Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 24
Þegar Davíð Oddsson hætti af- skiptum af stjórnmálum 27. september, voru mikil tímamót. Hann hafði háð marga orrust- una og jafnan fengið sigur. Enn er ekki tímabært að spyrja að leikslokum um hina eina orr- ustu Davíðs, þar sem fullur sigur hlaust ekki, fjölmiðla- frumvarpsmálið, enda hafa harðir andstæðingar hans í því máli eins og Egill Helgason og Sigurður G. Guðjónsson lýst því síðar yfir, að rás viðburða hafi sýnt þeim fram á nauðsyn fjölmiðlalaga á litlum markaði eins og hinum íslenska. Með Davíð Oddssyni er ekki aðeins horfinn af sviði sigur- sæll stjórnmálamaður, heldur líka skemmtilegur. Jónas Krist- jánsson ritstjóri lýsti því svo, að menn vissu alltaf í fjölmenn- um veislum, hvar Davíð var, því að þar var stærsti hópurinn. Allir vita, að Davíð kann ótal sögur af sjálfum sér og öðrum, segir þær vel og bregður sér þá iðulega í hlutverk eftir- hermunnar. Davíð er líka kunn- ur fyrir fyndin tilsvör. En í þeim er oft alvara um leið. „Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru,“ sagði Tómas skáld Guðmundsson eitt sinn. Í opinberri heimsókn til Ís- lands árið 2000 skrapp Margrét Danadrottning til Ísafjarðar, og af því tilefni gaf Ólafur Ragnar Grímsson forseti henni ljós- mynd af föður sínum, Grími rakara Kristgeirssyni, á Ísa- firði 1956 í heimsókn foreldra hennar, Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar. Skömmu síðar sótti Davíð fund sjálf- stæðismanna á Selfossi. Að ræðu hans lokinni spurði fund- armaður, hvað forsætisráð- herra segði um það, að forseti Íslands hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum. Davíð kvaðst eng- ar athugasemdir gera við það. Fundarmaðurinn sætti sig ekki við þetta svar, kvaddi sér hljóðs í lok fundar og spurði: „Skil ég það rétt, að forsætisráðherra geri engar athugasemdir við það, að forseti Íslands skuli hafa gefið Margréti Dana- drottningu ljósmynd af Grími rakara?“ Davíð svaraði góðlát- lega: „Já, það er alveg rétt skil- ið, ég geri enga athugasemd við það, enda veit ég ekki til þess, að Margrét Danadrottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara!“ Ári áður, í ársbyrjun 1999, var Davíð boðið að vera aðal- ræðumaður á þorrablóti Íslend- inga í Lundúnum. Honum var ekki sagt, að Össur Skarphéð- insson ætti að vera fundar- stjóri, en þótt Össur sé ósjaldan hress í bragði, fylgir hann ekki alltaf kurteisisreglum. Þegar samkoman hófst, kynnti Össur Davíð með nokkrum kersknis- orðum. Gestum mislíkaði mörg- um, og varð kurr í salnum. Hann hljóðnaði þó, þegar Davíð steig í ræðustól og hóf ræðu sína svo: „Þið þurfið ekkert að taka nærri ykkur, hvernig hann Össur talar um mig. Hann talar aðeins svona um menn, sem eru fyrir framan hann í stafróf- inu!“ Mörgum árum áður, 1982, var Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir kjörin í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið. Þá var enn kalt stríð í heiminum, og töldu sumir, að í baráttunni við Kremlverja væri best að henda frá sér öllum vopnum. Í sam- ræmi við það báru fulltrúar Kvennaframboðsins fram til- lögu um, að öll Reykjavík yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Davíð Oddsson, sem þá var borgarstjóri, tók tillögunni vel, en sagði, að Reykvíkingar ættu að læra af reynslunni. Hann myndi styðja það, að Ár- bæjarhverfi yrði fyrst lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, og ef það gæfist vel, þá Reykjavík öll. Skömmu eftir að Davíð Oddsson settist í borgarstjórn Reykjavíkur 1974, gerði hann á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna athugasemd við það, að knattspyrnukappinn snjalli, Albert Guðmundsson borgarfulltrúi, safnaði fé til Sjálfstæðishússins í sömu fyrirtækjum og hann beitti sér síðan fyrir, að fengju lóðir eða sérstakar ívilnanir í skipulags- málum. Albert reiddist og sagð- ist ekki hlusta á talið í þessari stuttbuxnadeild flokksins. Davíð lét sér þá hvergi bregða, heldur sagði með undrunartón í röddinni: „Mér kemur mjög á óvart, að maður skuli tala óvirðulega um stuttbuxur, sem hafði atvinnu af að hlaupa um á þeim áratugum saman.“ ■ Þ ingkosningarnar í Póllandi um síðustu helgi eru um margteftirtektarverðar. Þar er þá fyrst til að taka að svo virðistsem hægriflokkar taki nú við stjórn landsins, eftir kosn- ingasigur þeirra. Þetta eru flokkarnir Lög og réttlæti, sem fékk tæplega 27 af hundraði atkvæða í kosningunum, og frjálshyggju- flokkurinn Borgaravettvangur, sem hlaut rösklega 24 prósent at- kvæða. Þessir tveir flokkar fengu samtals 288 þingsæti af 460 á pólska þinginu og hafa þar með góðan meirihluta. Flokkar á vinstri vængnum hafa farið með völdin í landinu síð- ustu fjögur árin, en þar áður hafði verið við stjórnvölinn ríkis- stjórn sem átti rætur í Solidarnosc-hreyfingunni, sem einkenndi mjög þjóðlífið í Póllandi á sínum tíma. Stjórnin sem nú lætur af völdum hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt, þar hafa verið innanflokksátök og hneykslismál. Leiddi þetta til þess að forsætis- ráðherrann varð að segja af sér á síðasta ári. Innganga Pólverja í Evrópusasmbandið gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þeir hafa verið þar fullgildir þátttakendur frá því í maí á síðasta ári, þegar bandalagið stækkaði svo um munaði. Áður höfðu Pólverjar gengið í Atlantshafsbandalagið, árið 1999, en þá voru liðin tíu ár frá því að þeir sögðu skilið við kommúnískt skipu- lag. Allt þetta hefur haft áhrif á þjóðarsálina í Póllandi og umrót- inu verður kannski best lýst með því að forsætisráðherrann sem nú tekur við er sá ellefti í röðinni frá 1989. Segir það meira en margt annað um að það hefur ekki verið þrautalaust fyrir Pólverja að yfirgefa kommúnismann. Kosningaþátttakan í kosningunum um helgina var mjög dræm á okkar mælikvarða, aðeins rösklega fjörutíu prósent. Þessa litlu þátttöku má túlka þannig að almenningur hafi verið að mótmæla stjórnmálaflokkunum í landinu, því þar hefur gengið á ýmsu í efnahagslífinu, þrátt fyrir aðildina að Evrópusambandinu. Eineggja tvíburabræðurnir Lech og Jaroslaw Kaczynski hafa mjög verið í sviðsljósinu í Póllandi undanfarnar vikur, því annar er leiðtogi íhaldsflokksins Laga og réttlætis, en hinn er frambjóð- andi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu eftir rúma viku. Vegna úrslita kosninganna hefur Jaroslaw nú dregið sig í hlé og efnahagsmálasérfræðingurinn Kazimierz Marcinkiewicz er orðinn forsætisráðherraefni flokksins. Hinn Kaczynski-bróðirinn getur því hellt sér í forsetaslaginn, því það hefði verið óhugsandi að bræður, hvað þá eineggja tvíburabræður, gegndu tveimur æðstu valdastöðunum í landinu. Atvinnuleysi er mikið í Póllandi, eða 18 prósent, sem er það mesta innan Evrópusambandsins. Búist er við því að þjóðartekjur minnki töluvert í landinu í ár, þannig að ærin verkefni blasa við nýrri ríkisstjórn. Pólland er mikið landbúnaðarland en landbúnað- urinn þar hefur ekki verið mjög arðgefandi þar, frekar en víða annars staðar í Evrópu. Flokkurinn Borgaravettvangur, sem væntanlega verður í ríkisstjórn, hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að breyta skattakerfinu í landinu, þannig að virðisauka- skattur yrði 15 prósent og tekjuskattur yrði líka 15 prósenta flat- ur skattur. Það er hins vegar ekki víst að samstarfsflokkurinn fall- ist á þetta, en vissulega er hér á ferðinni eftirtektarverð tilraun í skattamálum. ■ 30. september 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Hægriflokkar náðu meirihluta á pólska þinginu um síðustu helgi. Pólsku kosningarnar FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG DAVÍÐ ODDSSON HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON PRÓFESSOR Enn er ekki tímabært a› spyrja a› leikslokum um hina eina orrustu Daví›s, flar sem fullur sigur hlaust ekki, fjöl- mi›lafrumvarpsmáli›, enda hafa har›ir andstæ›ingar hans í flví máli eins og Egill Helgason og Sigur›ur G. Gu›- jónsson l‡st flví sí›ar yfir, a› rás vi›bur›a hafi s‡nt fleim fram á nau›syn fjölmi›lalaga á litlum marka›i eins og hin- um íslenska. Húmor ekki afsal alvöru Veigrar sér við Siv Friðleifsdóttir alþingismaður er stödd í Cascais í Portúgal og situr þar ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins um efnahags- brotastarfsemi. Hún skrifar á blogg sitt, siv.is, á netinu í gær: „Hér á ráðstefnunni hef ég hitt nokkra þátttakendur frá nor- rænum stofnunum. Strax og þeir heyrðu að maður var frá Íslandi spurðu þeir um hvernig gengi með Baugsmálið. Sagði þeim að um fátt annað væri fjallað bæði meðal fólksins og í fjölmiðlum á Íslandi þessa dag- ana. Mikil dramatík væri komin i Baugsmálið og maður veigraði sér við að fletta dagblöðunum á morgnana vegna þró- unar málsins.“ Öfugmæli um Davíð Sigurjón Þórðarson, þingmaður frjáls- lyndra, fjallar um arfleifð Davíðs Odds- sonar á heimasíðu sinni: „Ýmsir, jafnvel háskólaprófessorar, hafa talað um að í stjórnartíð Davíðs hafi eitthvert óskil- greint frelsi aukist og ríkisafskipti minnkað. Þetta eru í raun alger öfug- mæli þar sem útgjöld hins opinbera hafa aukist gífurlega í valdatíð Davíðs Oddssonar og þeir sem hafa ekki viljað lúta stjórn hafa fengið bágt fyrir, s.s. Baugur, á meðan aðrir hafa fengið að leika lausum hala. Það hefur ýmislegt áunnist í íslensku þjóðlífi á undan- förnum áratugum og má rekja stóran hluta þess til alþjóðasamninga, s.s. EES-samninga, og ýmsar stjórnsýslu- og réttarbætur sem rekja má til al- þjóðlegra viðhorfsbreytinga. Ég á þá m.a. við stjórnsýslu- og upplýsingalög.“ Árásir á Hæstarétt Loks skal hér vitnað í pistil sem Jó- hann Ársælsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, skrifar á heimasíðu sína: „Það er ... mín skoðun að framganga Davíðs Oddssonar gagnvart Hæstarétti eigi stærstan þáttinn í þeim skorti á trausti til dómstóla og réttarkerfis sem greinilega hefur komið fram hjá þjóð- inni að undanförnu. Ítrekaðar árásir forsætisráðherrans á Hæstarétt fyrir niðurstöður í dómsmálum t.d. kvóta- málum og málum öryrkja og síðar skipan frænda og vina í réttinn hafa veikt mjög traust fólks á sjálfum æðsta dómstól landsins.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.