Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 60
> Við búumst við ... ... harðri samkeppni milli liða í Landsbankadeildinni um að hreppa Sigurvin Ólafsson sem verður ekki áfram í Vesturbænum. Það er þó líklegt að Eyjahjartað slái enn ört og það er alveg ljóst að hann myndi styrkja lið ÍBV mikið fyrir komandi sumar. Tryggvi til Molde ... að Tryggvi Bjarnason, varnarmaður KR er á leiðinni til Molde í upphafi næsta mánaðar eftir að norska úrvalsdeildar- félagið óskaði eftir að fá kappann til reynslu í vikutíma. Tryggvi var fastamaður í sumar í liði KR í Landsbankadeildinni sem og lykilmaður í 21 árs landsliðinu sem mun spila við Svía í næsta mánuði. sport@frettabladid.is 32 > Við hrósum ... .... enn og aftur Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem raðar inn mörkum þessa dagana með sænska liðinu Halmstad og skiptir þá engu máli hvort hann spilar í deildinni eða í Evrópukeppninni. Nú er bara vona að hann fá i langþráð tækifæri með A- landsliðinu. Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar komust áfram á ævint‡ralegan hátt en Kristján Örn Sigur›sson og Árni Gautur Arason eru úr leik. Gunnar Heiðar skorar enn FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er sjóðheitur þessa dagana en hann skoraði fyrir Halmstad sem gerði sér lítið fyrir og sló út stórlið Sporting Lissabon í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Gunnar Heiðar, sem skoraði í fyrri leik lið- anna úr vítaspyrnu, kom Halmstad yfir á 15. mín. þegar hann slapp einn í gegnum vörnina og læddi boltanum í gegnum klofið á mark- verðinum. Sporting jafnaði metin en Dusan Djuric skoraði fyrir Halmstad í uppbótartíma og þar sem fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Sporting þurfti að grípa til fram- lengingar. Þar urðu Svíarnir fyrir því óláni að skora sjálfsmark en varamaðurinn Patrik Ingelsten var hetja Halmstad þegar hann skor- aði sigurmarkið á 114. mín. Halm- stad vann Sporting 3-2 en saman- lagt í báðum leikjunum 5-5 en Halmstad komst áfram í riðla- keppni Evrópukeppni félagsliða á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Grétar Rafn Steinsson og félag- ar hans í hollenska liðinu AZ Alk- maar komust áfram í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða eftir æv- intýralegan sigur á rússneska lið- inu Krylia Sovetov, 3-1. Rússneska liðið vann fyrri leikinn 5-3, leikirn- ir báðir fóru samanlagt 6-6 og AZ Alkmaar komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Grét- ar Rafn kom inn á sem varamaður á 90. mín. Kristján Örn Sigurðsson lék all- an leikinn fyrir Brann sem tapaði fyrir Lokomotiv í Mosku 3-2 og samanlagt 5-3. Håkan Opdal, markvörður Brann, var rekinn út af eftir hálftíma leik og vítaspyrna dæmd. En varamarkvörðurinn Jo- han Thorbjörnsen varði vítaspyrn- una. Kristján Örn og félagar börð- ust hetjulega og komust tvisvar yfir en Rússarnir reyndust sterk- ari á lokasprettinum og skoruðu í tvígang. Árni Gautur ekki með Árni Gautur Arason lék ekki með Vålerenga sem tapaði fyrir Steaua Bukarest 3-1 og samanlagt 6-1. Árni Gautur fékk frí vegnn smávægilegra meiðsla. Ensku liðin Bolton og Middles- brough komust áfram en Everton er úr leik. Bolton komst í hann krappann gegn gegn Lokomotiv Plodiv. Búlgarska liðið komst yfir 1-0 og var á leiðinni í riðlakeppn- ina. En Bolton tryggði sér sigur, 2- 1, með mörkum frá El-Hadji Diouf og Jared Borgetti og Bolton vann samanlagt 4-2. Middlesbrough gerði markalaust jafntefli við FC Xanthi í Grikklandi en enska liðið vann samanlagt 2-0. Everton sigr- aði Dinamo Bucharest 1-0 á Goodi- son Park með marki Tim Cahill en það dugði skammt því Dinamo Bukarest vann fyrri leikinn 5-1. Norska liðið Tromsö var senu- þjófur gærkvöldsins. Tromsö gerði sér lítið fyrir og sló út tyrkneska stórliðið Galatasaray. Liðin gerðu jafntefli 1-1 í Istanbul. Patrice Bernier kom Tromsö yfir í fyrri hálfleik en Hakar Sükur jafnaði metin fyrir Galatasary sem átti auk þess þrjú stangarskot í leikn- um. Tromsö vann fyrri leikinn 1-0 og samanlagt 2-1. Hetja norska liðsins var markvörðurinn Lars Hirchfield sem varði eins og ber- serkur. þg LEIKIR GÆRDAGSINS Evrópukeppni félagsli›a: AZ – Krylya Sovetov 3–1 Van Galen (45.), Koevermans (79.), Landzaat, víti (85.) – Adamu (16.). Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður hjá AZ á 90. mínútu. AZ Alkmaar vann samanlagt á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Aris – Roma 0–0 Roma vann samanlagt 5–1. Anorthosis – Palermo 0–4 Caracciolo (5.), Makinwa 2(46. , 68.), Al- berto Santana (53.) Palermo vann samanlagt 6-1 Domûale – Stuttgart 1–0 Stuttgart vann samanlagt 2-1 Sporting–Halmstad 2–3 Wender (34.), sjálfsmark (102.) – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (15.), Djuric (90.), Ingelsten (114.) Halmstad vann á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Steaua – Vålerenga 3–1 Árni Gautur Arason var hvíldur eins og margir lykilmanna liðsins. Steaua vann samanlagt 6–1. Mainz – Sevilla 0–2 Kanoute 2 (9., 40.). Sevilla vann samanlagt 2–0. Galatasaray – Tromsö 1–1 Sukur (78.) – Bernier (32.), Tromsö vann samanlagt 2–1. CSKA Sofia – Bayer Leverkusen 1–0 CSKA Sofia vann 2-0 samanlagt Genk – Litex 0–1 Corea Sandrinho (56.). Litex vann samanlagt 3–2. Indriði Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir lið Genk sem er úr leik. Xanthi – Middlesbrough 0–0 Middlesbrough vann samanlagt 2–0. Loko Plovdiv – Bolton 1–2 Iliev (51.)- Sjálfsmark (79.), Nolan (86.) Bolton vann samanlagt 4-2 Austria – Viking 1–1 Rushfeldt (21.), Lasnik (47.) – Nygaard (12.). Viking vann samanlagt á fleiri mörkum skoruðu á útivelli. Allan Borgvardt var ekki í hópnum hjá liði Viking þar sem að hann er ólöglegur. Everton – Dinamo Búkarest 1–0 Cahill (28.). Dinamo vann samanlagt 5–2. Lokomotiv Moskva – Brann 3–2 Loskov (63.), Asatiani (78.), Bilyatetdinov (90.) – Macallister (45.), Miller (75.) Lokomotiv vann samanlagt 5–3. Kristján Örn Sigurðsson lék allan með Brann. FC Zurich–Bröndby 2–1 Arauju Rafael 2 (15., 89.) – Elmander (46.). Bröndby vann samanlagt 3–2. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Keflavík mæt- ast í Reykjanesmótinu í körfu karla. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 9.00 og svo aftur klukkan 18.10.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  18.40 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.05 Motorworld á Sýn.  19.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni.  20.00 A1 kappaksturinn á Sýn. Keppni frá Brands Hatch í Bretlandi endursýnd.  21.50 K-1 á Sýn. Reykjavíkurmót karla í körfubolta lauk í gærkvöldi með 87–59 sigri KR á ÍR: KÖRFUBOLTI KR-ingar eru Reykjavíkurmeistarar í körfubolta eftir sannfærandi 28 stiga sigur á ÍR-ingum, 87–59, í DHL-höllinni í gær. KR-ingar unnu alla fjóra leiki sína í mótinu með 28 stigum og meira þar af unnu þeir nágranna sína í Val með 80 stiga mun í fyrsta leik. KR-ingar höfðu 10 stiga forskot í hálfleik, 37-27, og gerðu út um leikinn í seinni hluta þriðja leikhlutans eftir að ÍR- liðið hafi náð að minnka muninn í fimm stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur í KR-liðinu með 21 stig en Ashley Champion skoraði 16 stig og tók auk þess 10 fráköst. Skarphéðinn Ingason átti þó tilkall í að vera maður leiksins en hann var með 9 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þá voru þeir Ólafur Már Ægisson og Gunnlaugur Hafsteinn Erlends- son með 9 stig hvor og fyrirliðinn Steinar Kaldal skoraði átta stig. Hjá ÍR skoraði Theo Dixon mest eða 21 stig og Ómar Sævarsson var með 12 stig, 13 fráköst og 5 varin skot. Ales Zivanovic, nýi útlendingurinn í liði ÍR, náði sér engan veginn á strik og skoraði aðeins 5 stig á 26 mínútum en 9 af 10 skotum hans utan af velli rötuðu ekki rétta leið. Eiríkur Önundarson og Ólafur Jónas Sigurðsson skoruðu báðir 7 stig. - óój KR-ingar sannfærandi meistarar Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, handabrotnaði á æfingu með Chelsea fyrir skemmstu en þarf þó ekki að taka sér frí frá æfingum eða keppni. „Það hefur gengið á ýmsu hjá mér í upphafi leiktíðar. Fyrst veiktist ég og þurfti að taka mér frí í tvær vikur og svo handarbrotnaði ég. En annars er ég bjartsýnn á framhaldið og sáttur með mína stöðu, þó það hefði auðvitað verið skemmtilegra að fá fleiri tækifæri með liðinu hingað til,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Eiður spilaði í rúman hálftíma gegn Aston Villa í síðasta leik Chelsea og svo virtist sem handarbrotið væri ekki að há honum mikið þar sem Eiður spilaði vel þann tíma sem hann var inn á vellinum. Línur er þegar teknar að skýrast í toppbaráttunni í ensku úrvals- deildinni og svo virðist sem fátt geti stöðvað Chelsea. Eiður Smári er þó á því að Chelsea eigi mikið inni. „Mér finnst við vera að búnir að spila þokkalega hingað til, en þó hefur vantað svolítið upp á það að sóknarleikurinn hafi gengið vel. Aðalá- stæðan fyrir því að við erum efstir á þessum tímapunkti er sú að aðalkeppi- nautar okkar, Manchester United og Arsenal, hafa tapað ódýrum stigum og gert okkur auðveldara fyrir að verja stöðu okkar á toppnum. En eflaust á keppnin eftir að verða jöfn í vetur þó það væri auðvitað best ef okkur tækist að vinna deildina með yfirburðum.“ Eiður kom ekkert inn á í leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld en verður vonandi í leik- mannahópnum á sunnudaginn þegar liðin mætast á nýjan leik í ensku úrvals- deildinni. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN: VERIÐ ÓHEPPINN ÞAÐ SEM AF ER LEIKTÍÐ Ei›ur Smári er handabrotinn en er fló leikfær STERKUR Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 21 stig á 26 mínútum í gær og hitti úr 7 af 11 skotum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Föstudagur SEPTEMBER 30. september 2005 FÖSTUDAGUR ENN Á SKOTSKÓNUM Gunnar Heiðar Þorvaldsson sést hér fagna marki sínu sem hann skoraði fyrir Halmstad gegn Sporting Lissabon í gær. GETTYIMAGES Breytingar hjá KR: Ekki sami› vi› Sigurvin aftur FÓTBOLTI Stjórn KR-sports hefur ákveðið að semja ekki að nýju við miðjumanninn Sigurvin Ólafsson. Samningur Sigurvins við KR renn- ur út um áramótin og í gær til- kynnti KR-sport þessa ákvörðun félagsins og greinilegt að Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR, er farinn að taka til í leikmanna- hópnum. Sigurvin sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vissi ekki hvað tæki við hjá sér. „Einn möguleikinn er að hætta í boltanum en ég er opinn fyrir öllu. Við sjáum til hvað verður,“ sagði Sigurvin sem hóf ferilinn hjá ÍBV og segist enn bera sterkar taugar til félagsins. Sigurvin kom til KR fyrir leiktíðina 2001 frá Fram og varð Íslandsmeistari með félaginu árin 2002 og 2003. - þg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.