Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 20
Nau›synlegt a› r‡mka lögin DÓMSMÁL „Ef kona liggur grátandi uppi í rúmi við fyrstu kynni karls og konu, hvaða ástæðu hefur karl- maðurinn þá til að álíta að hún sé samþykk því að sofa hjá honum? Það væri í það minnsta hægt að líta á það sem stórfellt gáleysi að leiða jafn augljós merki hjá sér,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunn- laugsdóttir lögfræðingur. Í dag mæla lögin fyrir um að saksóknari verður að sýna fram á að gerandinn hafi ætlað sér að nauðga þolendanum. Jafnframt verður ríkissaksóknari að láta málið niður falla telji hann þau sönnunargögn sem lögreglan leggur til ekki nægileg til sakfell- ingar. „Það má alveg taka undir með því sem hefur verið sagt, að ís- lenska löggjöfin er þannig að mjög nákvæmlega er greint á milli brota, og verknaðarlýsingin er mjög fastbundin,“ segir Ragn- heiður Harðardóttir vararíkissak- sóknari. Oft stranda nauðgunarmál á því að gerandinn segist hafa hald- ið að þolandinn hafi verið sam- þykkur mökum. Því getur verið auðveldara að sanna að glæpur hafi verið framinn í þeim tilfell- um þar sem konan slæst við ger- andann, en ítrekað verða konur svo hræddar þegar árásarmaður- inn eða -mennirnir byrja, að þær þora ekki að berjast á móti því þær óttast enn frekara ofbeldi, að sögn Þorbjargar. Norsku hegningarlögin inni- halda refsiheimild fyrir nauðgun af stórfelldu gáleysi og þar í landi nægir að sýna fram á að gerand- inn hefði átt að vita að mökin fóru fram gegn vilja þolandans. Til dæmis var norskur maður nýver- ið dæmdur fyrir nauðgun á konu sinni, því hann hafði ítrekað farið fram á „sáttakynlíf“ eftir að hafa beitt hana ofbeldi. „Konan barðist ekki á móti manninum því hún vissi hvaða afleiðingar það myndi hafa, en þá sagði dómurinn að í þessari aðstöðu hefði maðurinn enga ástæðu til þess að ætla að hún væri samþykk mökum,“ segir Þorbjörg. Auk gáleysisákvæðis, hefur verið rætt um að gera verknaðar- lýsinguna almennari. Þorbjörg telur að ef gáleysisákvæði væri sett inn í íslensk lög um nauðgan- ir og kynferðis- afbrot, myndi það lækka kröf- urnar um sönn- u n a r á b y r g ð , auka refsivernd þolenda og frek- ar mæta þeim veruleika sem raunverulega er til staðar. Saksóknari er á sama máli. „Það er ekki úti- lokað að róður- inn yrði eitt- hvað léttari við slíkar breyting- ar. Ef það nægði að sýna fram á gáleysi, þá væru væntan- lega ekki gerðar jafn ríkar sönn- unarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Ragnheiður. Um þessar mundir endurskoðar Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor kyn- ferðisbrotalögin fyrir dómsmála- ráðuneytið. Henni er ætlað að semja drög að frumvarpi sem væntanlega verður tekið til um- fjöllunar í ráðuneytinu í haust, og hefur Björn Bjarnason sagt að frumvarpið verði lagt fram á Al- þingi í framhaldi af því. „Ég held að refsiheimild fyrir nauðgun af stórfelldu gáleysi myndi varla stefna réttaröryggi sakborninga í voða. Hægt yrði að fara þá leið að leggja gáleysisá- byrgð á geranda um viljaafstöðu þolanda. Þá yrði nálgunin hvað gerandinn hefði átt að gera sér grein fyrir að því er varðar vilja þolanda, til dæmis miðað við að- stæður og hegðun konunnar,“ seg- ir Þorbjörg. smk@frettabladid.is ANDRÉS JÓNSSON Formaður Ungra jafnaðarmanna Ekki bara uppeldisstö›var UNGLIÐAHREYFINGAR STJÓRNMÁLAFLOKKA SPURT & SVARAÐ 20 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Alvarlegt sjóslys varð á Viðeyjarsundi fyrr í mánuðinum sem varð tveimur einstaklingum að bana. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur í meginatriðum með rannsókn atburða af þessu tagi að gera. Rannsóknarnefndin skilar skýrslu sem útskýrir tildrög sjóslyss í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að sambærileg slys endurtaki sig. Tilgangurinn er ekki að kanna sök og ábyrgð. Aðeins öðru máli gegnir um sjópróf en þau geta tekið til refsi- eða skaða- bótaábyrgðar manna. Hver er tilgangur sjóprófa? Megintilgangur sjóprófa er að leiða í ljós or- sakir slyss og aðrar staðreyndir sem máli skipta. Sjópróf fjalla um haffærni skips og ör- yggi á siglingu og allt sem getur leitt til aukins öryggis sjófarenda. Það sem skilur hér á milli rannsókna rannsóknarnefndar sjóslysa er að sjópróf geta leitt niðurstöður í átt til refsiá- byrgðar. Þær breytingar voru gerðar á lögum um sjópróf árið 2000 að ekki er lengur skylt að halda sjópróf, enda getur lögreglurann- sókn svarað sömu spurningum. Hverjir geta farið fram á sjópróf? Sjópróf fara fram fyrir héraðsdómi og eru í eðli sínu hliðstæð öðrum þinghöldum þar á bæ. Þegar lögunum var breytt og skyldan til að halda sjópróf var afnumin þótti rétt við- halda möguleikanum til þess að halda sjópróf eftir sem áður. Þeir sem geta krafist sjóprófa eru meðal annarra Siglingamálastofnun Ís- lands, rannsóknarnefnd sjóslysa, eigendur, út- gerðarmenn eða leigutakar skipa, farmeig- endur, vátryggjendur, lögreglustjórar, meiri- hluti áhafnar eða stéttarfélög viðkomandi sjó- manna. Taka til refsiábyrg›ar FBL GREINING? SJÓPRÓF SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR smk@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Fjöld nemenda í háskólum árið 2004 Heimild: HAGSTOFAN 8. 71 2 1. 35 5 1. 49 6 1.-4. ársfjórðungur 2004 H ás kó li Ís la nd s H ás kó lin n í R ey kj av ík H ás kó lin n á Ak ur ey ri Væri gáleysisákvæ›i sett inn í lög um kynfer›isbrot, gæti fla› í mörgum tilvikum au›velda› sakfellingu nau›gara. Ákvæ›i› er ekki til í lögum yfir nau›ganir og önnur kynfer›isbrot, flótt fla› sé í lögum um kynfer›isafbrot gagnvart börnum. AFLEIÐINGAR NAUÐGANA Oft reynist fórnarlömbum nauðgana erfitt að leita réttar síns. Sífellt fleiri lögmenn segja það vera nauðsyn- legt að rýmka íslenska lagabókstafinn svo hægt sé að ákæra gerendur fyrir gáleysi í samskiptum sínum við þolandann. M YN D /G ET TY Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ragnheiður Harðar- dóttir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY I M AG ES FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Gróska er í starfi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka. Andrés Jónsson er formaður Ungra jafnaðarmanna. Skipta ungliðahreyfingar máli? Já, þær skipta máli. Ég trúi því að ungliðahreyfingar einar og sér geti haft áhrif á og breytt umræðu um mál. Þær eru ekki einungis uppeld- isstöðvar eins og stundum er haldið fram. Eru ungliðahreyfingar fjölmennar? Það er afstætt. Í öllum félagsstörfum eru misvirkir félagsmenn. Skiptir starf ungliðahreyfinga máli fyrir flokkana? Kosningarannsóknir benda til þess að þú kjósir áfram þann flokk sem þú kaust fyrst. Því skiptir mjög miklu máli fyrir flokkana að ná til fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.