Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! Skemmdar- starfsemi á börnum SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR Mikið var að eitthvað jákvætt ogskemmtilegt lét kræla á sér í blöðunum. Það hefur verið svo kvíð- vænlegt að vakna seinustu dagana vegna þess að alls staðar eru fjöl- miðlar að troða ofaní kokið á manni tíðindum sem maður vill alls ekkert vita af. Í morgun, fimmtudag, lyftist þó á manni brúnin og ekki útlit fyrir annað en að dagurinn verði góður. Það er loksins farið að tala um eitt- hvað sem kemur okkur við, – því miður annars staðar en hér – sam- skipti barna og umgengnisforeldra. ÞAÐ hefur einatt vakið furðu mína hvað við Íslendingar eru þöglir um þá skemmdarstarfsemi sem fer fram á börnum og unglingum í þessu landi, þegar forsjá og um- gengnisréttur er annars vegar. Það er gleðilegt að sjá að ungur laga- nemi, Helgi Áss Grétarsson, hefur skrifað sína kandídatsritgerð um að löng málsmeðferð hafi óbætanleg áhrif á samband barns og foreldris. Þótt lögin líti vel út, er síður en svo hægt að segja að framkvæmd þeirra hafi verið okkur til sóma. ÉG hef aldrei álitið Íslendinga heimska. Þess vegna hef ég átt erfitt með að skilja hvers vegna þessi þjóð er sér ekki meðvitaðri um mikil- vægi þess að börn umgangist báða foreldra sína eins mikið og unnt er, þótt foreldrarnir búi ekki báðir á sama heimili. Jú, það er í lögum, en hvert og eitt forsjárforeldri hefur býsna mikið svigrúm til þess að slá einkaeignarhaldi á barnið ef því sýnist svo og báðir hafa tækifæri til þess að nota þau sem vopn í átökum sín á milli. ÞAÐ hefur afleiðingar fyrir barn að vera ekki í góðu tilfinningasambandi við móður sína. Það hefur jafn slæmar afleiðingar fyrir það að vera ekki í góðu tilfinningasambandi við föðurinn. Tilfinningamótun barns í uppeldi er mikil jafnvægiskúnst. Halli á annan hlutann, verður ekki séð fyrir endann á afleiðingunum. Eitt er víst, það leiðir af sér ein- hverja andlega kröm. MIKIÐ væri gott að sjá fjölmiðla eyða sama púðri í að fjalla um þessi mál og í styrjaldir milli peningaafla. Hin raunverulegu verðmæti þjóðar- innar felast jú í þeim börnum sem eru að alast upp og eiga að taka við skútunni í ekkert svo fjarlægri framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.