Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 33
7 TAX FREE DAGAR föstudag og laugardag 15% afsláttur Stærðir 0-14 ára Laugavegi 51 • s: 552 2201 Opið mánudag-föstudag 10-18 Laugardag 10-17 Á Hverfisgötu hefur verslunin Júniform verið starfrækt í þrjú ár. Eigendur verslunarinnar eru Andrea Magnúsdóttir og Birta Björnsdóttir. Þær hanna og sauma allar flíkur sem seldar eru í versluninni sjálfar. „Oftast hönnum við flíkurnar saman en stundum í sitthvoru lagi. Birta er búin að vera í barneignarfríi í hálft ár og hefur unnið heima hjá sér og á meðan hef ég unnið hér á Hverfisgötunni,“ segir Andrea. Hún segir að þær séu samt á svipaðri bylgjulengd og svo hitt- ist þær alltaf og beri saman það sem þær hafi verið að gera. „Við erum yfirleitt mjög litaglaðar en núna erum við rosa- lega mikið í svörtu. Það hefur ekki gerst oft. Við erum búnar að vera mjög rómantískar með mikið af gulli en erum núna rokk- aðari með meira svart. Þetta er kannski svona blanda af viktorí- önskum stíl og rokki. Svona Cindy Lauper-stíll með smá pönk- ívafi. Það eru að minnsta kosti ákveðnar breytingar í gangi,“ segir Andrea. Úr rómantíkinni í rokki› Andrea og Birta í Júniform eru samstíga í því sem þær gera. Í Verksmiðjunni á Skóla- vörðustíg kennir ýmissa grasa. Handgerðir skór og heklaðar húfur eru meðal þess sem þar er að finna. Við Skólavörðustíg 4 stendur verksmiðja. Ekki hefðbundin verksmiðja heldur hönnunar- verksmiðja. Þar eru seldar skemmtilegar vörur eftir nokkr- ar íslenskar konur sem leggja metnað sinn í að vinna úr nátt- úrulegu hráefni. Hulda Kristinsdóttir er ein þeirra níu kvenna sem standa á bak við Verksmiðjuna. Hún segir að hópurinn sé góður og hver og ein vinni að sínum hugðarefnum. „Þetta er mjög sterkur hópur. Við erum flestar um og yfir fimm- tugu og búum að mikilli reynslu. Þótt verkefni hverrar og einnar séu ólík smellur þetta allt mjög vel saman og myndar skemmti- lega heild,“ segir Hulda og bætir því við að hönnuðirnir hafi allir einhvers konar hönnunarnám að baki. „Í hópnum eru myndlistar- menn, textílhönnuðir og klæð- skerar svo bakgrunnurinn er fjölbreyttur. Það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Verslunin hefur verið starf- rækt með svipuðu sniði við Skólavörðustíg í tvö ár og að sögn Huldu gengur reksturinn vel. „Hingað kemur margt fólk og ferðamennirnir hafa verið einstaklega duglegir að kíkja inn. Við skiptumst á að vera í búðinni og erum bara mjög ánægðar með þetta allt saman. Staðsetningin er líka skemmti- leg og það er alveg meiriháttar að vera hér á Skólavörðustígn- um,“ segir Hulda. Skemmtileg stemning í Verksmi›junni FÖSTUDAGUR 30. september 2005 Belti eftir Maríu unnið úr hlýraroði. Jakki úr íslensku minkaskinni eftir Sunn- evu. Peysa eftir Þorbjörgu. Þæfð ull ofan á prjónaefni. Pils eftir Huldu úr geitarúskinni og hlýra- roði. Trefill og vettlingar eftir Önnu. Hugmyndin að munstrinu kemur frá laufabrauðs- útskurði.Verksmiðjan er til húsa að Skólavörðustíg 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.