Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 8
30. september 2005 FÖSTUDAGUR
Bæjarstjóri um flutning þjóðskrár:
Vill fljó›skrána til Ísafjar›ar
STJÓRNMÁL „Þetta smellpassar við
stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði.
Halldór segir að þegar hann
hafi lesið fréttir um fyrirhugað-
an flutning á þjóðskránni frá
Hagstofu til dómsmálaráðuneyt-
is hafi hann strax haft samband
við Þorstein Geirsson ráðuneyt-
isstjóra til þess að minna á þá
stefnu ríkisstjórnarinnar að
flytja starfsemi til landsbyggð-
arinnar svo sem kostur er.
„Hann sagði mér að vinna við
málið væri ekki hafin, en þetta
yrði einn þeirra kosta sem hafð-
ir yrðu til hliðsjónar í ferlinu,“
segir Halldór.
Halldór segir að ríkinu hafi
margoft verið bent á að það eigi
stofnanir víðs vegar á landinu
svo sem skattstofur og sýslu-
mannsembætti þar sem fyrir sé
hæft og gott starfsfólk og venju-
lega sé húsnæðið einnig fyrir
hendi. „Það þarf að skoða það al-
varlega hvort ekki er hægt að fá
þessa starfsemi flutta til Ísa-
fjarðar,“ segir Halldór.
- saj
Íshella nor›urskauts
í sögulegu lágmarki
Íshellan á nor›urskautinu hefur aldrei mælst minni en í flessum mánu›i og er
hl‡nandi loftslag tali› sk‡ringin. Óttast er a› vítahringur sé í uppsiglingu sem
erfitt geti reynst a› komast út úr.
LOFTSLAG Vísindamenn óttast að
hlýnun loftslags á norðurslóðum
sé orðin hraðari en við verði ráð-
ið. Nýjar mælingar á íshellunni á
norðurskautinu sýna að hún hefur
aldrei verið minni en í þessum
mánuði.
Íshellan í Norður-Íshafi er
jafnan minnst í septembermánuði
eftir að sumarhlýindin hafa brætt
ísinn en þegar veturinn færist
yfir stækkar hún á ný. Mælingar
frá 21. september síðastliðnum
sem vísindamenn við US National
Snow and Data Centre í Colorado,
Bandaríkjunum gerðu, sýna að
flatarmál íssins er 5,18 milljónir
ferkílómetrar. Íshellan hefur
aldrei mælst jafn lítil síðan mæl-
ingar hófust en þetta er fjórða
árið í röð sem stærð íshellunnar
dregst saman.
Á síðasta aldarfjórðungi hefur
norðurskautsísinn bráðnað
smátt og smátt og segja
vísindamenn þá þróun
beina afleiðingu
af hlýnun
jarðar. Það
sem veldur þeim sérstökum
áhyggjum er að umfang bráðnun-
arinnar virðist aukast stöðugt.
Bráðnunin nú er tuttugu prósent-
um meiri en meðaltal síðustu 35
ára og lætur nærri að bráðnunin
þetta sumarið nemi 1,2 milljón
ferkílómetrum, það er svæði á
stærð við Texas.
Skýringin á því að ísinn bráðn-
ar með sífellt meiri hraða er ein-
föld. Skjannahvíta íshelluna má í
raun í líta á sem risastórt endur-
skinsmerki sem endurvarpar sól-
arhitanum aftur út í geiminn.
Dökkur sjórinn drekkur hins veg-
ar sólargeislana í sig svo hann
hlýnar og andrúmsloftið þar með.
Eftir því sem ísinn dregst meira
saman eykst yfirborð sjávar og
þar með hækkar hitinn hraðar.
„Keðjuverkun í umhverfinu er
þegar far-
in að eiga sér stað. Ef til vill verða
breytingarnar á íshellunni mun
örari en okkur grunar og það
skiptir máli því án Norðurskauts-
íssins má búast við miklum breyt-
ingum á veðurfari jarðarinnar,“
segir Ted Scambos, formælandi
rannsóknarinnar.
Lofthiti yfir Norður-Íshafinu
hefur verið 2-3 gráðum hærri í
sumar en meðaltalshiti áranna
1955-2004 og hafa siglingaleiðir
norður fyrir Ameríku og Asíu að
mestu leyti verið greiðfærar. Sú
staðreynd er sjófarendum eflaust
fagnaðarefni en ekki er víst að
dýrin séu jafn ánægð með þróun-
ina. Til dæmis missa ísbirnir á
þessum slóðum mikilvægan hluta
heimkynna sinna því á veturna
hafast þeir við á ísnum.
sveinng@frettabladid.is
HALLDÓR HALLDÓRSSON BÆJAR-
STJÓRI Halldór hefur hug á því að fá
þjóðskrána til Ísafjarðar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
K
AR
LS
SO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
NORÐURSKAUTSÍSINN Þessi gervihnatta-
mynd sem NASA birti í vikunni sýnir
íshelluna í Norður-Íshafi. Ísinn
sem hefur bráðnað í
sumar er á stærð
við Texas.
TYRKLAND, AP Abdullah Gul, utan-
ríkisráðherra Tyrklands, sagði í
gær að samninganefnd Tyrklands
í fyrirhuguðum aðildarviðræðum
við Evrópusambandið yrði ekki
send til að hefja viðræðurnar
nema henni bærist fyrst skjalið
sem geymir samningsumboð
ESB.
„Enginn getur ætlast til þess
af okkur að fara til Lúxemborgar
áður en við fáum að sjá samn-
ingsumboðið,“ sagði Gul, en hann
á að verða formaður samninga-
nefndar Tyrkja. „Auðvitað er
hugsanlegt að viðræðurnar hefj-
ist ekki,“ sagði Gul en bætti við
að „allt yrði reynt“ til að jafna
ágreining svo að unnt verði að
standa við áformin um að hefja
viðræðurnar á mánudag.
Utanríkisráðherrar ESB munu
á sunnudag halda bráðafund um
málið eftir að fastafulltrúum
ESB-ríkjanna 25 mistókst að ná
samkomulagi um samningsum-
boðið í gær, en í því skal kveðið á
um samningsgrundvöll ESB í
hverjum málaflokki fyrir sig.
Fulltrúar Austurríkis hafa
staðið í vegi fyrir að skjalið sé af-
greitt, en þeir vilja að Tyrkjum
séu boðin náin tengsl við sam-
bandið en ekki full aðild. -aa
Aðildarviðræður í uppnámi:
Tyrkir bí›a samningsumbo›s
ABDULLAH GUL Utanríkisráðherra Tyrk-
lands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY