Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 31
3FÖSTUDAGUR 30. september 2005 Framboð á áfengum gosdrykkjum eykst sífellt og fram koma ódýrari drykkir, en hingað til hafa drykkirnir verið í dýrari kantinum. Nú eru komnir í sölu í Vínbúð- um bresku drykkirnir VK Kick sem framleiddir eru af fyrirtækinu GBL. VK Kick eru einhverjir vinsælustu áfengu gosdrykkirnir í Englandi og hafa hlotið einkar góðar viðtökur á Íslandi. Drykkirnir þykja ódýrir, vandaðir og bragðgóðir. VK Kick eru seld- ir í 275 ml flöskum og fást í fimm bragðtegundum. VK Ice Sætur og ferskur með sítrónu-, ávaxtahlaups- og malttónum. VK Blue Hálfsætur og ferskur með kokkteilávaxta- og karamellutónum. VK Cherry Sætur og ferskur með kirsuberjabragði. VK Apple Sætur og ferskur með eplabragði. VK Orange Sætur með vel þroskuðu appelsínubragði. Fást í Heiðrúnu og Kringlunni og kosta 197 kr. Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. VK KICK: Ód‡rustu áfengu gosdrykkirnir 500 g brytjaður kjúklingur 1 dós (500 g) niðursoðnir tómatar 1 dós (200 g) tómat púrra 1,5 msk. söxuð steinselja 1,5 tsk. salt 1 tsk. basil 200 g lasagna plötur 2 dósir kotasæla, hrein 1 egg, slegið saman 1/2 tsk. pipar 180 g Mozzarella ostur 1/2 bolli Parmesan ostur Setjið kjúklinginn á meðal- heita pönnu og hrærið af og til í 6 mínútur. Setjið n i ð u r s o ð n u tómatana, tómat- púrruna, hálfa tsk. af steinselj- unni og eina tsk. af saltinu í bland- ara og hrærið vel saman. Hrærið blönd- unni saman við kjúklinginn á pönnunni og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur. Blandið saman í skál af- ganginum af steinseljunni, af- ganginum af salt- inu, kotasælunni, egginu og pipar. Setjið nú allt í eldfast mót. Fyrst kjúklinginn, þá kota- sælublönduna, mozzarella ost, og síðan lasagna plöturnar, aftur kjúkling og síðan parmesan ost. Mjög gott er að geyma í ísskáp yfir nótt áður en eldað en ekki nauðsynlegt. Setjið í 190˚ heitan ofn og eld- ið í 30 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram. RJÓMASOÐNIR SVEPPIR Á RISTUÐU BRAUÐI 350 g sveppir 1 hvítlauksgeiri 50 g smjör nýmalaður pipar 3-4 msk. steinselja, söxuð (má sleppa) 200 ml rjómi 2 tsk. sojasósa 1/2 tsk.paprika sneiðar af góðu brauði Grand-salat Sveppirnir skornir í sneiðar og hvítlaukurinn saxaður smátt. Smjörið brætt á stórri pönnu og síðan eru sveppirnir settir á pönnuna ásamt hvít- lauknum, kryddaðir með pipar og látnir krauma við meðalhita í 4-5 mínútur. Hrært oft á meðan. Stein- seljunni stráð yfir og síð- an er rjómanum hellt yfir, sojasósu og paprikudufti hrært saman við og látið sjóða við hægan hita í um 5 mínútur. Smakkað og bragðbætt með pipar og salti ef þarf. Brauðið ristað í ofni eða í brauðrist þar til það er farið að taka lit. Salatblöð sett á diska, 1-2 brauðsneiðar settar á hvern disk og sveppunum ausið yfir. Girnilegt úr sveppum KÍNVERSKIR SVEPPIR MEÐ SPERGILKÁLI 500 g sveppir 200 g spergilkál 2 hvítlauksgeirar 2-3 cm bútur af engifer 1 chilialdin, fræhreinsað 2-3 vorlaukar 2 msk. olía 2 msk. sesamfræ 2 msk. sojasósa 1 msk. ostrusósa vatn e.t.v. sósujafnari Sveppirnir skornir í sneiðar eða bita. Spergilkálið snyrt og skipt í litla kvisti; stönglarnir skornir í þunnar sneiðar. Olían hituð vel í wokpönnu eða á stórri, þykkbotna pönnu. Hvít- laukur, engifer og chili saxað smátt og hvíti hlutinn af vor- laukunum einnig og þetta síðan steikt í um 1 mínútu og hrært stöðugt. Þá er sveppum og spergilkáli bætt á pönnuna og veltisteikt í 2-3 mín- útur. Sesamfræjun- um dreift yfir og síðan er sojasósu, ostrusósu og smáskvettu af vatni hrært saman við, hitinn lækkaður, lok sett yfir og lát- ið malla í 3-4 mínútur í viðbót. Sósan ef til vill þykkt með svolitlum sósujafnara. Grænu blöðin af vorlauknum söxuð og stráð yfir. Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða núðlum. Kjúklingalasagna Saðsamur og bragðgóður kjúklingaréttur sem svíkur engan. SVEPPASÚPA 350 g sveppir 1 laukur 1 hvítlauksgeiri 2 msk. smjör eða olía 1 l vatn 1 lárviðarlauf 1 msk. Plantaforce eða annar grænmetiskraftur nokkrir dropar af tabascosósu nýmalaður pipar salt 1/2 knippi steinselja 2-3 sítrónubátar Sveppirnir skornir í þunnar sneiðar og laukur og hvítlaukur saxaður smátt. Smjör eða olía hitað í potti og laukur og hvít- laukur látinn krauma við fremur vægan hita í nokkrar mínút- ur. Sveppunum bætt út í, hitinn hækkaður ögn og steikt í 2-3 mínútur í viðbót; hrært oft á meðan. Vatnið hitað að suðu og hellt yfir. Lárviðar- laufi, grænmetiskrafti, tabascosósu og pipar hrært saman við, svo og salti, ef notaður er saltlaus grænmet- iskraftur. Mestöll steinseljan söxuð og sett út í. (Einnig er gott að skera alla leggina af steinseljunni, binda þá saman í knippi og sjóða með til að fá kraftinn úr þeim.) Súpan látin malla í 12-15 mínútur. Safi úr 1-2 sítrónubátum kreistur út í og súpan síðan smökkuð til með pipar, salti og ef til vill meiri sítrónusafa. Lárviðarlaufið veitt upp úr (og steinseljuleggirnir, ef þeir voru notaðir), af- ganginum af steinseljunni stráð yfir og súpan borin fram með nógu af góðu brauði. SVEPPIR MEÐ HVÍTLAUK OG KRYDDJURTUM 500 g sveppir 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 msk. ólífuolía 1 msk. smjör nokkrar timjangreinar nýmalaður pipar salt 2 msk. brandí 1/2 knippi steinselja, söxuð Sveppirnir skornir í sneiðar eða fjórðunga. Olía og smjör hit- að á stórri pönnu. Sveppir og hvítlaukur sett á pönnuna, timjani, pipar og salti stráð yfir, og látið krauma við meðalhita í 8-10 mínútur, eða þar til sveppirnir hafa tekið góðan lit. Hrært oft á meðan. Brandí- inu er svo hellt yfir og hrært stöðugt á meðan það gufar upp. Steinseljunni stráð yfir, hrært vel og síðan er pannan tekin af hitanum. Borið fram sem meðlæti með steiktu eða grilluðu kjöti, eða bara með brauði og salati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.