Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 58
Umsjón: nánar á visir.is Aðhald Seðlabankans Seðlabankinn kom markaðnum á óvart með skörulegri vaxtahækkun og skilaboðum um að ekkert verði gefið eftir í stjórn peningamála til að halda verðbólgu í skefjum. Nú er það svo að seðlabankar eiga að vera fyrirsjá- anlegir og íhaldssamir, en eiga innan þess ramma að geta komið aðeins á óvart. Þegar við innkomu á fund Seðla- bankans mátti greina aukið aðhald bankans. Veitingar á þessum fundum hafa verið kaffi, appelsín, pepsi, kleinur og flatbrauð með hangikjöti. Kaffið, pepsíið og flatbrauðið með úrvals hangikjöti var á sínum stað, en í þetta skiptið var kleinum og appelsíni sleppt. Spurningin er sú að fyrstu merki þess að draga fari úr aðhaldsþörf Seðla- bankans birtist í því að appelsínið og kleinurnar mæti aftur á kynningarfundi Peningamála. Kynslóðabil tískunnar Derek Lovelock forstjóri Mosaic kynnti uppgjör félagsins fyrir fjárfestum og fulltrúum greiningar- deilda í gær. Heimur bresku hátískunnar er ekki mjög kunnur íslenskum fjárfest- um og nýtti Derek tækifærið til að kynna mönnum viss lögmál í straum- um tískunnar. Hann upplýsti menn um að þróun tískunnar hefði verið í þá átt að kynslóðabil hefði minnkað. Þannig hefði mátt sjá mæður og dætur svipað eða eins klæddar. Þessi tíska kallaði ávallt á viðbrögð æsk- unnar sem vildi skera sig úr. Nú væru komin föt sem unga fólkið sækti í. Áberandi væru meðal annars berir magar og afar stutt pils. Klæðn- aður sem ungar stelpur sæktu í en mæður þeirra ekki. „Eða maður skyldi vona ekki,“ hnýtti hann aftan við. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.613 Fjöldi viðskipta: 252 Velta: 3.842 milljónir +0,68% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Burðarás, eitt stærsta félag Kauphallar Íslands, var afskráð úr hlutafélagaskrá í dag vegna samruna við Landsbankann og Straum Fjárfestingarbanka. Burðarás, sem áður var gamla Eimskipafélagið, var stofnað í janúar 1914. Krónan styrkist um tæpt prósent í gær áður en Seðlabankinn tilkynnti um 75 punkta vaxtahækkun. Gengi evrunnar veiktist mest. Fjárfestingafélagið Vending, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar og Guðmundar Hjaltasonar, stjórnarmanna í SÍF, hefur keypt hlutabréf í SÍF fyrir eitt hundrað milljónir króna. Vending er stærsti hlut- hafinn í SÍF. Íslandsferðir, sem eru í eigu FL Group, hafa selt söluskrifstofur sínar í Evrópu. Kaupandinn er svissneska ferðaheildsal- an IS-Travel. 30 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,80 -0,20% ... Bakkavör 43,60 +0,50% ... Burðarás 18,00 +0,60% ... FL Group 14,70 +0,00% ... Flaga 3,60 +0,00% ... HB Grandi 9,20 +0,00% ... Íslandsbanki 14,90 +0,00% ... Jarðboranir 20,60 +0,00% ... KB banki 596,00 +1,40% ... Kögun 56,30 +0,50% ... Landsbankinn 22,10 +0,50% ... Marel 66,70 +0,00% ... SÍF 4,69 +2,00% ... Straumur 13,70 +0,40% ... Össur 85,50 +0,00% Mosaic +5,45% SÍF +1,96% KB Banki +1,36% Síminn -3,00% Atorka Group -1,69% Hampiðjan -0,25% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Væntingar markaðsaðila um að stutt sé í að stýrivextir nái há- marki og muni fljótlega lækka aftur eru óraunsæjar og hafa taf- ið fyrir því að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi tilætluð áhrif sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær um leið og hann kynnti hækkun stýrivaxta bankans um 0,75 prósent. Eru þá stýrivextir Seðlabankans 10,25 prósent. „Skilaboðin okkar eru mjög skýr: Við ætlum að standa við verðbólgumarkmið Seðlabankans og ætlum að hækka stýrivexti eins og þarf til að stuðla að því að verðbólgumarkmiðið náist sem fyrst og helst á næstu tveimur árum,“ sagði Birgir Ísleifur í sam- tali við Fréttablaðið. Ómögulegt væri að segja fyrir um hversu hátt þyrfti að hækka vextina en þeir hefðu farið upp í 11,4 prósent á síðasta þenslutímabili 2000 og 2001. Það gæti vel verið að það þyrfti jafn mikið aðhald þegar upp væri staðið eins og var þá. Í ræðu sinni sagði Birgir Ísleif- ur að Seðlabankinn gæti þurft að hækka stýrivexti sína meira en áður hefði þótt sennilegt til að ná verðbólguvæntingum markaðsað- ila í átt að markmiðum bankans. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, sagði á fundinum að verðbólguspá bank- ans hefði verið uppfærð og gert væri ráð fyrir að verðbólga yrði 4,5 prósent á síðasta ársfjórðungi þessa árs miðað við óbreytta stýrivexti og gengi. Það væri 1,5 prósenti meira en í fyrri spá bankans og einnig hefði verð- bólguspá fyrir fyrstu mánuði næsta árs verið hækkuð um 1,2 prósent. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu í 2,5 prósentum. Á verðbólgan að vera sem næst því markmiði en víki hún meira en 1,5 prósentustigum frá því ber Seðlabankanum að gefa ríkis- stjórninni skriflega skýringar á ástæðum þess og leiðum til úr- bóta. Í september mældist tólf mánaða verðbólga 4,8 prósent og var því yfir þolmörkum bankans. „Seðlabankinn á við það sama að glíma og við sjáum hjá seðla- bönkum annarra landa, til dæmis í Bandaríkjunum. Vextir þar voru lágir en bandaríski Seðlabankinn hefur verið að hækka vexti mjög hratt. Þeir eru enn að glíma við þann vanda að vextir á langtíma- markaðnum hafa ekki hækkað heldur jafnvel lækkað. Það erum við að glíma við líka, en við trúum því að peningastefnan leiði að lok- um til þess að vextir á langtíma- markaði verði líka hærri en ella,“ sagði Birgir aðspurður hvort vaxtahækkanirnar hefðu tilætluð áhrif. Samkeppni á fjármála- markaði og breytingar á húsnæð- islánum hefðu svo leitt til gríðar- legrar útlánaaukningar sem dragi úr áhrifunum. bjorgvin@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Next opnar risa- verslun í Kringlunni Verslunarmi›stö›in stækkar um 1.700 fer- metra. Mikil ásókn kaupmanna í húsi›. Tískukeðjan Next opnar flagg- skipsverslun næsta vor í nýbygg- ingu sem rísa mun við verslunar- miðstöðina Kringluna á komandi mánuðum. Next færir sig úr eldra húsnæði í Kringlunni og tvöfaldar verslunarrýmið, úr eitt þúsund fermetrum í 1.700. „Þegar við opnuðum í Kringl- unni á sínum tíma þá fannst okkur vera pláss fyrir verslun af þessari stærðargráðu sem næði til allra aldurshópa. Byrjunin gaf fljótt til kynna að við þyrftum stærri verslun og erum því mjög lánsöm að fá þetta húsnæði sem Kringlan er að reisa,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir sem rekur versl- unina ásamt manni sínum, Sverri Berg Steinarssyni. Ragnhildur segir að nýja versl- unin muni bjóða upp á sama vöru- úrval en auk þess bætist við heim- ilsvörudeild. Next-verslunin í Kringlunni er söluhæsta verslun Next utan Bretlandseyja að sögn Ragnhildar. Örn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, seg- ir að byggingin, sem er tveggja hæða, muni rísa við suðurbygg- ingu Kringlunnar. „Þessi bygg- ing kemur á bílastæðin við hlið- ina á þeim stað sem skrifstofa Flugleiða var áður til húsa. Við erum mjög spennt að geta bætt aðeins við okkur.“ Örn segir að gríðarleg eftir- spurn sé eftir verslunarhúsnæði í Kringlunni og framkvæmdirn- ar megi skoða í því ljósi. Þetta gefur Kringlunni svigrúm að auka við úrvalið. „Þetta þýðir að það húsnæði þar sem Next er losnar og þar mun koma ein verslun. Viðræður eru í gangi við seljendur þekkts merkis en ég get ekki sagt hverjir það eru.“ Árið hefur verið gott í Kringl- unni en síðasta ár var það besta frá upphafi. „Við erum á svipuð- um stað í aðsókn en veltan hefur aukist um að giska sex prósent í heildina litið. Við getum ekki kvartað,“ segir hann. eggert@frettabladid.is NEXT KRINGLUNNI Opnar flaggskipsverslun á næsta ári. Kringlan stækkar um 1.700 fermetra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kaupa Plús.is og Birtu 365 miðlar hafa keypt rekstur Plús.is og Birtu – vefmiðla. Plús.is er gagnvirkt markaðstæki sem opnar fyrirtækjum milliliðalaus samskipti við viðskiptavini og er hægt er að nota þau á margs kon- ar máta. Birta – vefmiðlar miðla netauglýsingum á fjölda mismun- andi vefja. Markmiðið með kaup- unum er að 365 miðlar taki for- ystu í þjónustu við fyrirtæki um markaðssókn á netinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Í dag er síðasti dagur Birgis Ís- leifs Gunnarssonar í stóli banka- stjóra Seðlabankans. „Það eru blendnar tilfinningar sem koma upp nú þegar ég er að hætta sem bankastjóri. Ég er bú- inn að vera hér í þessari stofnun í bráðum fimmtán ár. Hér vinnur mikið af óskaplega góðu fólki sem ég er í daglegum samskipt- um við. Ég mun auðvitað sakna þess. Á hinn bóginn finnst mér líka gott að geta hætt á þessum tíma. Bankinn er að ég held í góðri stöðu, það er búið að breyta hér miklu á síðustu árum. Ég horfi bara glaður fram á það að hætta og snúa mér að einhverju öðru. Ég veit reyndar ekki ennþá hvað það verður, en maður sem er 69 ára þarf kannski ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað hann er að fara að gera,“ segir Birgir Ísleifur. Birgir óskaði sjálfur eftir lausn frá störfum sem banka- stjóri Seðlabankans og formaður bankastjórnar. Í kjölfarið var Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, skipaður banka- stjóri frá og með 20. október næstkomandi. Birgi Ísleifi lýst vel á eftirmann sinn og telur að trúverðugleiki Seðlabankans muni síst minnka með tilkomu Davíðs í bankastjórastólinn. -bg Staðið verður við verðbólgumarkmið Skilabo› se›labankastjóra voru sk‡r í gær; Se›labankinn ætlar a› ná ver›- bólgunni ni›ur. Væntingar starfsfólks bankanna væru óraunsæjar og hef›u tafi› fyrir framgangi peningamálastefnunnar. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON SEÐLABANKASTJÓRI Á FUNDINUM Í GÆR Birg- ir Ísleifur Gunnarsson sagði að Seðlabankinn gæti þurft að bregaðst við þegar gengi ís- lensku krónunnar lækkaði með því að hækka stýrivexti. Erfitt væri að sjá fyrir hve háir vextirnir þyrftu að vera á aðlögunarskeiðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R HVERNIG VIRKA STÝRIVEXTIR? Seðlabankinn framkvæmir peninga- stefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýri- vaxta Seðlabankans veldur undir eðli- legum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hag- stæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eft- irspurn í hagkerfinu og draga úr verð- bólgu. Sí›asti vinnudagur Birgis Ísleifs Sáttur eftir fimmtán ár í stóli bankastjóra Se›labankans. BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS Eiríkur Guðnason, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Jón Sigurðsson. Þeir hafa myndað bankastjórn Seðlabankans en eftir daginn í dag hættir Birg- ir og Davíð Oddsson bætist í hópinn í staðinn. Birgir segist munu sakna þess góða starfs- fólks sem vinnur í Seðlabankanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.