Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 78
50 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Ítímariti Sirkus RVK sem kemur út ídag er spennandi viðtal við Hrein Vilhjálmsson sem hefur ýmsa fjör- una sopið. Hann var á götunni um árabil en sú reynsla hefur komið að góðum notum því hann er búinn að skrifa bók, eins konar sjálfævisögu. Í viðtalinu kemur fram að rithöfund- urinn Einar Kárason hafi orðið svo hrifinn þegar hann las kafla úr bók- inni að hann hafi haft samband við Mál og Menningu strax. Það var því fyrir hans tilstilli að bókin er nú að koma út. Hreinn vill þó alls ekki meina að bókin sé glæpasaga þó hún spanni svarta fortíð heldur ævi- saga. Það verður Brynhild-ur Ólafsdóttir sem kemur til með setjast við hlið Loga Berg- manns Eiðssonar þegar hann mæt- ir til leiks og les fréttir. Brynhildur var sem kunnugt er búin að taka að sér starf forstöðumanns Alþjóða- málastofnunar og Rannsóknaset- urs um smáríki við Há- skóla Íslands. Í ljósi þessara miklu um- skipta hafa gárungar leitt að því getum að fleiri gamlar hetjur kynnu að koma með „come – back“. Í þeim efnum hafa heyrst nöfn Eggerts Skúlasonar, talsmanns Eiðs Smára, Hrannar Pétursson sem nú er upplýsingafull- trúi hjá ÍSAL en hann var mikil stjarna hjá RÚV. Þá má ekki gleyma Árna Snævarr sem nú vinnur hjá Samein- uðu þjóð- unum. LÁRÉTT 1 útskýring 6 kraftur 7 dýrahljóð 8 tveir eins 9 flýtir 10 gerast 12 angra 14 kjaftur 15 í röð 16 þys 17 efni 18 dreifa. LÓÐRÉTT 1 skák 2 upphrópun 3 tveir eins 4 umrita 5 andmæli 9 keyra 11 spil 13 engi 14 háð 17 á fæti. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 DV o g Lo ftk as ta lin n bj óð a up p á 2 f 1 á tó nl eik in n Bí tl (sj á ná na r i nn i í b lað in u) Ósáttur við dóminn en ætlar að verða arkitekt Hákon Eydal Það var kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, Í takt við tímann, sem var kosin í forval fyrir ósk- arsverðlaunin sem afhent verða í mars. Meðlimum íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar gafst kostur á að kjósa frá mánudegi til miðvikudags. Báru Stuðmenn því sigurorð af Óttari Þór og félögum í myndinni Strák- unum okkar sem fékk fína dóma nýverið í kvikmyndatímaritinu Variety. „Þetta er óvæntur og ófyr- irséður heiður sem gerir ekkert annað en að gleðja aðstendur myndarinnar,“ sagði Jakob Frí- mann Magnússon þegar tíðindin voru borin undir hann. Í dag kemur Í takt við tímann út á mynddiski þar sem verður að finna viðtöl og aukaefni. „Svo gerðum við upphaflega endi sem okkur fannst full sorglegur en fal- legur. Við gerðum hann því glað- legri en þó við allt aðrar aðstæður. Á mynddisknum geta áhorfendur valið á milli.“ Jakob vildi ekkert vera að gera sér of miklar væntingar um hvort myndin kæmist alla leið í Kodac Center í mars. „Við erum ekkert að hætta í okkar hversdagslegu störfum,“ segir hann, en var þó bú- inn að gera sér í hugarlund hverju hann myndi klæðast. „Ég mun mæta í svanakjólnum hennar Bjarkar,“ lýsti hann yfir og verður væntanlega tekinn á orðinu ef ör- lögin haga því þannig til. Fjörugu starfsári Stuðmanna er nú að ljúka. Þeir hafa skipt um söngkonu, sungið í Royal Albert Hall og nú síðast í Feneyjum. „Nú erum við að semja nýtt efni fyrir væntanlega plötu. Gera okkur klár fyrir Sumar á Sýrlandi 2006 því það verður djassað í Damaskus.“ ■ Ætlar a› klæ›ast svanakjól Bjarkar Fjörugu starfsári Stuðmanna er nú lokið eftir tónleikahald í Royal Alberthall og í Feneyj- um. Væringarnar á fjölmiðlamarkaðn- um héldu áfram í gærkvöldi. Eins og lesendur Fréttablaðsins sáu í gær var því spáð að Jóhanna Vil- hjálmsdóttir myndi ganga til liðs við sinn gamla félaga úr Íslandi í dag, Þórhall Gunnarsson. Hann mun sem kunnugt er ritstýra nýja magasínþættinum, Torginu. Nú hefur þessi spádómur geng- ið eftir því þegar Fréttablaðið náði tali af ritstjóranum var hann nýkominn af fundi með starfs- fólki þáttarins og meðal þátttak- enda var Jóhanna. Þórhallur var að sjálfsögðu í skýjunum. „Við áttum vel saman á skjánum og mér finnst hún frá- bær persónuleiki,“ segir Þórhall- ur sem nú er þess fullviss að hóp- urinn í kringum þáttinn sé full- mannaður og félagaskiptaglugg- inn því lokaður. „Þetta er sann- kallað draumalið og það er leitun að öðrum eins mannskap,“ segir hann, ánægður með sitt. Jóhanna sagði aðdragandann hafa verið mjög snöggan, símtal að kvöldi og fundur að morgni. „Þetta er mjög erfið ákvörðun. Ég ætlaði að fara að vinna aftur uppi á Stöð 2 en forsendur fyrir þeirri vinnu breyttust,“ segir hún og þar hafi brottför Þórhalls vegið mjög þungt. „Við höfðum hlakkað til að fara vinna aftur saman enda er ekkert hlaupið að því að finna annan félaga á skjánum í sam- starfi þar sem allt gengur upp,“ segir hún, en tekur þó fram að hún hafi verið full tilhlökkunar að koma aftur upp á Lyngháls. Þegar kallið kom krafðist það alvarlegr- ar umhugsunar. „Það er mjög hæft lið sem vinnur á báðum stöð- um en ég hlakka til að fara að vinna í því umhverfi sem minn gamli yfirmaður, Páll Magnússon, er að búa til hér í Efstaleitinu,“ segir hún. Jóhanna er reyndar ekki að ganga inn um dyr Ríkissjónvarps- ins í fyrsta skipti þó það hafi verið á Laugaveginum síðast þegar hún gerði það. Hún hóf sinn ljósvaka- feril sem þula á sínum tíma. „Ég er því að koma aftur á minn gamla vinnustað,“ segir Jóhanna og hlakkar til að hitta sitt gamla góða fólk þar. freyrgigja@frettabladid.is SAMEINUÐ Á NÝ Tvíeykið úr Íslandi í dag hefur verið sameinað á ný en Jóhanna gekk seint í gærkvöldi til liðs við Torgið, nýjan magasínþátt Ríkissjónvarpsins. ...fær Nanna Rögnvaldsdóttir fyr- ir nýja vefinn www.gestgjafinn.is sem fór í loftið í gær. HRÓSIÐ Ég hef mikið verið að hugsa um það hvernig ég muni hitta hinn eina sanna, hvort það hafi gerst nú þegar og hvort það muni yfir höfuð gerast. Ég hef heyrt all margar útgáfur af því hvernig fólk kynnist og þær eru svo sannarlega mjög fjölbreyttar og oft á tíðum frekar fyndnar. Það sem varð kveikjan að þessum pælingum mín- um var þó sú að vinkona mín átti sér aðdáanda fyr- ir stuttu. Það lýsti sér þannig að eitt föstudagskvöld- ið, þegar við vorum á leiðinni út að skemmta okkur, fékk hún sms. Hún kannaðist ekkert við númerið og í skilaboðunum stóð einfaldlega: Hæ, hvað seg- irðu gott? Hún svaraði ekki skilaboðunum enda gat hún ómögulega fundið út hver ætti númerið. Síðan fór þetta að ágerast og sendandinn sagði henni að hann hefði séð hana nokkrum sinnum úti, þau ættu sér sameiginlegan vin og að honum fyndist hún sæt. Nokkrum dögum síðar sendi hann sms þar sem hann spurði hana hvort hún vildi ekki hitta hann yfir drykk. Hún varð svolítið smeyk og spurðist fyrir um manninn sem svo enginn vildi kannast við. Það er ekki oft sem það gerist á þessu litla landi svo hún ákvað að láta sig hafa það og mæta (haf- andi enga hugmynd við hverju hún ætti að búast). Upp kviknuðu fullt af hugmyndum og hún fann sig í skemmtilegum og sorglegum pælingum. Málið er nefnilega það að þetta hefði getað orðið hið besta mál og jafnvel endað í heitri senu úr rómantískri bíómynd eða þá sem enn eitt súra deitið. Hún end- aði á þeirri ákvörðun að skella sér í ævintýrið. Það myndi þá mögulega enda sem ástarævintýri eða spennusaga þar sem hún væri aðalleikkonan á flótta undan ástsjúkum geðsjúklingi. Það er því miður oft raunin þegar maður er orðinn spenntur yfir því að eiga sér leyndan aðdáanda að hann er enn ein gúrkan í deitsalatinu. Deitið var svo hið rómantískasta en það var þó ekki svo að þau áttu vel saman og einhverra hluta vegna var hún frekar lítið sjáanleg í framhaldinu. Við frekari umhugsun komumst við að því að þetta hefði sennilegast aldrei getað endað vel. Það er út af fyrir sig örlítið einkennilegt að hitta mann sem þú hefur ekki átt samskipti við á neinn annan hátt en í gegnum sms. Þetta hefði allt verið mun auðveldara ef hann hefði bara haft sig í það að tala við hana í eitt af skiptunum sem hann sá hana úti á lífinu. Þá hefðu þau getað sparað sér bæði tíma og ómældar vangaveltur. Ég er farin að halda, eins sorglegt og það má virðast, að bíóást sé bara til í bíó. REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR SPÁIR Í FRAMTÍÐARÁSTINA Bíóást er bara í bíó FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT:1túlkun,6afl,7me,8ff, 9asi, 10ske,12ama,14gin, 15jk,16ys,17 tau,18strá. LÓÐRÉTT:1tafl,2úff, 3ll,4umsemja,5 nei,9aka,11vist,13akur, 14gys, 17tá. JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR: NÝR LIÐSMAÐUR TORGSINS Erfitt að yfirgefa Stöð 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.