Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 18
Fatla›ir lyfta á Lækjartorgi
Heimsmeistaramótið í afl-
raunum fatlaðra hefst á
Lækjartorgi í dag. Tíu
keppendur reyna með sér
en íranskir aflraunamenn
geta ekki tekið þátt af því
að þeir fengu ekki vega-
bréfsáritun í tæka tíð.
Þandir vöðvar, þrútnar æðar, ösk-
ur og grettur verða allsráðandi á
Lækjartorgi í dag þegar tíu afl-
raunamenn úr röðum fatlaðra
kljást í keppninni um sterkasta
fatlaða mann heims ársins 2005.
Íþróttafélag fatlaðra stendur að
mótinu, sem haldið í þriðja sinn.
Kristberg Jónsson hefur titil að
verja í flokki standandi en Finn-
inn Tahvo Jauhojärvi freistar
þess að verja
titil sinn í
flokki sitj-
andi, það er
þeirra sem
nota hjóla-
stóla.
„ E k k e r t
annað en sig-
ur kemur til
g r e i n a , “
segir Krist-
berg kok-
hraustur en
viðurkennir
að pressan
sé á honum.
„Keppinautar mínir ætla að hefna
sín síðan síðast og gera allt til að
sigra mig.“ Kristberg hefur æft
vel að undanförnu, í tvo tíma á
dag og er hvergi banginn.
Nokkrir keppendur frá Íran
hugðust taka þátt í mótinu en ekk-
ert varð úr þar sem þeir fengu
ekki vegabréfsáritun í tæka tíð.
Eru þeir þegar staðráðnir í að
keppa að ári og munu þá eflaust
setja skemmtilegan svip á mótið.
Arnar Már Jónsson, aflrauna-
maður og þjálfari hjá Íþróttafé-
lagi fatlaðra, hefur veg og vanda
af mótinu, ásamt Magnúsi Ver
Magnússyni margföldum afl-
raunameistara. Hann hvetur fólk
til að fylgjast með enda horfur á
spennandi keppni. „Fólk hefur
líka gott af að sjá hvað þessir
menn geta gert þrátt fyrir fötlun-
ina,“ segir hann en keppt er í
sömu greinum og í Sterkasti mað-
ur heims, þær hafa aðeins verið
aðlagaðar fötluðum.
Keppnin hefst á Lækjartorgi
klukkan 14 í dag og er fram hald-
ið við Fjörukrána í Hafnarfirði
klukkan 13 á morgun. Lokagrein-
arnar fara svo fram í Íþróttahúsi
fatlaðra í Hátúni síðdegis á morg-
un.
Kristberg Jónsson er spenntur
fyrir keppninni en hvetur fyrir-
tæki til að styrkja fatlaða afl-
raunamenn svo þeir geti æft enn
meira og betur. „Þetta er svo dýrt
fyrir okkur,“ segir hann en hver
króna fer í sportið. „Ég hef fengið
litla styrki hér og þar en þeir
mættu vera fleiri. Ég bið ekki um
mikið,“ segir Kristberg, sterkasti
fatlaði maður heims.
bjorn@frettabladid.is
Þórhallur Gunnarsson sjónvarps-
maður er hættur á Stöð 2 eftir fimm
ára starf á stöðinni. Þar sá hann um
þáttinn Ísland í dag við góðan
orðstír. Þórhallur hefur verið ráðinn
yfir á RÚV og mun ritstýra sjónvarps-
þætti sem hlotið hefur vinnuheitið
Torgið. Til stóð að Logi Bergmann
Eiðsson ritstýrði þættinum en hann
var sem kunnugt er ráðinn yfir á
Stöð 2 fyrir skemmstu.
„Þú segir tíðindi,“ sagði Bjarni Jó-
hann Þórðarson garðsláttumaður,
sem ekki hafði heyrt þessar nýjustu
fréttir þegar blaðamaður sló á þráð-
inn. Honum líst þó vel á þessar
breytingar í fljótu bragði. „Þórhallur
er góður sjónvarpsmaður, betri en
Logi Bergmann, svo ég held að
þetta séu góð býtti fyrir RÚV.“
Bjarni Jóhann kveðst þó ekki horfa
mikið á sjónvarp og býst ekki við að
gera sér far um að horfa á Þórhall í
Torginu. „En ég mun frekar horfa á
þáttinn undir hans stjórn en Loga.“
BJARNI JÓHANN ÞÓRÐARSON
GARÐSLÁTTUMAÐUR
Gó› b‡tti
ÞÓRHALLUR GUNNARSSON
RÁÐINN Á RÚV
SJÓNARHÓLL
18 30. september 2005 FÖSTUDAGUR
„Fyrir það fyrsta þá er ég byrjuð
aftur í skóla eftir fimm ára hlé,“
segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
sjónvarpskona sem gerði áður
garðinn frægan í unglingaþættin-
um At.
Sigrún ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur og ætlar að
læra allt í senn heimspeki, hag-
fræði og stjórnmálafræði við Við-
skiptaháskólann á Bifröst. „Hvorki
meira né minna,“ segir hún kímin.
„Ég var búin að íhuga þetta allt
þrennt og fannst allt svo merkilegt
að ég ákvað að fara þessa leið.“
Það var fyrst og fremst vegna góðs
orðspors skólans að Sigrún ákvað
að fara á Bifröst. „Mér líkar vel
hérna enn sem komið er. Þetta er
mjög skemmtilegt samfélag og
það er gaman að vera á stað þar
sem allir eru að sýsla við það
sama. Ég held að þetta sé per-
sónulegra umhverfi en ég ímynda
mér að það sé í Háskóla Íslands.
Maður kynnist svo mörgum
hérna.“
Sigrúnu finnst ekkert erfitt að setj-
ast aftur á skólabekk eftir fimm
ára hlé og dustaði reyndar rykið af
skólabókunum í ársbyrjun þegar
hún fór til Perú að læra spænsku.
„Ég er líka heppin að því leyti að í
mínum störfum hef ég alltaf þurft
að skrifa mikið og leita mér heim-
ilda og hef sjálfsagt haldið hugan-
um betur við en með til dæmis
skurðgreftri,“ segir hún og hlær.
Á skólabekk í tveimur heimsálfum
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA
nær og fjær
OR‹RÉTT„ “
Í gó›um félagsskap
„Hvar varst þú þegar bollu-
dagssprengjan féll? Ég man
hvar ég var. Ég var staddur við
morgunverðarborðið á Hótel
Pristina í Kosovo. Andspænis
mér sat Halldór Ásgrímsson
þáverandi utanríkisráðherra.“
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON, BLAÐA-
MAÐUR OG ÞÝÐANDI, UM HVAR
HANN VAR EINU SINNI, Í MORGUN-
BLAÐINU.
Hvar er flessi bar?
„Fólk getur farið á skítugan
bar í Reykjavík, dottið ofan í
ölkrús og náð sér í maka fyrir
lífstíð í hávaða og reyk á
stytri tíma en það tekur að
kaupa sér skó.“
VALDIMAR ÖRN FLYGENRING, SKIP-
STJÓRI Á ÁSTARFLEYINU, UM TIL-
HUGALÍF REYKVÍKINGA, Í FRÉTTA-
BLAÐINU.
550 5600
Nýtt símanúmer
hjá dreifingu:
SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
Haustsýning Hundaræktarfélags Íslands í Víðidal:
Hundurinn valinn
eftir lífsstíl eiganda
Hundaeign á Íslandi hefur aukist
um 20 prósent á síðustu árum. Nú
er svo komið að sýningum Hunda-
ræktarfélags Íslands hefur vaxið
fiskur um hrygg. Sýningarnar
verða hér eftir í Reiðhöllinni í Víði-
dal og verður sú fyrsta haldin nú
um helgina 1. og 2. ágúst. Þar verða
sýndir 577 hundar og þar af 105
hvolpar.
Með auknu plássi opnast mögu-
leiki á frekari kynningum á hinum
ýmsu hundategunum og því hefur
verið tekið upp á þeirri nýbreytni
að allar deildir félagsins verða með
kynningarbása. Þeirra á meðal er
úrvalsdeild, en í henni eru vinnu-
hundar og fjárhundar á borð við
Síberíu-husky, border-collie, sank-
ti-bernharðs og doberman. Vinnu-
hundar eru hundar sem hafa verið
ræktaðir með sérstakan tilgang í
huga eins og að draga sleða eða til
varnar.
Rósa Halldórsdóttir sem ræktar
Síberíu-husky segir að lögð verði
áhersla á að hvetja fólk til að kynna
sér vel hundategundirnar áður en
ákvörðun er tekin um kaup. Mikil-
vægt sé að hinn nýi fjölskyldumeð-
limur henti lífsstíl hvers og eins.
Hún segir einnig bráðnauðsynlegt
að vekja bæði bæjaryfirvöld og
aðra þjónustuaðila til meðvitundar
um aukna hundaeign landsmanna.
VINNUHUNDUR Síberíu-husky var rækt-
aður til að draga sleða.
STERKIR STRÁKAR Hluti keppenda og aðstandenda keppninnar um sterkasta fatlaða mann heims.
HRIKALEGUR Ummál
upphandleggs Kristbergs
Jónssonar er á við mittis-
mál venjulegs manns.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Landsmót skólalúðrasveita
um helgina:
Lú›raflytur
á Akranesi
Hátt í níu hundruð ungmenni frá
19 stöðum á landinu taka þátt í
Landsmóti skólalúðrasveita sem
haldið er á Akranesi um helgina.
Sjaldan hafa jafn mörg hljóðfæri
verið samankomin á einum stað
en sem dæmi má nefna að klar-
inettin verða 183, flauturnar 162
og trompetarnir 139.
Vitaskuld þurfa hljóðfæraleik-
arnir og fylgdarmenn þeirra að fá
eitthvað í svanginn og er áætlað
að um 8.400 máltíðir verði af-
greiddar á mótinu.
Margt verður gert á mótinu en
hápunktur þess verður þegar allir
þátttakendur leika saman í einni
risastórri lúðrasveit og er viðbúið
að lúðraþyturinn muni berast um
allan Skagann og jafnvel ná-
grenni.
- bþs