Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 72
44 30. september 2005 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is> fj ör ið .. . Eins og heimil- isleysingjar Tískuhönnuðurinn Valentino hef- ur gagnrýnt leikkonurnar Juliu Roberts og Cameron Diaz fyrir að kunna ekki að klæða sig. Gamli kjóla- hönnuðurinn virðist sakna gömlu og glæsilegu tím- anna þegar stjörnur hvíta tjaldsins voru alltaf óaðfinn- anlegar í útliti. „Í dag sjáið þið Juliu Ro- berts og Cameron Diaz sprangandi um í druslulegum íþróttafötum,“ sagði Valentino hneykslaður. „Útgangurinn á þeim er svo hræðilegur að þær líta út fyrir að vera heimilislaus- ar. Í gamla daga höfðu konur meira stolt en þetta og pössuðu upp á útlit sitt. Þær skiptu um föt tvisvar eða þrisvar á dag og voru alltaf með fullkomna hár- greiðslu.“ CAMERON DIAZ OG JUSTIN TIM- BERLAKE Tískuhönn- uðurinn Valentino er sennilega ekki mjög hrifinn af klæðaburði Justins Timberlake. „Should I stay or should I go?“ söng hljómsveitin Clash forðum daga. Sá texti snérist reyndar um einnar nætur gaman. Þegar flug- völlurinn kom á sínum tíma tjöld- uðu menn ekki til einnar nætur heldur til frambúðar. Nú virðist hjónaband miðborgarinnar og flugvélanna vera í hættu og sitt sýnist hverjum um hver eigi að vera nýja „konan“ í lífi Reykja- víkur ef til skilnaðar kemur. Andstæðingar brotthvarfs flugvallarins hafa sumir sagt að flugvélaniðurinn sé jafn samofinn borginni og styttan af Ingólfi Arn- arsyni eða Hallgrímskirkja. Stuðningsmenn benda á að þarna sé svo gott byggingarland að ekki eigi að sóa því fyrir einhverjar „rellur“. Enn aðrir benda á að þarna sé nauðsynleg samgönguæð milli borgarinnar og landsbyggð- arinnar. Stjórnmálamenn hafa nánast borist á banaspjótum um hvað skal gera þannig að Reykjavíkur- borg ákvað að efna til hugmynda- samkeppni meðal íbúa sinna. Fréttablaðið tók forskot á sæluna og fékk nokkra valinkunna ein- staklinga til að viðra hugmyndir sínar um flugvöllinn og Vatns- mýrina Á ÉG A‹ FARA E‹U R EI > „Fyrst og fremst þarf að tryggja að á Vatnsmýrar- svæðinu verði líf og að þang- að sæki fólk. Það er allt of mikið af svæðum, meira að segja grænum svæðum, í borginni sem enginn fer um af því að það virðist ekki gert ráð fyrir því að fólk sé á ferli. Útivistarsvæðið í Nauthóls- vík finnst mér mjög vel heppnað, þar er mikið líf og ég vona að það fái að teygja sig enn lengra inn á Vatns- mýrarsvæðið í framtíðinni.“ EYRÚN MAGNÚS- DÓTTIR, ÞÁTTA- STJÓRNANDI KAST- LJÓSS > „Mín persónlega skoðun er sú að flugvöllurinn eigi að fara. Ég vil sjá eðlilega borgarbyggð á þessu svæði að hætti erlendra stórborga. Þröngar götur og fáa bíla. Reiðhjólafólki yrði gert hærra undir höfði en borgin hefur þegar gert. Ég vill sjá ungt fólk setjast þar að og að svæðið hafi tengingu við háskólann í ljósi þess að Háskóli Reykjavíkur á að koma hinumegin. ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON, FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS > „Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, þrátt fyrir að ég búi í Hafnarfirði. Þetta segi ég þrátt fyrir að það sé jafn langt fyrir mig að keyra suður í Keflavík eða inn á Reykjavíkur- flugvöll. Ég sé engan betri kost fyrir Vatns- mýrina; nema þá helst að breyta svæðinu í allsherjar útivistarparadís fyrir landsmenn. Nú þegar hefur nýja Hringbrautin orðið til þess að mjög seinfarið er um þetta svæði og ætli menn að setja þar 5000 manna byggð í of- análag, mun það strax kalla á enn stærri um- ferðarmannvirki og umferðartafir. Ég hef áhyggjur af þessari miklu umferð og kýs því óbreytt ástand í Vatnsmýrinni.“ JÓNSI, SÖNGVARI Í Í SVÖRTUM FÖTUM > „Ég vil gjarnan losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og byggja flott íbúða- og útivistarsvæði í staðinn þar sem nútíma- legur arkitektúr fengi að njóta sín,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður. „Mér finnst þetta ákaflega fallegt svæði og myndi gjarnan vilja búa þar. Ég er mjög hrifin af Öskjuhlíðinni og mér finnst Perl- an falleg. Það mætti tengja þetta svæði við Perluna og leggja áherslu á náttúruna í bland við flottar byggingar.“ HARPA EINARSDÓTTIR, FATA- HÖNNUÐUR > „Ég myndi vilja fá íbúðabyggð á svæðið og burt með flugvöllinn, hann getur verið annars staðar. Ég myndi vilja sjá einhvers konar tengingu við háskólasvæðið og þá einhvers konar verslanir og markaði, jafnvel flotta íbúðabyggð. Þá vildi ég ekki fá mikið af blokkum eða allavega ekki of háar heldur frekar einbýlishús og raðhús. Ég myndi vilja að HR myndi fá betri stað í Vatnsmýrinni en undir Öskjuhlíðina því það er svo frábært íbúðarsvæði. Ég held þetta gæti orðið alveg einstakt svæði fyrir blómstrandi mannlíf og ég ætla að panta mér lóð um leið og það losnar. SÓLEY KRISTJÁNSDÓTTIR, PLÖTUSNÚÐUR OG NEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.