Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 70
> Plata vikunnar ... THE ROLLING STONES: A Bigger Bang „Eftir 41 árs út- gáfuferil tekst The Rolling Stones að gera það sem eng- inn átti von á, að gera góða plötu. Keith Richards er guð sem öllum leikskólabörnum ætti að kenna að dýrka.“ BÖS 42 30. september 2005 FÖSTUDAGUR COLDPLAY Breska hljóm- sveitin er á toppi X-listans með lagið Fix You. [ TOPP 10 ] X-IÐ 977 - VIKA 30 COLDPLAY Fix You GORILLAZ Dare FULLI KALLINN Before 2000 NÚMER NÚLL Hér á allt að fá að flæða IAN BROWN All Ablaze MARK LANEGAN Hit The City 311 Don't Tread On Me GOLDIE LOOKIN CHAIN Your Missus Is Nutter DEPECHE MODE Precious SYSTEM OF A DOWN Old School Hollywood 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Villingarnir í Bloodhound Gang hafa nýverið gefið út plötuna Hefty Fine. Það þarf ekki annað en horfa á umslagið til þess að átta sig á að hljómsveitin hefur húmor og tekur sjálfa sig pass- lega alvarlega. Þeir verða seint sakaðir um að vera kórdrengir. Þekktasta lagið þeirra er um klámmyndaleikkon- una Chasey Lain og þegar þeir komu hingað til lands vöktu tón- leikar þeirra mikla athygli. Barn- ungar stúlkur voru dregnar upp á svið og kysstu þar hljómsveitar- meðlimi. Sjálfur vill Jimmy Pop ekki meina að þeir séu verri en aðrir. „Við erum bara partíhljóm- sveit,“ segir hann, en hljómsveitin var stödd í Þýskalandi og er vænt- anleg hingað til lands í lok janúar. Partí, brennivín og íslenskar stelpur eiga hug Jimmys sem hlakkar mikið til að koma hingað aftur. „Ég kom fyrst til Íslands þegar ég var fimmtán ára en gat ekki notið landsins til fullnustu, „ segir Jimmy en Bloodhound Gang hefur komið hingað nokkrum sinnum og hitaði meðal annars upp fyrir Blur. „Það var mikið fjör,“ segir Jimmy sem segist eiga góðar minningar héðan. Hann segir rokksenuna í dag vera skemmtilega og nefnir með- al annars hljómsveitina Franz Ferdinand sem góðan fulltrúa hennar. Þá segist hann ekki nenna að semja pólitíska texta. „Það yrði þá bara Bush er hálfviti, endur- tekið nokkrum sinnum,“ útskýrir hann. „Við erum í þessu til að skemmta okkur,“ bætir hann við. Nýji diskurinn frá Bloodhound Gang er öllu rokkaðri en aðdáend- ur sveitarinnar eiga að venjast. „Það er rétt, enda kemur Ville Valo við sögu á plötunni,“ segir Jimmy en Ville þessi er Finni og þekktastur fyrir að vera for- sprakki rokksveitarinnar HIM. Hann segir þó að þeir haldi fast í hugsjónir hljómsveitarinnar, að búa til tónlist sem fólk geti skemmt sér yfir. „Hljómsveitin varð til þegar bassaleikari sveit- arinnar byrjaði að vinna fyrir sér með tónleikahaldi og bjórsölu í heimahúsi á meðan hann var í há- skólanum,“ segir hann. Það þarf ekki mikinn snilling til að sjá að Bloodhound Gang er fátt heilagt. Jimmy segir meðal annars að hann hafi einu sinni dottið í það með Britney Spears. „Hún er rosaleg hörð í drykkjunni og drakk viský af stút, algjörlega hvítt drasl,“ segir hann, en sjálf- um þykir Jimmy ekki mikið til tónlistar hennar koma. „Það er óþolandi þegar ég hitti persónur sem maður hefði haldið að væru algjör fífl en reynast síðan ótrú- lega skemmtilegar,“ viðurkennir hann og lumar augljóslega á fleiri sögum úr heimi rokkara. „Vinur okkar úr Jackass svaf hjá Jessicu Simpson,“ segir hann, en Jimmy er mikill andstæðingur raunveru- leikaþátta poppstjarnanna. „Ferill okkar er í það minnsta ekki í það mikilli lægð að við þurfum á slíku að halda,“ segir hann og hlær. Í því augnabliki kemur umboðs- maður sveitarinnar, Ruth, í sím- ann og segir viðtalinu lokið. „Ég var að fara segja fylleríssögur af þér,“ svarar Jimmy og hlær. Um- boðsmaðurinn tekur vandræða- lega undir hláturinn, en Ruth er auðheyrilega fegin að vafasamar sögur af henni fara ekki í blaðið. freyrgigja@frettabladid.is Fyllerí með Britney Spears BLOODHOUND GANG Villingarnir í Bloodhound Gang hafa gefið út nýja plötu sem þykir ögn rokkaðri en áður. Þeim er fátt heilagt og láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Architecture in Helsinki: In Case We Die, Kaiser Chiefs: Employment, The Boy Least Likely To: The Best Party Ever, Ray Lamontagne: Trouble, The Fiery Furnaces: Gallowbird's Park, Jack Johnson: In Between Dreams Sufjan Stevens: Come On Feel the Illinoise. Reggaehljómsveitin Rætur heldur tvenna tón- leika um helgina. Á laugardaginn spilar hún í Stúdentakjallaranum og á sunnudaginn á Oli- ver. Hljómsveitin er skipuð þeim Petter Winn- berg, Guðmundi Kristni Jónssyni, Sigurði Guð- mundssyni, Mikael Svensson, Guðmundi Pét- urssyni og Helga Svavari. „Þetta er reggíhljóm- sveit og markmiðið okkar er að spila gamalt reggí og kynna klassíkina fyrir Íslendingum,“ segir Petter Winnberg, söngvari hljómsveitar- innar. „Það er svo oft þannig að fólk þekkir reggí lítið og kannski bara og eingöngu lagið No Woman No Cry. Okkur langar að kynna þessa stefnu bet- ur fyrir Íslendingum og vonumst til að geta gert það af alvöru. Við ætlum að spila fullt af virki- lega fallegum reggílögum eftir tónlistarmenn sem fæstir þekkja en eru afar mikilvægir í reggísenunni. Á laugardaginn verður því alvöru reggíkvöld á Stúdentakjallaranum,“ segir Petter. Kynna klassískt reggae > Popptextinn ... Who cares if you’re Jewish, And your breath smells of garlic, And your nose is a shiny red light. To me you are gorgeous, And everything’s right, When I turn off the living room light. - The Kinks syngja um ljótleikann í laginu When I turn off the living room light. Waldorf uppeldisfræði á Íslandi! Fegurð - Ró - Gleði Nýr hópur frá januar 2006. Upplýsingar: waldorf.isl@get2net.dk 45-43425113 Íslenska hljómsveitin Brain Police, Subsonic Mind frá Svíþjóð og Zensor frá Noregi munu næstu mánuði ferðast um Ísland, Svíþjóð og Noreg en ferðalagið er í sam- vinnu við Nordic Culture Fund. Ferðalagið hófst í gær þar sem sveitirnar spiluðu í Tónlistarþró- unarmiðstöðinni. Í dag átti svo að leggja upp í langferð með gestina og halda norður á Akureyri til að spila á Sjallanum. „Leyfa þeim að kynnast menningunni í höfuðstað Norðurlands,“ segir Vilhjálmur Sanne, umboðsmaður Brain Police. Það verður þó ekki bara rokkað út í eitt því gestum gefst kostur á að spjalla við hljómsveit- armeðlimi. „Þeir ætla að halda stutta fyrirlestra og deila með fólki reynslu sinni,“ segir Vil- hjálmur og bendir á að í gærkvöldi hafi verið blátt bann á bæði tóbak og vín og svo verði og í kvöld. „Við viljum að foreldrar komi með börnum sínum og hlusti á góða rokktónlist,“ segir hann. Það var sænska hljómsveitin Subsonic Mind sem hafði frum- kvæði að þessari reisu.“ Trommarinn í þeirri hljómsveit býr hér á landi og benti á Brain Police,“ segir Vilhjálmur. Lokatón- leikar hljómsveitanna þriggja verða svo á Gauknum næstkom- andi laugardagskvöld en þá verð- ur 20 ára aldurstakmark. „Héðan förum við svo til Noregs og ljúk- um ferðalaginu í Svíþjóð,“ segir Vilhjálmur. Brain Police í norrænt samstarf BRAIN POLICE Spilaði í gær í Tónlistarþróunarmiðstöðinni og heldur í dag til Akureyrar þar sem hún mun spila ásamt Subsonic Mind og Zensor í Sjallanum RÆTUR Hljómsveitin ætlar að leika klassískt reggí fyrir Íslendinga um helgina og er afar hugleikið að kynna þessa tegund tónlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.