Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 66
Starfsfólk Íslensku óperunnar kynnti í gær vetrarstarf sitt og býður það að vanda upp á fjöl- breytta dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hæst ber að venju tvær óp- erusýningar. Aðalverkefni óper- unnar á haustmisseri er óperan Tökin hert, eða The Turn of the Screw, eftir breska tónskáldið Benjamín Britten, sem frumsýnd verður 21. október. Aðalverkefni vormisseris verður síðan hin sí- gilda ópera Öskubuska, eða La Cenerentola, eftir Rossini, sem verður frumsýnd í febrúar. Texti óperunnar Tökin hert er eftir Myfanwy Piper og byggður á samnefndri smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyj- um árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum í heimi, en þetta er í fyrsta skipti sem óper- an Tökin hert er sett upp hér á landi. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Einsöngvarar eru: Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ísak Rík- harðsson. Leikstjóri Öskubusku er hins vegar Paul Suter og hljómsveit- arstjóri Kurt Kopecky. Ein- söngvarar eru: Sesselja Krist- jánsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson, Davíð Ólafs- son, Hlín Pétursdóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir og Einar Guðmundsson. Auk þessara stórverkefna verður ýmislegt annað á dagskrá óperunnar starfsárið 2005-2006, þar á meðal óperudeigla, hádeg- istónleikar, óperufræðsla í sam- vinnu við Leikhúskjallarann, samstarf við Leikfélag Akureyr- ar, óperustúdíó ásamt málþingi um framtíð Íslensku óperunnar. Með óperudeiglunni, sem verður í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og fleiri, er hug- myndin sú að skapa vettvang fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óperulistar. Tilgangurinn með deiglunni er að laða áhuga- sama einstaklinga með ólíka sér- þekkingu til samstarfs um ákveðið tilraunaferli sem með tíð og tíma kann að fæða af sér áhugaverð verk fyrir óperuhús 21. aldar. Fyrsta samkoma óp- erudeiglunnar verður haldin í lok október. Sérstök áhersla verður lögð á að bjóða ungu fólki góð kjör á óperusýningar, en allir 25 ára og yngri fá 50% afslátt af miðum í sal á aðalverkefni Íslensku óper- unnar á haustmisseri. 38 30. september 2005 FÖSTUDAGUR > Ekki missa af ... ... tónleikum Kristínar R. Sigurðar- dóttur sópransöngkonu í Kópavogskirkju á morgun, þar sem hún syngur óperu- aríur og íslensk sönglög. ... sýningunni Hvernig borg má bjóða þér? sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Henni lýkur um helgina. ... sýningunni Íslensk myndlist 1945- 1960, sem nú stendur yfir í Listasafni Ís- lands við Fríkirkjuveg. Brynhildur Guðjónsdóttir mun túlka Edith Piaf, eina frægustu söngkonu heims, í 80. skipti á föstudagskvöld. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa frábæru sýn- ingu. Brynhildur „Piaf“ Guðjónsdóttir hefur heillað landann með ógleymanlegri túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri eftirminnileg- ustu söngkonu síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leik- listarverðlaunin sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyr- ir fullu húsi á þriðja leikár og á föstudags- kvöldið er 80. sýning. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og ein- stakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst for- tíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsam- böndum sínum. Kl. 23.00 Sveitasöngvamessa Köntrísveitar Baggalúts verður haldin í Stúdenta- kjallaranum í kvöld. Leikin verða sönglög af hljómdisknum Pabbi þarf að vinna, í bland við sígilda sveita- söngva bandaríska. menning@frettabladid.is Áttatíu sinnum Piaf Tökin hert og Öskubuska Íslenska óperan kynnti í gær starfsemi vetrarins. Hæst ber tvær óperusýningar en fjölmargt annað er á boðstólum. ! 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz Festival Í kv öld Í Þjóðmenningarhúsinu eru nú sýndar þrjár tillögur að byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík ásamt skipulagi aðliggjandi svæða. Í bókasal er vinningstillaga Portus Group, á þriðju hæð í stofu Hins íslenska bókmenntafélags og í tónlistarstofu er tillaga Fast- eignar/Klasa og í kjallara er til- laga frá Viðhöfn. Skel tónlistar- og ráðstefnuhúss Portus Group er hönnuð af Ólafi Elíassyni og hefur líkani af henni verið komið fyrir á lóð Þjóðmenningarhússins. Í tilefni af sýningunni er ókeypis aðgangur að öllum sýn- ingum Þjóðmenningarhússins til 5. október sem er síðasti sýning- ardagur á tillögunum. Tillögur s‡ndar fram yfir helgi VINNINGSTILLAGAN Er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu ásamt tveimur öðrum tillögum. ÓPERAN ER Í STARTHOLUNUM Hulda Björk Garðarsdóttir söng í gær lag úr óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten, en hún verður á dagskrá Íslensku óperunnar í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.