Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6
6 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Heilbrigðisráðherra og borgarstjórinn undirrita samkomulag: N‡tt 110 r‡ma hjúkrunarheimili HEILBRIGÐISMÁL Nýtt 110 rýma hjúkrunarheimili mun rísa í Sogamýri, austan Merkurinnar. Stefnt er að því að taka það í notkun á árinu 2007. Þetta er efni samkomulags sem Jón Kristjánsson heilbrigð- ismálaráðherra og Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri undirrituðu í gær. Við undirskriftina sagðist Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fagna samkomulaginu sérstaklega. Með því væri stigið skref til að fullnægja eftirspurn eftir hjúkr- unarrýmum í Reykjavík. „Með uppbyggingunni í Soga- mýrinni, þar sem þegar er hafin bygging fjölda íbúða fyrir aldr- aða, mun þjónusta við eldri borg- ara eflast til muna,“ sagði Stein- unn Valdís Óskarsdóttir við sama tækifæri. Heimilið verður um 6.700 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu þess verður um 1300 milljónir króna, af því mun heilbrigðis- og tryggingarráðu- neyti greiða 70 prósent, en Reykjavíkurborg 30 prósent. Einungis einbýli verða á heimil- inu, en gert er ráð fyrir að að- staða verði fyrir hjón og sam- búðarfólk. Samkvæmt sam- komulaginu verður auglýst eft- ir rekstraraðila fyrir heimilið þegar endanlega hefur verið gengið frá samningum um byggingu þess. - jss Leigubílasvæði sameinuð á höfuðborgarsvæði og Suðurnesjum: Utanbæjargjald leggst af SAMGÖNGUR Sameining takmörkun- arsvæða leigubíla á höfuðborgar- svæðinu, Grindavík og Reykjanes- bæ tekur gildi á morgun, sam- kvæmt auglýsingu samgönguráðu- neytisins. Við þetta leggst utan- bæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur. „Breytingin felst í því að þessi svæði eru sameinuð í eitt takmörk- unarsvæði,“ segir ráðuneytið, en leigubílstjórum er því frá morgun- deginum heimilt að taka farþega innan þess alls. „Þetta leggst alveg hrikalega illa í okkur,“ segir Magn- ús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Ökuleiða í Keflavík. Hann segir bílstjóra sem unnið hafi frá Leifsstöð verða af tölu- verðum tekjum. „Núna þurfa þeir fjóra túra til að ná sömu innkomu og þrír túrar skiluðu áður. Ég fæ ekki séð að þeir nái endum saman með þessu rugli.“ Þá segist hann óttast að þjónusta við íbúa á Suð- urnesjum skerðist, því vera kunni að bílstjórar haldi til Reykjavíkur í verkefnaleit. „Svo getur náttúr- lega líka gerst að íbúi í Vogum eða Grindavík hringi í leigubíla- stöð í Reykjavík eftir bíl í innan- bæjartúr upp á 500 krónur. Bíl- stjóri sem lendir í því fer aldrei þangað aftur.“ - óká TRYGGINGAMÁL Hjón á Akureyri urðu að greiða tæpar 226 þúsund krónur í fæðingarhjálp, þar sem tryggingafélag sem konan er sjúkratryggð hjá neitaði að greiða reikninginn. Konan, Gemma Alegre Ásgeirsson, er frá Filipps- eyjum og kemst ekki inn í al- mannatryggingakerfið fyrr en eft- ir sex mánuði frá komudegi. Því fékk hún sér sjúkrakostnaðar- tryggingu sem dugði skammt þeg- ar til átti að taka. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, tengdaföður konunnar, gengu hún og sonur hans í hjónaband seint á síðasta ári úti á Filippseyjum. Son- urinn kom heim í janúar og hófst þá strax handa um að útvega eigin- konu sinni dvalarleyfi. Hann keypti einnig sjúkrakostnaðar- tryggingu hjá Tryggingamiðstöð- inni þar sem kona hans kemst ekki inn í almannatryggingakerfið hér fyrr en eftir sex mánaða dvöl á landinu. „Gemma kom svo til Íslands 13. júlí,“ segir Ásgeir, sem rekist hef- ur í málinu fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur. „Þau hjónin eignuð- ust síðan barn sitt 26. ágúst. Gemma ól það á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Þann 20. september fékk hún reikning frá sjúkrahúsinu upp á 225.793 krónur. Ég fór með reikn- inginn fyrir þau til Tryggingamið- stöðvarinnar, þar sem mér var tjáð að þetta yrði ekki greitt því trygg- ingin næði ekki yfir kostnað sem hlytist af meðgöngu, fæðingar- hjálp eða sjúkdóma sem rekja mætti til meðgöngu eða fóstur- láts.“ Ásgeir segir það vissulega rétt að ákvæði þessa efnis sé í vátrygg- ingaskilmála Tryggingamiðstöðv- arinnar. Um það sé ekki deilt. Hins vegar komi þarna berlega í ljós mismunun kynjanna og hún hljóti að stangast á við jafnréttislög. „Það getur ekki verið í anda gildandi laga og samninga um jafn- rétti kynjanna að hægt sé að draga út ákveðna þætti sem eiga einungis við um annað kynið og útiloka það þannig frá jafn mikilvægum grunnréttindum og sjúkrakostnað- artrygging er,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að atvinnurekandi megi til dæmis ekki spyrja konu sem sækir um vinnu hjá honum hvort hún sé barnshafandi. Það flokkist undir einkamál og mismunun. Ásgeir hyggst því hefja baráttuna með því að fara með málið til jafnréttisráðs Akureyrar, svo og til Neytenda- samtakanna, áður en lengra er haldið. jss@frettabladid.is Dagskrárstjóri Rásar 2: Óvíst hvenær Sigrún byrjar FJÖLMIÐLAR „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hvenær nýr dagskrárstjóri kemur til starfa. Hún kemur að öllum lík- indum til með að hefja störf annað hvort 1. nóvember eða 1. desem- ber,“ segir Páll Magnússon, út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins. Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur tekur við starf- inu. Sigrún sagði í fréttum fyrir um mánuði að hún mundi flytja til Íslands um leið og hús hennar í Danmörku seldist. Ekki tókst að ná í Sigrúnu í gær. - saj Breytingar á deiliskipulagi Sátt um Bíla- naustsreitinn SKIPULAGSMÁL Borgarráð sam- þykkti í gær breytingu á deili- skipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á sam- þykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. Þar að auki verður þar að finna skrifstofuhúsnæði og mat- vöruverslun. Deilurnar snérust mikið um hæð tveggja turna, sem áttu að vera 12 og 10 hæðir. Nú er búið að sam- þykkja að annar turninn verði átta hæðir, en hinn níu hæðir að hluta. Stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum á svæðinu í lok árs 2007. - ss Var rétt að gera parkódín lyfseðilsskylt? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlarðu að fara til útlanda í vetur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Alltaf einfalt www.ob.is 15 stöðvar! Dýraverndunarsinnar: Ógna nú leikskólum BRETLAND Öfgasinnaðir dýravernd- unarsinnar hafa sent forsvars- mönnum bresku leikskólakeðjunn- ar Leapfrog Day Nurseries bréf þar sem því er hótað að skeri keðj- an ekki á tengsl við fyrirtækið Huntingdon Life Sciences (HLS), sem sér um ræktun nagdýra fyrir rannsóknarstofur „yrði hún að taka afleiðingunum“. Dagblaðið Independent segir að starfsmönnum HLS hafi verið boð- inn afsláttur af barnagæslu en leik- skólakeðjan hefur nú dregið tilboð sitt til baka af ótta við að starfs- mönnum hennar og skjólstæðing- um verði gert mein. ■ BÍLANAUST RIFIÐ Þarna rísa átta hæða háir turnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L LEIGUBÍLAR Í LÆKJARGÖTU Eftir sameiningu leigubílasvæða á Suðurnesjum og höfðu- borgarsvæðinu ætti að kosta innan við 6.000 krónur að taka leigubíl á daginn milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R DR. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Sigrún verður dagskrárstjóri Rásar 2. Fullur og próflaus maður: Slapp me› bílstuldinn DÓMSMÁL Maður yfir þrítugu sem próflaus ók fullur utan í fjórar kyrrstæðar bifreiðar við Frakka- stíg í Reykjavík á laugardags- morgni í nóvemberbyrjun í fyrra var dæmdur til greiðslu 200.000 króna sektar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var sýknaður af bíl- stuldi, þrátt fyrir að hafa játað greiðlega fyrir lögreglu að hafa tekið bílinn í óleyfi án þess að þekkja til eigandans. Bíleigandinn fékkst ekki til að gefa skýrslu fyr- ir dómi og vegna þess að hinn man lítið eftir upphafi ökuferðarinnar þótti dómnum ekki óhætt að sak- fella hann fyrir bílstuldinn. - óká Greiddi 226 flúsund fyrir fæ›ingarhjálp Hjónum á Akureyri var gert a› grei›a tæpar 226 flúsund krónur fyrir fæ›ingar- hjálp á Fjór›ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar a› grei›a kostna›inn. FJÖLSKYLDAN Gemma og Magnús Ásgeirsson með litla barnið, sem nú er rétt rúmlega mánaðargamalt. Þau hrósa starfsfólki TM á Akureyri fyrir alúðlega framkomu, en eru óá- nægð með skilmála þá sem yfirboðarar tryggingafélagsins setja. HJÚKRUNARHEIMILI Í SOGAMÝRI Á teikningunni má sjá hvernig anddyrið mun líta út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.