Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 16
SÖFN „Sögusagnir um að loka eigi Fjarskiptasafninu við Suðurgötu eru ekki sannar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður. Þó nærri sjö mánuðir séu liðnir síðan Síminn gaf Þjóðminjasafn- inu húsið og Síminn sé löngu hætt- ur öllum afskiptum af því, þá seg- ir Margrét pappírsvinnuna hafa tekið sinn tíma og að Þjóðminja- safnið sé nú fyrst að fá lyklavöld. „Það er búið að vera að ganga frá pappírum og þinglýsa skjölum, þetta er bara eðlilegur tími sem fer í það að endurskoða starfsemi og sýningar í húsinu,“ segir Mar- grét, og bætir því við að langi fólk til að skoða safnið nú þurfi að hafa samband við Þjóðminjasafnið. „Síminn mun styðja við rekstur Fjarskiptasafnsins með því að greiða tvenn árslaun starfsmanna til tveggja ára,“ stóð í fréttatil- kynningu frá Símanum í febrúar, en Margrét segir þessa fjármun- irverða notaða til endurskoðunar á sýningunni. Safnið er að taka upp samstarf við Háskóla Íslands, og frá og með áramótum verður háskólastarf- semi í húsinu. Þá verður safnið opið á skrifstofutíma, og eins verður áfram hægt að fá leiðsögn um það á öðrum tímum, að sögn Margrétar. - smk FJARSKIPTASTÖÐIN Fjarskiptastöðin við Suðurgötu verður opin daglega eftir ára- mótin. Nú þarf að hafa samband við Þjóð- minjasafnið til þess að skoða safnið. VERKFALL Á ÍTALÍU Verkamenn í málm- og vélaiðnaði í kröfugöngu í Napolí á Ítalíu í gær. Dagsverkfall var hjá stéttinni um alla Ítalíu til að knýja á um kjarabætur. MYND/AP 16 30. september 2005 FÖSTUDAGUR UMFERÐ Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síð- ustu ár og mun hraðar en Reyk- víkingum. Árið 2004 voru í borg- inni um 610 bílar á hverja þús- und íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. „Það eru mörk sem eru miklu nær Norður- Ameríku en Norðurlöndunum,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, yf- irmaður Staðardagskrár 21. Hann segir Reykjavíkurborg líklega vera komna fram úr meðaltali í Bandaríkjunum í fjölda bíla á íbúa í borgum. Bílar í Reykjavík eru þar að auki að verða þyngri og afl- meiri. Árið 2004 voru einkabílar að meðaltali 26 prósentum kraftmeiri í hestöflum og rúm- um níu prósentum þyngri. „Þetta segir okkur að fólk sé að kaupa stærri og kraftmeiri bíla. Þróunin er líka í þá áttina frá hefðbundnum fjölskyldubíl yfir í stærri jeppa.“ Hjalti vill ekki tjá sig um það að svo stöddu hvaða þýðingu þetta hefur fyrir bæinn en á von á því að umhverfissviðið birti ítar- lega skýrslu eftir nokkrar vikur. - grs SKIPULAGSMÁL „Við erum nýbyrjað- ir að borga okkar hlut og síminn hefur ekki stoppað síðan þá,“ seg- ir Kristján Ríkharðsson, annar verktakanna sem nýlega gerði eig- endum hesthúsa í Glaðheimum til- boð um að kaupa hús þeirra. „Fólk var að bíða eftir því.“ Hann býst við að ganga frá fleiri kaupsamn- ingum næstu daga í kjölfar þess og segist þegar hafa gengið frá samningum að andvirði 300 milljóna króna. Stjórn Gusts hefur forkaups- rétt að húsum á svæðinu og fékk afgerandi umboð til þess á félags- fundi um helgina, samþykkt með 124 atkvæðum gegn fjórum. „Menn eru fyrst og fremst að vinna að því að Hestamannafélag- ið Gustur verði áfram til,“ segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, vara- formaður Gusts. Hann staðfestir að 15 tilboð frá verktökunum séu komin til stjórnarinnar, en það séu ekki nema í 13 prósent húsanna. Hann gefur ekki upp nákvæman kostnað við að nýta forkaupsrétt- inn, en staðfestir að hann losi eitt hundrað milljónir. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi sat félagsfund- inn og þar ítrekaði hann þá stefnu bæjarstjórnarinnar að Gustur yrði áfram þar sem hann er í dag. Hann hyggst leggja það til við bæjar- stjórn að Kópavogsbær kaupi af Gusti nokkra bása sem hann hefur haft á leigu frá félaginu síðustu ár. Litlar umræður urðu á fundin- um, en fáeinir félagsmenn hafa látið í ljósi mikla óánægju á spjall- þræði hestamannavefsins www.847.is. Þeir vilja að stjórn fé- lagsins fari þegar í viðræður við bæjaryfirvöld um nýjan framtíð- arstað fyrir félagið, en þessar skoðanir komu ekki fram á félags- fundinum. Stjórn Gusts hefur ekki ákveðið að nýta sér forkaupsréttinn þó hún hafi fengið umboð til þess. Búist er við að það skýrist um helgina. grs@frettabladid.is Rangfærsla Fasteignamats: Ríki› var bótaskylt DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrir- tækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þús- und króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. Tæpum 240 fermetrum munaði á stærðinni, en eignin reyndist vera tæpir 1.559 fermetrar. Dóm- urinn segir ljóst að starfsmenn Fasteignamats ríkisins hafi ekki sinnt „ótvíræðri lagaskyldu“ um að skrá upplýsingar um rétta stærð eignarinnar, en þær bárust stofnuninni árið 1995. - óká Deilt um niðurrif: Rífa á hús eftir Jacobsen DANMÖRK Bæjarstjórnin í Glostr- up á Sjálandi hefur heimilað nið- urrif húss eftir hinn þekkta hönnuð Arne Jacobsen. Húsið er nú í eigu innflytj- enda franska bílaframleiðand- ans Peugeot sem telur sig hafa þörf stærra húsnæði. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Kjeld Vindum, lektor við arkitekta- deild Listaháskólans, það glapræði að rífa húsið. Fullyrðir hann að bæjaryfirvöld muni í framtíðinni sjá á eftir húsinu. Freddie Rose, sem fer með umhverfismál í bæjarstjórn- inni, segir hús Jacobsen ekki vera það sérstakt að það eigi að vernda. Þess má geta að ráðhúsið í Glostrup er hannað af Arne Jac- obsen. ■ DÓMSMÁL PRÓFLAUS MEÐ HASS Héraðs- dómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára pilt til greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð, ella sæta átta daga fangelsi. Piltinum var gert að sök að hafa ekið bifreið í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, þótt búið væri að svipta hann ökuréttind- um. Pilturinn var ekki með ör- yggisbelti spennt, og hafði auk þess dálítið af kannabisefnum í fórum sér. LEIKSKÓLAMÁL FÓR MEÐ RANGT MÁL Í fréttum Fréttablaðsins í fyrradag um leikskólamál í Grafarvogi var tal- að við Ástu Róbertsdóttur for- eldri þar sem hún sagði að sama ástand væri í starfsmannamálum á leikskólanum Laufskálum ann- ars vegar og Lyngheimum og Fífuborg hins vegar. „Ég fór með rangt mál þar,“ segir Ásta og er leiðréttingunni komið á fram- færi. UMFERÐARÖNGÞVEITI Umferðin hefur aukist mikið á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár. FJÖLDI EINKABÍLA á hverja þús. íbúa Kaupmannahöfn Árósar Óðinsvé Álaborg Osló Málmey Stokkhólmur Berne Þrándheimur Graz Phoenix Bologna Reykjavík Houston Atlanta Heimild: Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Um 610 bílar eru á hverja þúsund íbúa í borginni: Einkabílar fleiri stærri og kraftmeiri GLAÐHEIMAR Í KÓPAVOGI Hestamannafélagið Gustur hefur verið í Glaðheimum í 40 ár, en bærinn hefur byggst í kringum svæðið síð- ustu ár. Stjórn Gusts hyggst n‡ta forskaupsrétt Tilbo› tveggja verktaka í hesthús Gustara í Kópavogi standa enn og fleir hafa nú keypt nokkur hús. Stjórn Hestamannafélags Gusts hyggst n‡ta forkaupsrétt- inn, fló kostna›ur geti numi› hundru›um milljóna. Fjarskiptasafnið er ekki að loka: Opi› daglega eftir áramót Komnir kringum landið: Grænni skógar á Vesturlandi LANDBÚNAÐUR Félag skógarbænda á Vesturlandi og þær stofnanir sem hafa með skógrækt að gera undirrituðu nýverið samning um heildstæða skógræktarfræðslu næstu þrjú árin í fjórðungnum í verkefninu Grænni skógar, en þar með er verkefnið komið í alla landsfjórðunga. Um eitt hundrað skógarbænd- ur eru nú þátttakendur í verkefn- inu, en þegar hafa verið útskrifað- ir tveir hópar frá Norðurlandi og Suðurlandi. Landbúnaðarháskóli Íslands sér um kennsluna. - grs LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á VESTFJÖRÐUM Lítill fólksbíll valt í Mikladal í Patreks- firði í gærmorgun. Bílstjórinn, sem var einn í bílnum missti stjórn á honum á nýlagðri klæðn- ingu. Hann slasaðist lítillega, en bíllinn er talinn ónýtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.