Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 42
8 ■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Eldhúsinnréttingar fylgja duttlung- um tískunnar eins og aðrir hlutir. Einfaldar innréttingar hafa verið áberandi undanfarið og þannig verður það áfram. Að minnsta kosti um sinn. Tískan einkennist af and- stæðum þar sem viði og stáli er stefnt saman og svart mætir hvítu. Bylgja Ríkharðsdóttir hjá Brúnás innréttingum segir að eikin sé alls- ráðandi í eldhúsinnréttingatísk- unni. „Eikin er búin að vera vinsæl mjög lengi og mér sýnist ekkert lát vera á því. Hnotan er líka vinsæl og hvítlakkaðar og háglansandi inn- réttingar eru einnig að koma sterk- ar inn. Þetta þrennt er mest áber- andi en eikin er alveg yfirgnæf- andi,“ segir Bylgja og bætir því við að eikin sé líklega ekki á leiðinni út á næstunni. „Eikin er mjög sterk og þar sem hún er vinsæl í húsgögnum líka hugsa ég að hún verði inni næstu tvö árin eða svo.“ Bylgja segir að þótt alltaf sé ein- hver ráðandi tíska þá sé í raunini allt leyfilegt. „Núna eru flestar inn- réttingarnar sem við hönnum ein- faldar og stílhreinar og það er mjög lítið um liti. Fólk vill hafa þetta slétt og fellt og leyfa viðnum að njóta sín. Það er til dæmis lítið um höldur og vinsælt að láta fræsa grip úr viðnum,“ segir Brynja. Sigurður Sigurjónsson, smiður hjá SBS innréttingum, tekur í sama streng. „Eikin er langvinsælust en það er orðið vinsælt að hafa ein- hvern lit með henni, oftast hvítt. Oft eru neðri skáparnir hafðir í lit en efri skáparnir úr viði. Viðurinn er þá hafður berstrípaður og liggj- andi þannig að línurnar í viðnum mynda láréttar línur en ekki lóð- réttar eins og í mörgum eldri inn- réttingum.“ Hjá SBS innréttingum eru allar inn- réttingar sérsmíðaðar og Sigurður segir að þeir smíði úr ýmsu efni. „Það er til dæmis vinsælt að hafa borðplötuna úr graníti en það er dýrt efni. Marmarinn er líka alltaf vinsæll og það er mikið um hann núna. Margir vilja líka hafa borð- plötuna úr massívum viði, en slíkur viður er ekki sérlega hentugur í borðplötur. Þá reynum við að benda fólki á eitthvað annað.“ Hjá Bræðrunum Ormsson eru seld- ar HTH innréttingar. Um er að ræða danska hönnun sem byggir á ótelj- andi einingum sem raða má saman á óteljandi vegu. Steinunn Jóns- dóttir er innanhússarkítekt hjá HTH innréttingum og hún segir að ein- faldar og stílhreinar innréttingar séu allsráðandi. „Það sem er vinsælast hjá okkur núna er höldulausar hvítar innrétt- ingar. Sprautulakkaðar háglansandi innréttingar hafa líka verið að koma inn og við erum með nokkrar slíkar í boði bæði hvítar og svartar. Annars er lítið um liti og svart, hvítt, viður og stál einkennir tísk- una,“ segir Steinunn og bætir því við að flestir velji tæki úr stáli eða áli. „Álið er mjög flott og við höfum til dæmis boðið upp á veggjapanil úr áli sem er vinsælt að setja í staðinn fyrir flísar.“ Láréttar línur einkenna innréttingarnar og breiðar skúffur eru áberandi. Þá segir Steinunn að lágir og mjóir efriskápar séu vinsælir og skáparn- ir séu sjaldan látnir ná alveg upp í loft. „Margt yngra fólk vill ekki hafa neina efri skápa. Oft eru efri skáparnir breiðir en lágir og kannski með sandblásnu gleri,“ segir Steinunn. Hvað varðar heildarhönnun eld- hússins eru flestir sammála um að litlar breytingar séu í vændum. Eld- húsin eru opin og þau eru látin flæða saman við borðstofu eða opið rými. Háfarnir vinsælu eru enn allsráðandi og frístandandi eld- unareyjar eru ekkert á leiðinni út. Stílhrein hvít innrétting frá Brúnási. Allar innréttingarnar frá Brúnási eru íslensk hönnun. Eldunareyja frá HTH úr birki og með svartri plastplötu. Háfar og eldunareyjar eru alls ekki á útleið. Sérsmíðuð innrétting frá SBS. Það er vin- sælt að blanda saman hvítum lit og viði. Einfaldleikinn er allsráðandi Tískan í eldhúsinnréttingum er einföld og stílhrein. Hönnuðir hjá Brúnási, SBS innrétt- ingum og HTH innréttingum eru sammála um að litlar breytingar séu í vændum hvað eldhúsinnréttingatískuna varðar. Skemmtileg innrétting frá Brúnási. Gráir sprautulakkaðir skápar, stállituð tæki og skemmtileg tekkklæðning gera góða blöndu. Falleg og stílhrein, sprautulökkuð innrétt- ing frá HTH. Láréttar línur eru allsráðandi og hurðirnar eru höldulausar. Borðplatan er úr graníti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.