Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. september 2005 13
Áskorun listmálara:
Enginn salur
fyrir myndlist
LISTIR Hópur myndlistarmanna
sendi í gær frá sér áskorun til
borgarstjórnar Reykjavíkur um
að opna vestursal Kjarvalsstaða á
ný fyrir umsóknum listamanna,
en þeir segja stöðu sína mjög
slæma síðan lokað var fyrir um-
sóknir þeirra að staðnum.
Alls skrifaði 41 myndlistar-
maður undir áskorunina. Þeir
segja í henni að það sé íslenskri
myndlist nauðsynlegt að hafa að-
gang að góðum sýningarsal eigi
hún að vaxa og dafna. -grs
Seldu ósamþykkta íbúð:
Fasteignasala
grei›i bætur
DÓMSMÁL Fasteignasali hefur ver-
ið dæmdur til að greiða konu 1,3
milljónir króna vegna þess að ris-
íbúð sem hún keypti í Reykjavík
veturinn 2001 reyndist ósam-
þykkt þegar eignaskiptasamning-
ur var gerður eftir kaupin.
Íbúðin var nýuppgerð og
komust dómkvaddir matsmenn að
því að verðmæti hennar hefði
lækkað um ofangreinda upphæð,
en kostað gæti 1,2 til rúmlega 1,8
milljónir króna að fá hana sam-
þykkta.
Maðurinn sem seldi kvaðst
grandalaus um að íbúðin væri
ósamþykkt og var sýknaður af
bótakröfu en fasteignasölunni
gert að greiða bætur og 420.000
krónur í málskostnað. - óká
Héraðsdómur:
Spörku›u í
höfu› manns
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli
tveggja tæplega tvítugra manna
fór fram í Héraðsdómi Norður-
lands eystra fyrr í vikunni.
Mennirnir eru ákærðir fyrir að
hafa veist að öðrum manni fyrir
utan veitingahús á Norðurlandi
eystra í janúar fyrir tæpum
tveimur árum, og slegið og spark-
að í höfuð hans. Þolandinn krefst
tæpra 100.000 króna í bætur.
Dómurinn verður kveðinn upp í
næsta mánuði, og má búast við að
hann verði vægari vegna þess hve
langur tími hefur liðið síðan rann-
sókn lauk. ■
KJARVALSSTAÐIR Hópur listamanna vill að
vestursalurinn verði opnaður á ný.
Árshátíð haldin í Höfn:
Bakvakt hjá
dómstólum
DÓMSMÁL Lágmarksstarfsemi er
hjá dómstólum landsins vegna
árshátíðar Dómstólaráðs sem
haldin er í Kaupmannahöfn núna
um helgina.
Bakvakt mun þó vera hjá hér-
aðsdómstólunum öllum og ein-
hver starfsemi, enda áttu ekki all-
ir heimangengt á fagnaðinn. Því
geta dómstólarnir nú sem
endranær brugðist við möguleg-
um gæsluvarðshaldsbeiðnum og
öðrum málum sem ekki þola bið.
Starfsmenn héraðsdómstól-
anna sem komust á árshátíðina
héldu af landi brott í gær, en
verða að sögn mættir aftur til
starfa sinna á mánudaginn. - óká
Barnahús opnað í Svíþjóð í dag:
Starfsemi a› íslenskri fyrirmynd
BARNAVERND Barnahús að ís-
lenskri fyrirmynd verður opnað í
Linköping í Svíþjóð í dag og
markar opnunin nokkur þáttaskil
í réttarstöðu barna í Svíþjóð.
Húsið verður opnað með form-
legri athöfn að viðstaddri Silvíu
Svíadrottningu. Bragi Guð-
brandsson, forstöðumaður
Barnaverndarstofu, og Svavar
Gestsson, sendiherra Íslands í
Stokkhólmi, verða viðstaddir at-
höfnina. Bragi heldur ræðu við
þetta tækifæri og mun svo taka
þátt í blaðamannafundi.
Íslenska Barnahúsið hefur
vakið mikla athygli erlendis,
ekki síst á hinum Norðurlöndun-
um. Í Linköping hefur verið
starfrækt miðstöð í rannsóknum
og meðferð kynferðisbrota á
börnum. Það er að hluta til fyrir
frumkvæði Silvíu drottningar að
Barnahúsið er nú orðið að veru-
leika.
Íslenska Barnahúsið sinnir
málefnum barna sem grunur
leikur á að hafi sætt kynferðis-
legri áreitni eða ofbeldi. Börn og
forráðamenn þeirra geta með til-
vísun barnaverndarnefnda feng-
ið alla þjónustu í Barnahúsi sér
að kostnaðarlausu. Greint er frá
þessu í tilkynningu frá Barna-
verndarstofu.
- saj
BRAGI GUÐBRANDSSON Bragi er forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann heldur erindi í
Linköping í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I