Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 26
Í síðustu viku birtist heilsíðuaug- lýsing í Fréttablaðinu frá lands- samtökum hjartasjúklinga o.fl. í tilefni af alþjóðlegum hjartadegi sem haldinn var 25. september. Þar er barátta gegn offitu sett á oddinn, eins og svo oft áður þegar fjallað er um hjartasjúkdóma. Þessi forvarnaraðferð er afar undarleg í ljósi þess að offita er alls ekki einn af helstu áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Helstu áhættuþættirnir hér á landi eru reykingar, háþrýstingur, blóðfitutruflanir og sykursýki. Samkvæmt rannsóknum Hjarta- verndar skýra þessir þættir fjög- ur af hverjum fimm tilfellum kransæðasjúkdóma. Það væri því nærri lagi að fjalla nánar um þessa þætti í stað þess að einblína á offitu. Ein sterkustu rökin gegn því að offita sé mikilvægur áhættuþátt- ur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eru að tíðni þessara sjúkdóma hefur farið mjög lækkandi á sama tíma og offita hefur aukist. Tíðni kransæðastíflu lækkaði til dæmis um heil 44% meðal karla og 36% meðal kvenna á árunum 1981 til 1994. Hefur þessi þróun breyst frá því að offita tók að aukast á níunda og tíunda áratugnum? Nei, síður en svo. Tíðni kransæðastíflu hefur haldið áfram að lækka og voru tilfellin árið 2001 meira en 50% færri en tuttugu árum áður. Það er varla mögulegt að skýra samhliða fækkun kransæðasjúk- dóma og vaxandi tíðni offitu nema gera ráð fyrir að offita sé í raun veigalítill áhættuþáttur fyrir þessa sjúkdóma. Þess ber að geta að lækkandi tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur meðal annars verið þökkuð bættu mataræði og aukinni hreyf- ingu hér á landi. Breytingar á ís- lensku mataræði síðustu 20 árin hafa til dæmis leitt til þess að meðalgildi kólesteróls hefur lækkað um 12% hjá körlum og um 14% hjá konum. Þetta kemur sannarlega á óvart miðað við hvernig rætt er um lifnaðarhætti þegar talið berst að offitu. Þá er staðhæft að Íslendingar lifi svo óheilsusamlegu lífi að búast megi við holskeflu sjúkdóma innan tíð- ar sem muni leggja heilbrigðis- kerfið í kaf. Til dæmis segir í ný- legri skýrslu Manneldisráðs að of- neysla og hreyfingarleysi séu meðal þeirra þátta sem helst ógni heilsu landsmanna um þessar mundir. Þessi myrku orð koma á óvart í ljósi niðurstaðna könnun- arinnar, sem sýndu nánast alfarið jákvæðar breytingar á neyslu- venjum þjóðarinnar, svo sem aukna vatnsdrykkju, aukna neyslu ávaxta og grænmetis og stórminnkaða fituneyslu. Þá hafa rannsóknir Hjartaverndar sýnt að hreyfing í frístundum hefur auk- ist til muna á síðustu þrjátíu árum. Það er ekki heillavænlegt að láta hjá líða að hrósa þegar vel gengur, ef markmiðið er að halda áfram á sömu braut. Enn síður er það vænlegt að slá á fingur þeirra sem standa sig vel. Íslendingar eiga skilið viðurkenningu fyrir frábæran árangur – þeir hafa bætt mataræði sitt, dregið úr reyking- um og aukið hreyfingu. Afrakstur- inn er lækkandi tíðni hjartasjúk- dóma og vaxandi lífslíkur. En í stað þess að fá klapp á bakið upp- skera landsmenn eftir sem áður stöðugar umvandanir. Ef jákvæð hegðun er ekki verðlaunuð eru minni líkur til þess að hún verði endurtekin. Þetta er nokkuð sem lýðheilsufrömuðir þessa lands ættu að taka til athugunar. Lykillinn að góðri heilsu og langlífi er heilbrigt líferni. Þetta höfum við alltaf vitað. Þegar tekið er tillit til þátta eins og mataræðis og hreyfingar hefur líkams- þyngdin ein og sér lítið að segja. Þessu til stuðnings sýna rann- sóknir að feitt fólk í góðu formi lifir lengur en þeir sem eru grann- ir og lifa kyrrsetulífi. Með tilliti til þess að fólk hefur mun betri stjórn á hegðun sinni en holdafari ætti heilsuefling fremur að bein- ast að lifnaðarháttum en líkams- þyngd. Áherslur á kjörþyngd og offitu draga aðeins athygli frá því sem mestu máli skiptir – lífsvenj- um. Þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Þegar grannur vöxtur er helsta markmið heilsueflingar er til að mynda líklegt að fólk gefist upp á því að bæta lífsvenj- ur sínar þegar ekki tekst að grennast til frambúðar. Í ljósi þess að níu af hverjum tíu megr- unarkúrum mistakast má gera ráð fyrir því að þetta verði niðurstað- an í flestum tilvikum. Enn fremur hafa endurteknar tilraunir til þess að grennast í för með sér heilsu- farslega áhættu. Nýleg ítölsk rannsókn sýndi sem dæmi of feit- ar konur sem aldrei höfðu farið í megrun höfðu eðlilegan blóð- þrýsting, en blóðþrýstingur þeirra sem höfðu gert margar til- raunir til að grennast var of hár. Þetta ætti að skipta máli þegar litið er til þess að fyrsta boðorð læknisfræðinnar er að valda engum skaða. Að lokum veitir stöðug áhersla á offitu grönnu fólki falska örygg- iskennd. Hversu oft hefur maður ekki heyrt þá sem eru grannir lýsa því yfir með stolti að þeir þurfi aldrei að hreyfa sig eða hugsa um hvað þeir borða? Þeim grönnu er kerfisbundið talin trú um að holdafarið sem slíkt verndi þá gegn sjúkdómum og ótímabær- um dauða. Það er þó fjarri sanni, því jafnvel þótt ýmiss konar heilsubrestir séu algengari meðal feitra en grannra eru þeir grönnu fólki oft hættulegri. Til dæmis eykur háþrýstingur meðal feitra dánarlíkur þeirra aðeins örlítið, en meðal grannra tvöfaldast líkur á ótímabærum dauða. Höfuðáhersla á líkamsþyngd við eflingu heilbrigðis er röng. Það er tímabært að forvarnir gegn hjartasjúkdómum og öðrum lífs- stílskvillum einkennist af stað- reyndum og vandlega raunprófuð- um aðferðum í stað siðferðilegs of- stækis og hræðsluáróðurs. Fólk á rétt á sannreyndum og fullnægj- andi upplýsingum um áhrif þyngd- ar á heilsu, en ekki hálfsannleik og siðaboðskap í dulbúningi stað- reynda. Hættum eilífri þráhyggju um holdarfar og beinum sjónum að því sem skiptir máli: Heilsu, vel- ferð og vellíðan. ■ 30. september 2005 FÖSTUDAGUR26 Höfu›áhersla á líkamsflyngd vi› eflingu heilbrig›is er röng. fia› er tímabært a› forvarnir gegn hjartasjúkdómum og ö›r- um lífsstílskvillum einkennist af sta›reyndum og vandlega raunprófu›um a›fer›um í sta› si›fer›ilegs ofstækis og hræ›sluáró›urs. Baugsmáli› Átök milli voldugustu höfðingja Ís- lendinga hafa skekið samfélagið í vikunni líkt og uppfærð útgáfa sturlungaaldar. Áreiti fjölmiðla, vopnagnýrinn og mannorð Styrmis ritstjóra efst í valhrauknum. Nýjasta áhlaupi Baugsmanna mætti jafna við úrræði sumra baldinna höfðingja þjóðveldisins sem freist- uðu að hleypa upp dómum með dólgshætti og látum á Alþingi svo dómstólarnir fengju ekki frið til að dæma í málum þeirra. Ásakanirnar sem liggja að baki blaðaskúbbi vikunnar eru ekkert gamanmál. Er það raunverulega svo að leiðin að eyrum ákæruvalds- ins í landinu sé í gegnum valdaklík- una í kringum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins? Eiga Íslendingar raun- verulega á hættu að verða ákærðir að undirlagi stjórnmálamanna? Al- menningur á heimtingu á svörum við þessum spurningum. Skiptir þar engu hver n i ð u r s t a ð a Baugsmálsins verður fyrir dómi. Nægj- anlegur vafi leikur nú þegar á því að svarið við þ e s s u m spurningum sé ekki af- dráttarlaust nei. Það má ekki horfa hjá því ógn- arvaldi sem felst í því að geta ákært menn. Sjá má fjölmörg dæmi úr sögunni þar sem slíkt vald hefur verið notað til misgæfulegra verka. Allt frá galdraofsóknum miðalda til sýndarréttarhalda Stalíns. Það má að sjálfsögðu ekki líkja ástandinu við þær hörmungar. Skylda ríkis- valdsins gagnvart þegnunum er samt sú að menn eigi ekki á hættu að verða ákærðir fyrir engar sakir eða af annarlegum ástæðum. Við höfum byggt ríkisvald okkar á kenningum franska lögspekings- ins Montesquieu sem á 18. öld setti fram kenningar um þrískiptingu ríkisvalds. Samkvæmt kenningum hans skiptir það ekki máli þótt ein- um þætti ríkisvaldsins sé misbeitt því hann verður ávallt tempraður af öðrum hvorum hinna þáttanna. Þannig er lítil ástæða til að óttast að Baugsmenn verði dæmdir að ósekju þrátt fyrir að svo ólíklega reynist að framkvæmdarvaldið hafi farið offari í rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Dómstólarnir eru óháðir, samkvæmt kenningunni, og dæma því einungis eftir lögum en ekki duttlungum ákæruvaldsins eða yfir- manna þess. Athugist þó með fyrir- vara um skipunarhátt æðstu dómara landsins sem ekki verður rakið hér. Lagasetningarvaldið hefur einnig úrræði til þess bremsa framkvæmd- arvaldið af með ákvæðum stjónar- skrár um Landsdóm og rannsóknar- nefndir þingsins. Mögulegt er með þeim verkfærum að ganga úr skugga um réttmæti framkvæmdar- valdsathafna á ábyrgð ráðherra og ákæra þá sjálfa, ef ástæða þykir, fyrir brot í starfi. Sbr. Tamílamálið í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þannig á stjórnarskráin svör við mörgum klassískum deilum sem komið hafa upp í lýðræðissamfélög- um um aldir. Nú er bara að sjá hvort fulltrúar lagasetningarvaldsins á Alþingi séu vaxnir einu af megin hlutverki sínu samkvæmt stjórn- skipun lýðveldisins. Að halda fram- kvæmdarvaldinu í skefjum með lýðræðislegu og stjórnarskrár- bundnu eftirliti. Það er í höndum Al- þingis að þvo ákæruvaldið af ásök- unum um óeðlileg vinnubrögð og brigslum um pólitísk afskipti með skipun rannsóknarnefndar, rétt eins og það er í höndum dómstóla að dæma um sekt eða sakleysi Baugs- manna. Höfundur er laganemi og járn- bindingamaður. HAUKUR LOGI KARLSSON SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Hjartaheill á villigötum SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR UMRÆÐAN HJARTAVERND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.