er „veiklaður“ og allt of litlu fjármagni er varið til varna landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeildar kanadíska þingsins og birt var í gær. Í skýrslunni segir að hernum sé haldið á horriminni og það komi mjög niður á hæfni hans til að bregðast við hryðjuverkaárás eða öðrum áföllum. Lagt er til að út- gjöld til varnarmála verði minnst 25 milljónir kanadadollara á ári, andvirði tæplega 1350 milljóna króna, en til þeirra er nú varið 14,3 milljónum dollara. Einnig er lagt til að fjölgað verði í fastahernum úr 62.000 í 90.000 menn. ■ Starfsmannafélag Kópavogs: Kjarasamning- ur felldur aftur KJARAMÁL Félagsmenn í Starfs- mannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var und- ir þann 20. september. 53,2 prósent þeirra sem kusu höfnuðu samningnum, en alls kusu 51 prósent félagsmanna. Í félaginu eru 700 manns sem vinna á bæjar- skrifstofum, í leikskólum, sund- laugum, grunnskólum og fleiri vinnustöðum í bænum. Þetta er í annað sinn síðan í júlí sem félagið fellir gerðan kjarasamning. „Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins. -aa Sprengt í Írak: Sextíu farast ÍRAK, AP Þrír sjálfsmorðssprengju- menn sprengdu nær samtímis bíl- sprengjur í bæ norður af Bagdad, þar sem flestir íbúar eru sjía- múslimar. Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið og um 70 særðust, að því er sjúkrahúslæknir greindi frá. Fimm bandarískir hermenn féllu í sprengingu í bæ í vestur- hluta landsins. Að sögn vitna voru bílsprengju- tilræðin framin rétt fyrir sólsetur, um kl. 18.45 að staðartíma, en þeim var beint að banka, grænmetis- markaði og öðrum almenningi í miðbæ Balad, 80 km norður af höf- uðborginni. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.