Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 62
34 Uppeldisfélögin hans Grétars Rafns fá hluta af kaupver›i hans eftir a› hann var seldur á dögunum frá Young Boys til AZ Alkmaar. KS og ÍA skipta á milli sín 2,5 milljónum króna FÓTBOLTI Uppeldisfélög knatt- spyrnumannsins Grétars Rafn Steinssonar munu skipta á milli sín fimm prósenta hlut af þeim tæplega fimmtíu milljónum sem svissneska félagið Young Boys fékk fyrir hann þegar hann gekk til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar. Grétar er Siglfirðingur og lék með yngri flokkum KS fram að sextán ára aldri þegar hann samdi við ÍA. Samstöðubæt- ur greiðast til félaga sem Grétar hefur spilað með frá því að hann var tólf ára gamall og þar til hann hefur náð tuttugu og þriggja ára aldri. Ánægjuleg viðurkenning Eiríkur Guðmundsson, sem sit- ur í meistaraflokksráði hjá ÍA, segir alltaf ánægjulegt þegar leik- menn sem hafa spilað með yngri flokkum félaga ná langt. „Það er ánægjulegt þegar pen- ingar skila sér til okkar með þess- um hætti því það er eins konar viðurkenning á því starfi sem við erum að vinna. Það er nú ekki komið í ljós hversu miklir pening- ar þetta eru en það skiptir ekki öllu mál hversu há upphæðin er. Þessir peningar koma að góðum notum.“ Þórir Hákonarson, for- maður KS, tók í sama streng og gladdist yfir því að KS fengi að njóta góðs af því að Grétar væri að standa sig vel. „Það kemur mér ekkert á óvart að Grétar skuli vera að ná langt í fótboltanum. Hann hefur rétta hugarfarið og auðvitað líka mikla hæfileika og það er ánægjuefni að KS skuli njóta góðs af góðu gengi Grétars.“ magnus@frettabladid.is Framtíð Viktors Bjarka í lausu lofti eftir að Sigurður Jónsson hætti hjá Víkingi: FÓTBOLTI Viktor Bjarki Arnars- son, sem lék með Fylki í Lands- bankadeildinni í sumar, er enn samningsbundinn Víkingi en hann er á lánssamningi hjá Fylki. Að óbreyttu ætti hann því að verða leikmaður Víkings en Vikt- or er þó ekki viss um hver niður- staða hans verður. „Ég á eftir að ræða þessi mál við forráðamenn Víkings. En ég geri ráð fyrir því að þeir vilji ganga frá samning- um við nýjan þjálfara áður en niðurstaða fæst í leikmannamál- in.“ Sigurður Jónsson hætti fyrir skemmstu sem þjálfari Víkings og þykir líklegt að Magnús Gylfason, fyrrverandi þjálfari KR og ÍBV, muni taka við Vík- ingi. Grétar Sigfinnur Sigurðs- son var líkt og Viktor Bjarki á lánssamningi í sumar og því leit út fyrir að Víkingur myndi fá góðan liðsstyrk fyrir næstu leik- tíð. En eftir að Sigurður ákvað að hætta sem þjálfari Víkings virð- ist sem áhugi þessara tveggja sterku leikmanna til þess að koma aftur til Víkings sé orðinn að engu. „Það voru óneitanlega mikil vonbrigði að Sigurður hafi hætt. Hann er frábær þjálfari og góður félagi þar að auki. Eins og staðan er núna þá reikna ég frek- ar með því að vera áfram hjá Fylki. En annars kemur það bara í ljós hvað stjórn Víkings ætlar að gera í leikmanna- og þjálfara- málum.“ - mh Ólíklegt a› Viktor fari aftur til Víkings IVEY AÐ GERA ÞAÐ GOTT Jeb Ivey hefur byrjað vel með Njarðvíkingum og átti stór- an þátt í að liðið vann alla sex leiki sína í Reykjanesmótinu. Reykjanesmót karla í körfu: Eins jafnt og fla› gat veri› KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar unnu Reykjanesmótið í körfubolta á dögunum en liðið vann alla sex leiki sína í mótinu. Það gat þó varla munað minna í leikjunum gegn Grindvíkingum en Njarðvík vann þá tvo leiki með samtals þremur stigum, þann fyrri á heimavelli með tveimur stigum í framlengdum leik og þann seinni með einu stigi í Grindavík á mið- vikudagskvöldið. Leikurinn í Grindavík var sögulegur því þetta var fyrsti opinberi leikurinn sem er spilaður á parketti í húsinu en gamla dúknum var skipt út í sum- ar. Jeb Ivey, bandaríski bakvörð- urinn í liði Njarðvíkur, spilað stórt hlutverk í að landa þessum tveimur sigrum. Hann tryggði framlengingu í fyrri leiknum og skoraði síðan körfu og fékk víti að auki sem hann nýtti á lykilaugna- bliki í framlengingunni. Ivey skoraði síðan sigurkörfuna í seinni leiknum fjórum sekúndum fyrir leikslok og var samtals með 54 stig og 10 stoðsendingar í þess- um tveimur leikjum. Páll Axel Vilbergsson var at- kvæðamestur Grindvíkinga í báð- um leikjunum, skoraði 26 stig í fyrri leiknum og 28 stig í þeim síðari, en Damon Bailey var með 23 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Njarðvíkingar hafa lokið sín- um leikjum í Reykjanesmótinu en Keflavík og Grindavík koma til með að bítast um annað sætið. Lið- in mætast í kvöld klukkan 19.15 á nýja parkettinu í Grindavík. Keflavík vann fyrri leikinn með einu stigi í Keflavík á dögunum þar sem Arnar Freyr Jónsson tryggði sínum mönnum sigurinn í lokin en sigurvegari kvöldsins hreppir silfurverðlaunin á mót- inu. - mh BYRJAR VEL MEÐ BAYREUTH Logi Gunnars- son skoraði 25 stig í fyrsta leiknum. Þýski körfuboltinn að byrja: Logi sjó›heitur í fyrsta leik KÖRFUBOLTI Landsliðsbakvörðurinn Logi Gunnarsson byrjar vel með sínu nýja liði Bayreuth í þýsku 2. deildinni en hann átti mjög góðan leik í æfingaleik gegn TSV Troest- er Breitenguessbach en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið. Logi samdi við liðið á dögunum eftir að hafa spilað undanfarin ár með Giessen 46ers í þýsku úrvals- deildinni. TSV Troester Breit- enguessbach er í suðurdeild 2. deildar þýsku Bundesligunnar líkt og BBC Bayreuth liðið. Logi skoraði 25 stig og setti niður sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum og Bayreuth vann leikinn, 90-79. Fyrsti leikur Bayreuth í deildinni er á laugardaginn kemur á móti Stuttgart á útivelli. -óój SEX MÖRK Greta Mjöll Samúelsdóttir er búin að skora sex mörk í fyrstu tveimur leikjum 19 ára landsliðs kvenna. 1. deild kvenna í körfubolta: Helga spilar me› stúdínum KÖRFUBOLTI Reykjavíkurmeistarar ÍS í kvennakörfunni fengu mikinn liðstyrk í gær þegar landsliðskon- an Helga Jónasdóttir ákvað að spila með liðinu í 1. deild kvenna í vetur en með hennar liðsinni er ÍS-liðið orðið allra hávaxnasta lið deildarinnar. Helga, sem er 23 ára og 188 sm miðherji, var án félags eftir að Njarðvík lagði niður meistara- flokk kvenna hjá sér. Helga lék vel með Njarðvík á síðasta tíma- bili, kom þá sterk inn aftur eftir barneignarfrí og var þá með 7,3 stig og 10,4 fráköst að meðaltali í leik og nýtti 57,8% skota sinna á tímabilinu. Helga á enn frákasta- met Íslendings í deildinni en hún tók 27 fráköst í leik gegn KR 27. október 2001. Hún hefur alls tekið 732 fráköst í 76 leikjum í efstu deild eða 9,6 að meðaltali. 30. september 2005 FÖSTUDAGUR GRÉTAR RAFN STEINSSON Grétar er hér í búningi AZ Alkmaar en félögin sem hann lék með hér á Íslandi njóta góðs af því að hann var seldur frá Young Boys til AZ Alkmaar. VIKTOR BJARKI ARNARSSON Viktor sést hér fagna marki sínu gegn KR í sumar en hann var einn af lykilmönnum Fylkis og má telja líklegt að hann verði áfram í Árbænum. Ísland burstaði Bosníu 5-0: Greta Mjöll me› fjögur FÓTBOLTI Greta Mjöll Samúelsdótt- ir skoraði fjögur mörk fyrir ís- lenska U19 ára landslið kvenna sem sigraði gestgjafana Bosn- íu/Hersegóvínu 5-0 í undankeppni HM í gær. Greta Mjöll skoraði tvö mörk gegn Georgíu í síðasta leik og hefur því skorað sex mörk í tveimur leikjum. Katrín Ómars- dóttir skoraði eitt mark. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðli en Ísland og Rússland eru efst og jöfn með sex stig en Bosnía/Hersegóvína og Georgía eru án stiga. Rússland gerði sér lítið fyrir og burstaði Georgíu 21-0 í gær. Rússland og Ísland mætast á morgun í hrein- um úrslitaleik um efsta sæti rið- ilsins. - þg Það verður vel fylgst með íslensku kandsliðsmönnum í Svíaleiknum: Margir íslenskir leikmenn undir smásjánni FÓTBOLTI Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, um- boðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að for- ráðamenn flestra félaganna í Sví- þjóð muni fylgjast með leiknum. „Ég veit til þess að það ætla margir að fylgjast með leikmönn- um Íslands í þessum leik. Að sjálf- sögðu verða þarna menn frá sænskum félögum og svo verða einnig forráðamenn enskra liða á leiknum, þannig að það er um að gera fyrir leikmenn íslenska liðs- ins sem þarna verða að vera vel undirbúnir og standa sig vel.“ Ólafur segist vita til þess að áhugi á nokkrum leikmanna ís- lenska liðsins sé fyrir hendi. „Það verður vel fylgst með Tryggva Bjarnasyni, Garðari Gunnlaugs- syni, Sigmundi Kristjánssyni og Davíð Viðarssyni. Svo veit ég að það munu einhver félög fylgjast nokkuð vel með Pálma Rafni Pálmasyni. Annars eru möguleik- ar allra leikmanna liðsins jafnir og ef menn standa sig er aldrei að vita nema einhver félög vilji fá þá til sín.“ Tryggvi Bjarnason, leikmaður KR, er einn af þeim sem líklega verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíum. Hann er meðvitaður um að vel verði fylgst með leikmönnum íslenska liðsins í leiknum. „Ég stefni á að komast í at- vinnumennsku og það yrði bara gott mál ef ég kæmist út fljótlega. Til þess að fá möguleika á því að komast út verð ég að standa mig vel í leiknum gegn Svíþjóð. Þó hugur stefni út er ég ekkert að stressa mig á þessu. Ég verð þá bara áfram í KR og það er ekkert nema gott um það að segja.“ -mh LIÐIÐ GEGN KRÓATÍU Hér sést byrjunarlið Íslands undir 21 árs í leiknum gegn Króatíu á dögunum en margir þessarra stráka fá tækifæri til að sýna sig gegn Svíum. ÞORA ÞEIR Latrell Sprewell gæti verið á leiðinni til LA Lakers. GETTYIMAGES NBA deildin í körfubolta: Sprewell á lei› til LA Lakers? KÖRFUBOLTI Hinn margfaldi stjörnuliðsleikmaður, Latrel Sprewell, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta er nú sterklega orðað- ur við Los Angeles Lakers. Und- anfarin ár hafa T’Wolves og Lakers verið erkifjendur og mæst í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sprewell, 35 ára er hugsaður sem lítill framherji hjá liðinu. Ef af skiptunum verður þarf Sprewell að skipta um treyjunúmer, því Kobe Bryant lætur ekki áttuna af hendi svo auðveldlega. - hh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.