Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 32
Á morgun er langur laugardagur. Þá eru verslanir í miðbæ Reykjavíkur opnar frá 10-17. Tilvalið tækifæri til að gera góð kaup.[ ] Tilboð Gallabuxur og bolur kr 6.900 Laugavegi 25 s: 533 5500 www.olsen.de Fá eintök af hverri flík Linda Sigurjónsdóttir, verslunarstjóri Oni. Blaðamaður náði tali af Lindu Sig- urjónsdóttur, verslunarstjóra Oni, á leið sinni í vinnuna, niður Lauga- veginn. „Verslunin hefur fengið mjög góðar viðtökur, sem varð til þess að hún var flutt inn á Lauga- veginn. Enda var það draumurinn frá upphafi,“ segir Linda og bætir því við að nú sé allt á fullu með að panta inn nýjan fatnað og fylla búðina. Oni hefur verið rekin í eitt og hálft ár í bakhúsi við Lauga- veginn. Eigandi hennar er Bryn- dís Ísfold, sem hannar fatnað und- ir heitinu Ísfold sem seldur er í Oni. „Við erum með fatnað og skart frá íslenskum hönnuðum auk þess sem við kaupum inn föt og skart að utan, aðallega frá New York,“ segir Linda. Áherslu segir hún vera lagða á að hafa fá eintök af hverri flík. „Við reynum að halda verðinu niðri, þannig að fólk geti eignast sérstakar flíkur á við- ráðanlegu verði. Áherslan er ekki lögð á hátísku, heldur fatnað sem fólk klæðist dags daglega eða fer í út á djammið,“ segir Linda. Hún segir íslenska hönnun vera mjög frábrugðna erlendri hönnun. „Hún er allt öðruvísi. Bæði eru hönnuðirnir ólíkir, og stíllinn mismunandi, frágangur og annað,“ segir Linda. Linda er spennt yfir því að vera komin inn á Laugaveg og hafnar því að hann sé að deyja. „Mörg ný fyrirtæki eru að spretta upp og margt spennandi á seyði,“ segir Linda. Verslunin Oni hefur flutt úr bakhúsinu við Laugaveg inn á sjálfan Laugaveginn. Oni sérhæfir sig í sölu á fatnaði, skarti og fylgihlutum og íslenskri hönnun. Sara María Eyþórsdóttir rekur búðina Nakta apann ásamt þeim Þorleifi Kamban og Ólafi Orra Guð- mundssyni. Þau selja mikið af eigin hönnun enda öll menntuð eitthvað á því sviði. „Við erum helst að þrykkja á hettupeysur og boli. Við ætluðum að fara út í miklu meira en höfum ekki haft tíma til þess sökum anna,“ segir Sara. Hönnuðirnir þrír hafa verið að gera flíkur saman þannig að áhrif allra koma fram á hverri flík. „Við erum að gera tilraunir með að blanda saman handmáluðu, handteiknuðu, þrykktu og ásaumuðu og útkoman er mjög skemmti- leg. Þetta er mjög fjölbreytt hjá okkur og engar tvær peysur eins.“ Í búðinni er einnig að finna sitt lítið af hverju eftir aðra listamenn, bæði íslenska og erlenda, ásamt handþrykktum peysum og bolum frá Sigur Rósar- meðlimum sem fylgja með nýrri plötu þeirra, Takk. Miklar breytingar verða á búðinni um næstu mundir. „Hér er búið að rífa niður veggi og allt á hvolfi en vinkona mín ætlar að setja upp hár- greiðslustofu sem verður alveg ótrúlega flott. Við ætlum öll að vera í sama rýminu og erum því að stækka mikið.“ Handmála›, flrykkt og sauma› í Nakta apanum Þrír hönnuðir reka búðina Nakta apann í Bankastræti. Mikið hefur verið að gera hjá þeim und- anfarið og fljótlega mun hárgreiðslustofa bætast við í búðina. Sara María inni í búðinni Nakta apanum. ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 Sundföt sem passa Gjafabréf Í Oni er úrval af einstökum fötum. Fallegir bolir og töskur í Oni. Margt spennandi leynist í hillum og á slám. Margt spennandi leynist í hillum og á slám. Skemmtilega uppsettir eyrnalokkar sem margir hverjir koma frá íslenskum hönn- uðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.