Fréttablaðið - 30.09.2005, Page 12

Fréttablaðið - 30.09.2005, Page 12
BEITT UPP Í VINDINN Kappsiglingaskúturn- ar Desafio Espanol, t.v., og Alinghi sigla seglum þöndum undan strönd Sikileyjar í gær, í forkeppni Ameríkubikarsins 2007. Alinghi vann þennan legg. 12 30. september 2005 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Talsmenn lögregl- unnar í New Orleans greindu frá því í gær að hafin væri rannsókn á því hvað hæft væri í ásökunum um að á annan tug lögreglumanna hefðu sjálfir gerst sekir um þátttöku í grip- deildum í ringulreiðinni í kjöl- far fellibylsins Katrínar. „Af 1750 lögreglumönnum erum við að kanna hvort um það bil tólf hafi verið viðriðnir slík brot,“ sagði Marlon Delf- ino, talsmaður lögreglunnar. Fyrr í vikunni sagði lög- reglustjórinn, Eddie Compass, af sér, en á honum hafði dunið gagnrýni vegna slælegrar frammistöðu lögreglunnar á meðan Katrín gekk yfir og í kjölfar hennar. Boðað hefur verið að um 250 lögreglumenn verði kærðir eða áminntir fyrir að hafa hlaupist undan skyldu- störfum. Fyrstu íbúar New Orleans sem fengu að snúa aftur heim streymdu til borgarinnar í gær, samkvæmt boði borgarstjórans Ray Nagin, en það voru allt fyr- irtækjaeigendur í þeim hverf- um borgarinnar þar sem öllu er nú talið óhætt. -aa Gæsla efld á landamærum Afríku og Evrópu: Afríkumenn flykkjast til Spánar SPÁNN, AP Spænsk stjórnvöld sendu í gær aukaherlið til spænsku hólmlendanna á Mið- jarðarhafsströnd Marokkó. Þetta var ákveðið í kjölfar þess að fimm Afríkumenn létust og um 50 aðrir særðust þegar hundruð- ir farandverkamanna flykktust á þriðjudag að gaddavírsgirðingu á landamærunum sem skilja hólmlendurnar frá Marokkó. Fólkið var að flýja sára fátækt í Afríku og var að reyna að kom- ast yfir til Evrópu, en þetta var eitt af mörgum hópaðhlaupum Afríkubúa að og yfir landamær- in. Herliðinu er ætlað að gæta þriggja metra hárra gaddavírs- girðinga sem aðskilja spænsku hólmlendurnar Ceuta og Melilla frá Marokkó og koma í veg fyrir að fleiri komist þessa leiðina inn í Spán. Að sögn yfirvalda gætu nokkur hundruð manna hafa komist í gegn, en um 1.000 Afríkubúar dvelja nú í flótta- mannabúðum á landamærunum. Spánverjar ætla sér að hækka girðingarnar upp í sex metra og vonast til þess að því verki verði lokið snemma á næsta ári. - smk Vonast til a› ná uppskerunni Korn féll á flestum ökrum á Nor›urlandi og nokku› á Vesturlandi í hretinu sí›ustu daga. Bændur stefna samt sem á›ur a› flví a› reyna a› flreskja fla›, fló fla› taki mun meiri tíma. Tí›arfari› hefur veri› erfitt fyrir kornbændur í flessum landshlutum í sumar. LANDBÚNAÐUR Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum hér- uðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórð- unginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Alls var korni sáð í 3300 hektara á land- inu í vor. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn upp- skerunni. „Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði,“ segir Gunnar Sig- urðsson á Stóru-Ökrum. „En það verður seinlegra að ná því.“ Ingvar Björnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, segir að sökum ótíðar í vor hafi kornakrar sprottið seint í sumar og því hafi skurður ekki hafist fyrr en um síðustu mán- aðamót. „Ef veður skánar á næstu dögum er hugsanlegt að bjarga megi hluta þess korns sem eftir er að skera á Eyjafjarðar- svæðinu en þó líklega aldrei meira en helmingnum. Ef ekki rætist úr tíðinni mun allt óskorið korn eyðileggjast,“ segir Ingvar. Hann segir kornsprettuna hafa verið mun minni í sumar en síð- ustu tvö ár. „Það má annars veg- ar rekja til þurrka og kulda í maí og hins vegar til mikillar úrkomu og sólarleysis í ágúst.“ Leita þarf aftur um 26 ár, eða til ársins 1979, til að finna við- líka ótíð norðanlands og í haust en þá var einnig mikil úrkoma í ágúst og langvarandi kuldi með snjókomu í september. „Við höf- um verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það,“ segir Gunnar á Stóru- Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst að það fari að frjósa svo að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á upp- skeru og bera því skaðann sjálfir. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síð- ustu daga. grs@frettabladid.is kk@frettabladid.is Soham-morðinginn: Situr inni í fjörutíu ár BRETLAND Hæstiréttur í Bretlandi úrskurðaði í gærmorgun að hugað verði að reynslulausn Ians Hunt- ley, sem myrti Jessicu Chapman og Holly Wells í bænum Soham á Englandi sumarið 2002, í fyrsta lagi eftir fjörutíu ár. Málið vakti á sínum tíma mik- inn óhug á Bretlandi og víðar enda voru stúlkurnar aðeins tíu ára gamlar. Síðar kom í ljós að Hunt- ley, sem starfaði við húsvörslu í skóla telpnanna, hafði áður sætt ásökunum fyrir að áreita ungar stúlkur. Unnusta Huntleys, Maxine Carr, var einnig dæmd í fangelsi en hún var látin laus á síðasta ári. Hún fer nú huldu höfði. ■ EINSTÆÐ MÓÐIR Á GÖTUNNI ÞRÁTT FYRIR AÐ STANDA Í SKILUM Þarf að búa í bíl ásamt tveimur dætrum sínum SNJÓR Á EYFIRSKUM KORNAKRI Eyfirðingar og Skagstrendingar urðu illa úti í veðurhamnum. IAN HUNTLEY Ef að líkum lætur verður Huntley einn tuttugu manna sem eyða munu því sem eftir lifir ævi þeirra í fang- elsi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P M YN D /A P Á FLÓTTA UNDAN FÁTÆKT Lögreglumaður réttir afrískum flóttamönnum vatn á lögreglustöð í spænska bænum Melilla á Miðjarðarhafs- strönd Marokkó. Hafin er rannsókn á framferði lögreglunnar í New Orleans: Ásakanir um flátttöku í gripdeildum SNÚA AFTUR Lögreglumenn skoða heimildarbréf fyrirtækjaeigenda sem í gær var leyft að snúa aftur til New Orleans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.