Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 66

Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 66
Starfsfólk Íslensku óperunnar kynnti í gær vetrarstarf sitt og býður það að vanda upp á fjöl- breytta dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hæst ber að venju tvær óp- erusýningar. Aðalverkefni óper- unnar á haustmisseri er óperan Tökin hert, eða The Turn of the Screw, eftir breska tónskáldið Benjamín Britten, sem frumsýnd verður 21. október. Aðalverkefni vormisseris verður síðan hin sí- gilda ópera Öskubuska, eða La Cenerentola, eftir Rossini, sem verður frumsýnd í febrúar. Texti óperunnar Tökin hert er eftir Myfanwy Piper og byggður á samnefndri smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyj- um árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum í heimi, en þetta er í fyrsta skipti sem óper- an Tökin hert er sett upp hér á landi. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Einsöngvarar eru: Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ísak Rík- harðsson. Leikstjóri Öskubusku er hins vegar Paul Suter og hljómsveit- arstjóri Kurt Kopecky. Ein- söngvarar eru: Sesselja Krist- jánsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson, Davíð Ólafs- son, Hlín Pétursdóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir og Einar Guðmundsson. Auk þessara stórverkefna verður ýmislegt annað á dagskrá óperunnar starfsárið 2005-2006, þar á meðal óperudeigla, hádeg- istónleikar, óperufræðsla í sam- vinnu við Leikhúskjallarann, samstarf við Leikfélag Akureyr- ar, óperustúdíó ásamt málþingi um framtíð Íslensku óperunnar. Með óperudeiglunni, sem verður í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og fleiri, er hug- myndin sú að skapa vettvang fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óperulistar. Tilgangurinn með deiglunni er að laða áhuga- sama einstaklinga með ólíka sér- þekkingu til samstarfs um ákveðið tilraunaferli sem með tíð og tíma kann að fæða af sér áhugaverð verk fyrir óperuhús 21. aldar. Fyrsta samkoma óp- erudeiglunnar verður haldin í lok október. Sérstök áhersla verður lögð á að bjóða ungu fólki góð kjör á óperusýningar, en allir 25 ára og yngri fá 50% afslátt af miðum í sal á aðalverkefni Íslensku óper- unnar á haustmisseri. 38 30. september 2005 FÖSTUDAGUR > Ekki missa af ... ... tónleikum Kristínar R. Sigurðar- dóttur sópransöngkonu í Kópavogskirkju á morgun, þar sem hún syngur óperu- aríur og íslensk sönglög. ... sýningunni Hvernig borg má bjóða þér? sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Henni lýkur um helgina. ... sýningunni Íslensk myndlist 1945- 1960, sem nú stendur yfir í Listasafni Ís- lands við Fríkirkjuveg. Brynhildur Guðjónsdóttir mun túlka Edith Piaf, eina frægustu söngkonu heims, í 80. skipti á föstudagskvöld. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa frábæru sýn- ingu. Brynhildur „Piaf“ Guðjónsdóttir hefur heillað landann með ógleymanlegri túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri eftirminnileg- ustu söngkonu síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leik- listarverðlaunin sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyr- ir fullu húsi á þriðja leikár og á föstudags- kvöldið er 80. sýning. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og ein- stakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst for- tíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsam- böndum sínum. Kl. 23.00 Sveitasöngvamessa Köntrísveitar Baggalúts verður haldin í Stúdenta- kjallaranum í kvöld. Leikin verða sönglög af hljómdisknum Pabbi þarf að vinna, í bland við sígilda sveita- söngva bandaríska. menning@frettabladid.is Áttatíu sinnum Piaf Tökin hert og Öskubuska Íslenska óperan kynnti í gær starfsemi vetrarins. Hæst ber tvær óperusýningar en fjölmargt annað er á boðstólum. ! 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz Festival Í kv öld Í Þjóðmenningarhúsinu eru nú sýndar þrjár tillögur að byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík ásamt skipulagi aðliggjandi svæða. Í bókasal er vinningstillaga Portus Group, á þriðju hæð í stofu Hins íslenska bókmenntafélags og í tónlistarstofu er tillaga Fast- eignar/Klasa og í kjallara er til- laga frá Viðhöfn. Skel tónlistar- og ráðstefnuhúss Portus Group er hönnuð af Ólafi Elíassyni og hefur líkani af henni verið komið fyrir á lóð Þjóðmenningarhússins. Í tilefni af sýningunni er ókeypis aðgangur að öllum sýn- ingum Þjóðmenningarhússins til 5. október sem er síðasti sýning- ardagur á tillögunum. Tillögur s‡ndar fram yfir helgi VINNINGSTILLAGAN Er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu ásamt tveimur öðrum tillögum. ÓPERAN ER Í STARTHOLUNUM Hulda Björk Garðarsdóttir söng í gær lag úr óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten, en hún verður á dagskrá Íslensku óperunnar í haust.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.